Samið um raforkuflutninga fyrir kísilver í Helguvík Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2014 13:25 Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon og Auðunn Helgason, stjórnarmaður hjá United Silikon. Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 35 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemi hennar hefjist í ársbyrjun 2016 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti. United Silicon hf. er nýtt félag, stofnað af hópi aðila í evrópska kísilmálmiðnaðinum, sem á frumkvæði að því að setja upp nýja kísilmálmverksmiðju hérlendis til að mæta vaxandi eftirspurn viðskiptavina sinna í Evrópu. Félagið hefur undirbúið byggingu kísilversins í Helguvík og keypti þróunarfélagið Stakksbraut 9 ehf. sem á lóðina í Helguvík. Umhverfismat hefur þegar verið unnið fyrir verkefnið og var það samþykkt af Skipulagsstofnun í maí 2013. Samkomulag United Silikon við Landsnet miðast við að orkuafhending hefjist í febrúar árið 2016 og að starfsemin verði komin á fullt tveimur mánuðum síðar. Skal Landsnet tryggja orkuflutninga til kísilversins með tengingu við meginflutningskerfið á Fitjum á Reykjanesi. Undirbúningur og hönnun vegna tengingar kísilversins í Helguvík við flutningskerfið hefst hjá Landsneti í ár og er áætlað að framkvæmdir byrji strax á næsta ári. „Það sem öðru fremur gerir okkur kleift að bregðast við beiðni United Silikon með svo stuttum fyrirvara er sú staðreynd að við höfum unnið að undirbúningi tengingar iðnaðarsvæðisins í Helguvík á undanförnum árum. Nú hyllir einnig undir að framkvæmdir hefjist við Suðurnesjalínu 2, sem gjörbreytir afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. „Samkomulagið við Landsnet er mikilvægur áfangi í áformum okkar um að byggja kísilver í Helguvík. Gangi þau öll eftir verður starfsemin komin á fullan skrið í apríl 2016. Framleidd verða 20 þúsund tonn af kísilmálmi og því fylgja um 65 framtíðarstörf á Reykjanesi, að ótöldum þeim störfum sem verða til vegna kaupa á þjónustu og orku,“ segir Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers United Silicon við meginflutningskerfi Landsnets hljóðar upp á um einn milljarð króna. United Silicon Suðurnesjalína 2 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Forstjóri Landsnets undirritaði í dag samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík. Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 35 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemi hennar hefjist í ársbyrjun 2016 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti. United Silicon hf. er nýtt félag, stofnað af hópi aðila í evrópska kísilmálmiðnaðinum, sem á frumkvæði að því að setja upp nýja kísilmálmverksmiðju hérlendis til að mæta vaxandi eftirspurn viðskiptavina sinna í Evrópu. Félagið hefur undirbúið byggingu kísilversins í Helguvík og keypti þróunarfélagið Stakksbraut 9 ehf. sem á lóðina í Helguvík. Umhverfismat hefur þegar verið unnið fyrir verkefnið og var það samþykkt af Skipulagsstofnun í maí 2013. Samkomulag United Silikon við Landsnet miðast við að orkuafhending hefjist í febrúar árið 2016 og að starfsemin verði komin á fullt tveimur mánuðum síðar. Skal Landsnet tryggja orkuflutninga til kísilversins með tengingu við meginflutningskerfið á Fitjum á Reykjanesi. Undirbúningur og hönnun vegna tengingar kísilversins í Helguvík við flutningskerfið hefst hjá Landsneti í ár og er áætlað að framkvæmdir byrji strax á næsta ári. „Það sem öðru fremur gerir okkur kleift að bregðast við beiðni United Silikon með svo stuttum fyrirvara er sú staðreynd að við höfum unnið að undirbúningi tengingar iðnaðarsvæðisins í Helguvík á undanförnum árum. Nú hyllir einnig undir að framkvæmdir hefjist við Suðurnesjalínu 2, sem gjörbreytir afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. „Samkomulagið við Landsnet er mikilvægur áfangi í áformum okkar um að byggja kísilver í Helguvík. Gangi þau öll eftir verður starfsemin komin á fullan skrið í apríl 2016. Framleidd verða 20 þúsund tonn af kísilmálmi og því fylgja um 65 framtíðarstörf á Reykjanesi, að ótöldum þeim störfum sem verða til vegna kaupa á þjónustu og orku,“ segir Joseph Dignam, stjórnarmaður hjá United Silicon. Áætlaður kostnaður við tengingu kísilvers United Silicon við meginflutningskerfi Landsnets hljóðar upp á um einn milljarð króna.
United Silicon Suðurnesjalína 2 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira