Golf

Erfiðar aðstæður á fyrsta hring á Valspar-meistaramótinu

Hinn högglangi John Daly átti ekki góðan fyrsta hring í vndinum á Copperhead.
Hinn högglangi John Daly átti ekki góðan fyrsta hring í vndinum á Copperhead. Getty/Vísir




Það voru erfiðar aðstæður á fyrsta degi Valspar Championship sem fram fór í gær en 12 stiga hiti og mikill vindur gerði kylfingum lífið leitt. Aðeins 25 kylfingum tókst að leika undir pari á fyrsta hring en Matt Every, Lee Chalmers, Pat Perez og Danny Lee eru efstir og jafnir á þremur höggum undir pari.



Um tíma var Norður-Írinn vinsæli, Darren Clarke, í forystu en hann hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Hann endaði hringinn sinn illa og er á pari ásamt mörgum öðrum vel þekktum kylfingum, meðal annars Luke Donald, Justin Rose, Jim Furyk og ungstirninu Jordan Spieth.



Veðurspáin fyrir hringinn í dag er betri og því gætu betri skor sést á hinum erfiða Copperhead velli í Flórída þar sem mótið fer fram. Bein útsending verður á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×