Krabbameinssjúklingar fá „leiðsögumenn" í gegnum heilbrigðiskerfið Hrund Þórsdóttir skrifar 19. mars 2014 20:00 Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir marga eiga í erfiðleikum með að rata í gegnum frumskóg heilbrigðiskerfisins. Vandratað getur verið um heilbrigðiskerfið og margir hafa gagnrýnt skort á leiðsögn og aðstoð þegar mest ríður á. „Þessu er oft lýst sem völundarhúsi. Flækjustigið er hátt og þegar fólk er veikt og stendur frammi fyrir áfalli, þá getur verið býsna erfitt að finna út úr þessu öllu saman ofan á allt annað sem breytist í lífinu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þetta er ekki séríslenskt vandamál og byggt verður á reynslu annarra landa. Hópur hjúkrunarfræðinga verður sérstaklega þjálfaður. „Þeir verða nokkurs konar leiðsögumenn eða málsvarar fyrir sjúklingana. Þeir eru tengiliðir sem sjúklingarnir geta haft samband við og það verður hlutverk þessara aðila að vinna bæði klínískt með sjúklingum og að liðsinna þeim með að finna réttu leiðirnar í gegnum kerfið.“ Skortur er á krabbameinslæknum en á sama tíma hefur krabbameinssjúklingum fjölgað hratt. Því er nauðsynlegt að bæta samstarf á milli fagstétta og nýta fagfólkið betur, sem Sigríður segir felast í nýja kerfinu. Þetta kostar væntanlega eitthvað? „Ég veit ekki hvort það er endilega nauðsynleg niðurstaða,“ segir hún. „Við getum kannski í einhverjum tilfellum sparað starfskrafta ákveðinna starfsmanna og þurfum þá hugsanlega að fjölga öðrum. Í þessu tilfelli höfum við þurft að bæta við hjúkrunarfræðingum.“ Viðkomustaðir krabbameinssjúklinga í kerfinu eru margir og markmiðið er að leiða þá í gegnum frumskóginn. „Við viljum að fólk fái tilfinningu fyrir því að þetta sé ein samfelld meðferð en ekki brotakennd,“ segir Sigríður að lokum. Landspítalinn Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vandratað getur verið um heilbrigðiskerfið og margir hafa gagnrýnt skort á leiðsögn og aðstoð þegar mest ríður á. „Þessu er oft lýst sem völundarhúsi. Flækjustigið er hátt og þegar fólk er veikt og stendur frammi fyrir áfalli, þá getur verið býsna erfitt að finna út úr þessu öllu saman ofan á allt annað sem breytist í lífinu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þetta er ekki séríslenskt vandamál og byggt verður á reynslu annarra landa. Hópur hjúkrunarfræðinga verður sérstaklega þjálfaður. „Þeir verða nokkurs konar leiðsögumenn eða málsvarar fyrir sjúklingana. Þeir eru tengiliðir sem sjúklingarnir geta haft samband við og það verður hlutverk þessara aðila að vinna bæði klínískt með sjúklingum og að liðsinna þeim með að finna réttu leiðirnar í gegnum kerfið.“ Skortur er á krabbameinslæknum en á sama tíma hefur krabbameinssjúklingum fjölgað hratt. Því er nauðsynlegt að bæta samstarf á milli fagstétta og nýta fagfólkið betur, sem Sigríður segir felast í nýja kerfinu. Þetta kostar væntanlega eitthvað? „Ég veit ekki hvort það er endilega nauðsynleg niðurstaða,“ segir hún. „Við getum kannski í einhverjum tilfellum sparað starfskrafta ákveðinna starfsmanna og þurfum þá hugsanlega að fjölga öðrum. Í þessu tilfelli höfum við þurft að bæta við hjúkrunarfræðingum.“ Viðkomustaðir krabbameinssjúklinga í kerfinu eru margir og markmiðið er að leiða þá í gegnum frumskóginn. „Við viljum að fólk fái tilfinningu fyrir því að þetta sé ein samfelld meðferð en ekki brotakennd,“ segir Sigríður að lokum.
Landspítalinn Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira