Krabbameinssjúklingar fá „leiðsögumenn" í gegnum heilbrigðiskerfið Hrund Þórsdóttir skrifar 19. mars 2014 20:00 Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir marga eiga í erfiðleikum með að rata í gegnum frumskóg heilbrigðiskerfisins. Vandratað getur verið um heilbrigðiskerfið og margir hafa gagnrýnt skort á leiðsögn og aðstoð þegar mest ríður á. „Þessu er oft lýst sem völundarhúsi. Flækjustigið er hátt og þegar fólk er veikt og stendur frammi fyrir áfalli, þá getur verið býsna erfitt að finna út úr þessu öllu saman ofan á allt annað sem breytist í lífinu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þetta er ekki séríslenskt vandamál og byggt verður á reynslu annarra landa. Hópur hjúkrunarfræðinga verður sérstaklega þjálfaður. „Þeir verða nokkurs konar leiðsögumenn eða málsvarar fyrir sjúklingana. Þeir eru tengiliðir sem sjúklingarnir geta haft samband við og það verður hlutverk þessara aðila að vinna bæði klínískt með sjúklingum og að liðsinna þeim með að finna réttu leiðirnar í gegnum kerfið.“ Skortur er á krabbameinslæknum en á sama tíma hefur krabbameinssjúklingum fjölgað hratt. Því er nauðsynlegt að bæta samstarf á milli fagstétta og nýta fagfólkið betur, sem Sigríður segir felast í nýja kerfinu. Þetta kostar væntanlega eitthvað? „Ég veit ekki hvort það er endilega nauðsynleg niðurstaða,“ segir hún. „Við getum kannski í einhverjum tilfellum sparað starfskrafta ákveðinna starfsmanna og þurfum þá hugsanlega að fjölga öðrum. Í þessu tilfelli höfum við þurft að bæta við hjúkrunarfræðingum.“ Viðkomustaðir krabbameinssjúklinga í kerfinu eru margir og markmiðið er að leiða þá í gegnum frumskóginn. „Við viljum að fólk fái tilfinningu fyrir því að þetta sé ein samfelld meðferð en ekki brotakennd,“ segir Sigríður að lokum. Landspítalinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Vandratað getur verið um heilbrigðiskerfið og margir hafa gagnrýnt skort á leiðsögn og aðstoð þegar mest ríður á. „Þessu er oft lýst sem völundarhúsi. Flækjustigið er hátt og þegar fólk er veikt og stendur frammi fyrir áfalli, þá getur verið býsna erfitt að finna út úr þessu öllu saman ofan á allt annað sem breytist í lífinu,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þetta er ekki séríslenskt vandamál og byggt verður á reynslu annarra landa. Hópur hjúkrunarfræðinga verður sérstaklega þjálfaður. „Þeir verða nokkurs konar leiðsögumenn eða málsvarar fyrir sjúklingana. Þeir eru tengiliðir sem sjúklingarnir geta haft samband við og það verður hlutverk þessara aðila að vinna bæði klínískt með sjúklingum og að liðsinna þeim með að finna réttu leiðirnar í gegnum kerfið.“ Skortur er á krabbameinslæknum en á sama tíma hefur krabbameinssjúklingum fjölgað hratt. Því er nauðsynlegt að bæta samstarf á milli fagstétta og nýta fagfólkið betur, sem Sigríður segir felast í nýja kerfinu. Þetta kostar væntanlega eitthvað? „Ég veit ekki hvort það er endilega nauðsynleg niðurstaða,“ segir hún. „Við getum kannski í einhverjum tilfellum sparað starfskrafta ákveðinna starfsmanna og þurfum þá hugsanlega að fjölga öðrum. Í þessu tilfelli höfum við þurft að bæta við hjúkrunarfræðingum.“ Viðkomustaðir krabbameinssjúklinga í kerfinu eru margir og markmiðið er að leiða þá í gegnum frumskóginn. „Við viljum að fólk fái tilfinningu fyrir því að þetta sé ein samfelld meðferð en ekki brotakennd,“ segir Sigríður að lokum.
Landspítalinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira