Körfubolti

Tuttugasti sigur KR í vetur og deildarmeistaratitilinn á loft - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson lyftir hér bikarnum.
Brynjar Þór Björnsson lyftir hér bikarnum. Vísir/Stefán
KR-ingar fengu afhentan deildarmeistaratitilinn í kvöld eftir öruggan 101-78 sigur á botnliði Vals en þetta var níundi sigur Vesturbæjarliðsins í röð og tuttugasti deildarsigur liðsins á leiktíðinni.

Pavel Ermolinskij náði reyndar ekki þrennu í fjórða leiknum í röð, vantaði 2 fráköst og 2 stoðsendingar, en sigur KR-inga var sannfærandi þar sem Martin Hermannsson (20 stig og 11 stoðsendingar) og Demond Watt Jr. (14 stig og 19 fráköst) voru með flottar tvennur.

KR-liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum í Dominos-deildinni í vetur og er með sex stiga forskot á Keflavík sem situr í öðru sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins.

Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR-liðsins, tók við deildarmeistaratitlinum í leikslok en Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var mættur á verðlaunaafhendinguna og tók myndirnar hér fyrir ofan og neðan.

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.Vísir/Stefán


KRvsValur-Highlights from KRTV on Vimeo.

Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán

Tengdar fréttir

Skallagrímsmenn unnu Hauka og sendu KFÍ niður - Smith með 52 stig

Skallagrímsmenn gulltryggðu sæti sitt í Dominos-deild karla í körfubolta á næsta tímabili þegar þeir unnu níu stiga sigur á Haukum eftir framlengdan leik í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, 99-90. KFÍ á leik inn á morgun en eiga ekki lengur möguleika á því að koma sér upp úr fallsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×