Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 83-81 | Elvar tryggði Njarðvík fjórða sætið Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 13. mars 2014 18:45 Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Það var boðið upp á hraðann körfubolta og litla vörn í fyrri hálfleik í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og var staðan 14-4 þeim í vil þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Snæfellingar þurftu fyrstu fimm mínútur leiksins til að átta sig á því að það væri körfuboltaleikur í gangi og með baráttu náðu þeir að rétta sinn hlut áður en fyrsti leikhluti rann sitt skeið. Skoraði Snæfell seinustu sjö stig fjórðungsins eftir að Njarðvíkingar voru komnir með 11 stiga forskot og var staðan 25-21 eftir 10 mínútur. Drengirnir úr Stykkishólmi náðu muninum niður í eitt stig þegar skammt var liðið af öðrum leikhluta en Njarðvíkingar tóku þá aftur við sér og átti Ólafur Helgi Jónsson góðan leikkafla um miðbik fjórðungsins til að koma muninum í 16 stig þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Njarðvíkingar komust mest 17 stigum yfir í fyrri hálfleik og nýttu þeir sér að Snæfell hitti illa úr skotum undir lok hálfleiksins. Staðan 60-43 fyrir Njarðvík í hálfleik. Saga seinni hálfleiks var allt önnur en sú sem opinberaðist í fyrri hálfleik. Snæfellingar mættu dýrvitlausir til leiks eftir að Njarðvíkingar virtust hafa farið langt með að tryggja sigurinn í fyrri hálfleik. Gestirnir hertu varnarleik sinn heldur betur og um leið nýttu sínar sóknir í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar skoruðu ekki nema níu stig í leikhlutanum og þegar honum var lokið var munurinn kominn úr 17 stigum niður í níu, 69-60. Snæfellingar héldu áfram að þjarma að heimamönnum í upphafi fjórða leikhluta og voru búnir að minnka muninn niður í fjögur stig þegar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Njarðvíkingar tók þá við sér og juku forskotið sitt í 11 stig áður en Snæfellingar hófu lokaáhlaup sitt. Gestirnir unnu upp forskot Njarðvíkinga og komust yfir í stöðuna 77-79 og var jafnt síðan 79-79 og 81-81 þegar 1:10 lifði af leiknum. Njarðvíkingar náðu að stela boltanum af Snæfell í tveimur sóknum gestanna í röð, náðu ekki að nýta sérþað í fyrra skiptið en í seinna skiptið náði Elvar Már Friðriksson skoti sem rataði í spjaldið og ofan í þegar 1 sekúnda var eftir af leiknum. Snæfell tók leikhlé og freistaði þess að vinna leikinn eða jafna í það minnsta. Þeir reyndu seinni kostinn og náði Travis Cohn III skoti sem fór í spjaldið og rúllaði á hringnum áður en hann lak út fyrir hann þegar flautan gall. Njarðvíkingar náðu því að landa stigunum tveimur og tryggðu sér um leið fjórða sætið í deildinni sem gefur þeim heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Snæfell þarf hinsvegar að vinna seinasta leik sinn til að tryggja það að þeir verði með í úrslitakeppninni þegar hún hefst síðar í mánuðinum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld en hér fyrir neðan má sjá textalýsinguna frá leiknum.Einar Árni Jóhannsson: Það er miklu meira í mallakútinn að hafa að vinna svona baráttu sigur Eins og áður sagði þá var Njarðvík með nokkuð þægilega forystu í hálfleik eftir frábærann sóknarleik í fyrri hálfleik. Þjálfari Njarðvíkur var spurður út í hvað gerðist í seinni hálfleik. „Við förum að hugsa of mikið. Við skoruðum 60 stig í fyrri hálfleik og 23 stig í seinni hálfleik og það voru vondar ákvörðunartökur. Við flýttum okkur allt of mikið þegar þeir settu pressu á okkur hátt á vellinum. Við tókum ótímabær skot og vorum ekki að nýta okkur það að vera komnir í bónus, sóttum allt of lítið á körfuna. Þetta voru margir samhangandi þættir sóknarlega. Við getum ekki kvartað yfir varnarleiknum, það er ekki það sem gerir okkur erfitt fyrir. Það voru vondar ákvarðanir í sóknarleiknum sem gerir það. En skítt með það, við unnum og erum búnir að tryggja okkur þetta fjórða sæti og það er það sem við tökum út úr þessu fyrst og síðast.“ Hann var þá spurður hvort svona sigur gæfi ekki góðann byr fyrir átökin framundan. „Það er miklu meira í mallakútinn að hafa að vinna svona baráttu sigur, þar sem þurftum að svara til baka eftir frábært áhlaup frá Snæfell. Ég er ekki viss hvort að það hefði verið hollt fyrir okkur að vinna með 15-20 stigum. Þetta gefur okkur meira upp á framhaldið.“Ingi Þór Steinþórsson: Tökum vörnina og eljusemina úr seinni hálfleik vestur og tryggjum okkur í úrslitakeppnina Þjálfari Snæfellinga var skiljanlega ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik og var spurður hvort lið hans hafi þurft að gera eitthvað meira til að vinna leikinn. „Við hefðum getað mætt kröftugri í fyrri hálfleik, við vorum bara áhorfendur í fyrri hálfleik og létum þá líta svakalega vel út og þeir gerðu það sem þeir vildu. Við byrjuðum aðeins að koma við þá og vinna fyrir því að fá þessi skot í seinni hálfleik. Héldum þeim í níu stigum í þriðja leikhluta og 23 stigum í seinni hálfleik sem var framúrskarandi hjá okkur. Við vorum ekki með einhverja flugeldasýningu í sóknarleiknum til að ná þessu. Við voru síðan algjörir klaufar í lokin að klára þetta ekki.“ „Við töpuðum þessum leik samt ekki á lokaskotinu, Elvar nær að setja sitt skot spjaldið ofan í og hann á að vita það manna best að maður kallar spjaldið. Það var samt sem áður enginn að spá því í hálfleik að ein karfa myndi skilja liðin að heldur frekar hversu stór sigur Njarðvíkinga yrði. Við vorum ekki tilbúnir í það og er ég ánægður með það.“ Ingi Þór var þá spurður hvort hann væri bjartsýnn á að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og hvort lið hans væri tilbúið í úrslitakeppnina ef það endaði þannig. „Við þurfum að treysta á sjálfa okkur, við eigum Keflavík heima og við þurfum að taka vörnina og eljusemina úr seinni hálfleik með okkur vestur og vinna fjórða leikinn í röð þar og koma okkur inn í úrslitakeppnina. Ég veit hinsvegar ekki hvaða lið er tilbúið að mæta KR ef þetta endar þannig, það er ekkert lið í deildinni með sömu gæði í fyrstu sjö eins og KR. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að koma okkur í úrslitakeppnina.“4. leikhluti | 83-81: Leiknum er lokið Snæfell reyndi síðasta skotið og rúllaði boltinn af hringnum þegar Cohn III reyndi að leggja hann spjaldið ofan í. Þvílík dramatík í lokin.4. leikhluti | 83-81: Tvær sóknir í röð náði Njarðvík að stela botlanum, nýttu ekki aðra sóknina en Elvar Már Friðriksson sett skot niður þegar 1 sek er eftir.4. leikhluti | 81-81: Leikhlé tekið þegar 1:10 er eftir.4. leikhluti | 81-81: Elvar Már kom heimamönnum yfir en Cohn III var ekki lengi að svara fyrir gestina. 1:24 eftir.4. leikhluti | 79-79: Tracy Smith er kominn aftur inn á og hann jafnar metin. 1:58 eftir.4. leikhluti | 77-79: Cohn III aftur á ferðinni og nú með þrist og Snæfellingar eru komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum. Njarðvíkingar taka leikhlé þegar 2:14 eru eftir.4. leikhluti | 77-76: Cohn III minnkar muninn niður í eitt stig og Njarðvíkingar klikka á skoti. 2:30 eftir.4. leikhluti | 77-74: Logi Gunnarss. misnotaði tvö víti og Snæfellingar nýta sér það og hafa komið muninum niður í þrjú stig þegar þrjár mínútur eru eftir. Þessi leikur fer niður vírinn.4. leikhluti | 77-70: Snæfellingar eru aftur komnir í pressuvörn sem Njarðvíkingar ná að leysa en nýta ekki skotin sín. Snæfell hefur skorað síðustu fjögur stig og eru sjö stigum frá. 3:51 eftir.4. leikhluti | 77-66: Tracy Smith Jr. treður boltanum með tilþrifum og kveikir um leið í áhorfendum í Ljónagryfjunni. Hann snýr sig síðan harkalega og þarfnast aðhlynningar, við vonum að það sé ekki alvarlegt. Leikhlé þegar 4:45 eru eftir.4. leikhluti | 75-65: Munurinn aftur orðinn tíu stig fyrir heimamenn. Tracy Smith Jr. hefur verið drjúgur hér í fjórða leikhluta. 6:23 eftir.4. leikhluti | 73-65: Tvö víti fara forgörðum hjá Elvar Má Friðrikss. Bæði lið verið að misnota sóknir undanfarna mínútu. 6:43 eftir.4. leikhluti | 71-65: Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði og fékk villu að auki, vítið rataði ekki rétta leið. 8:11 eftir.4. leikhluti | 69-65: Snæfellingar hafa nýtt skot sín betur í seinni hálfleik og sést það á því að munurinn er kominn niður í fjögur stig. 8:31 eftir.4. leikhluti | 69-62: Snæfellingar skora fyrstu stig lokafjórðungsins og er munurinn ekki nema sjö stig þegar 9:15 eru eftir.3. leikhluti | 69-60: Ólafur Helgi Jónsson setti niður skot af miðjunni um leið og flautan gall. Dómarar leiksins meta það hinsvegar svo að tíminn hafi verið liðinn áður en hann sleppti boltanum og því mun karfan ekki telja. Einn leikhluti eftir og Snæfellingar hafa haft meiri vilja til verksins það sem af er seinni hálfleik.3. leikhluti | 69-60: Finnur Magnússon kemur muninum niður fyrir tíu stiga múrinn í fyrsta sinn í langann tíma. 35 sek. eftir.3. leikhluti | 69-58: Snæfellingar eru að reyna að þjarma að heimamönnum en Njarðvíkingar ná að halda muninum í tveggja stafa tölu enn sem komið er. 2:06 eftir.3. leikhluti | 69-56: Travis Cohn III vill ekki sýnast minni maður en Logi og leikur sama leik og hann gerði með sama árangri. 3:49 eftir.3. leikhluti | 69-53: Logi Gunnarsson keyrði að körfunni og lagði boltann ofan í, hann fékk dæmda villu og skilaði vítinu heim. 4:16 eftir.3. leikhluti | 66-53: Snæfellingar notast við pressuvörn á öllum vellinum og virðist það koma heimamönnum úr jafnvægi en það stoppar ekki Smith Jr. að bæta við stigum á töfluna. 4:28 eftir.3. leikhluti | 64-53: Tveir þristar í röð frá Snæfell, nánar honum Pálma Sigurgeirssyni og Snæfell reynir að byggja upp endurkomu. Þjálfari Njarðvíkinga er ekki sáttur með gang mála og tekur leikhlé þegar 5:37 eru eftir. Sóknarleikur heimamanna gengur ekki sem skyldi.3. leikhluti | 62-47: Liðin hafa skipst á að skora og stela boltanum af hvoru öðru á upphafsmínútunum. 7:32 eftir.3. leikhluti | 60-45: Seinni hálfleikur er hafinn og Snæfell skorar fyrstu stigin. 9:16 eftir.2. leikhluti | 60-43: Snæfellingar bættu þremur stigum í sinn sarp en Njarðvíkingar fengu lokasókn hálfleiksins. Elvar Már Friðriksson reyndi þriggja stiga skot og skoppaði boltinn í rúmar fjórar sekúndur áður en hann lak ofan um leið og flautan gall. Hálfleikur og Njarðvíkingar leiða með 17 stigum í fjörugum leik.2. leikhluti | 57-40: Ágúst Orrason er sjötti leikmaðurinn til að skora stig fyrir heimamenn en hann setur eitt víti niður og Njarðvík leiðir með 17 stigum. 1:22 eftir.2. leikhluti | 54-37: Fjórir leikmenn Njarðvíkur hafa skorað tíu stig í leiknum. Dreifingin er hinsvegar ekki mikil þar sem fimm leikmenn hafa séð um stigaskorunina hjá þeim. Travis Cohn er sá eini sem er kominn með meira en 10 stig fyrir gestina. Leikhlé þegar 2:01 er til hálfleiks.2. leikhluti | 52-36: Ólafur Helgi hefur farið mikinn undanfarnar mínútur og skorað sjö síðustu stig heimamanna. Fjögur hafa komið af vítalínunni en þau telja samt sem áður. 2:50 eftir.2. leikhluti | 48-36: Ólafur Helgi Jónsson með frábærann þrist fyrir heimamenn, varnarmaðurinn var nánast ofan í kokinu á honum. 3:28 eftir.2. leikhluti | 45-36: Liðin skiptust á vítaskotum og er munurinn að rokka á bilinu 9-11 stig fyrir heimamenn. 4:03 eftir.2. leikhluti | 43-34: Nú geiga skot heimamanna og gestirnir reyna að ganga á lagið. 5:02 eftir.2. leikhluti | 43-30: Hittni gestanna hefur ekki verið nægjanlega góð og ná heimamenn að nýta sér það til að auka muninn. Snæfellingar hafa hinsvegar verið duglegir að gera slíkt hið sama til að minnka muninn. 5:47 eftir.2. leikhluti | 39-30: Snæfellingar bættu við tveimur stigum en Njarðvíkingar svöruðu um hæl með þrist. Leikhlé er síðan tekið þegar 6:45 er eftir af hálfleiknum og níu stiga munur fyrir Njarðvíkinga.2. leikhluti | 36-28: Munurinn er orðinn átta stig eftir að Tracy Smith Jr. fær villu og körfu góða með því að nýta vítið. 7:23 eftir.2. leikhluti | 31-26: Aftur skiptust liðina á að skora en Njarðvík náði að slíta sig aðeins frá gestunum. 8:25 eftir.2. leikhluti | 27-24: Elvar Már Friðriksson byrjaði leikhlutann á því að brjóta á Travis Cohn III sem fékk körfu að auki og var þetta ásetningsbrot hjá Elvari. Cohn setti niður vítið en þeir náðu ekki að nýta sér að fá boltann aftur. Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði síðan fyrir Njarðvík. 9:13 eftir.1. leikhluti | 25-21: Leikhlutanum er lokið. Snæfellingar skoruðu seinustu sjö stig fjórðungsins og réttu sinn hlut heldur betur eftir að hafa byrjað hægt. Skotin voru ekki að rata heim hjá Njarðvíkingum í lok leikhluta.1. leikhluti | 25-19: Pálmi Sigurgeirsson bætir við tveimur stigum af vítalínunni og minnkar muninn enn þá meira. 32 sek. eftir.1. leikhluti | 25-17: Finnur Magnússon skorar þriggja stiga körfu og kemur muninum í átta stig. 1:31 eftir.1. leikhluti | 25-14: Góður leikkafli heimamanna gerir það að verkum að munurinn er 11 stig þegar 2:10 eru eftir.1. leikhluti | 22-14: Logi Gunnarsson og Nonni Mæju eru komnir með 9 og átta stig hvor um sig og hafa haft sig mest í frammi það sem af er leik. 2:55 eftir.1. leikhluti | 20-14: Liðin skiptast nú á að skora og er þetta orðin hin fínasta skemmtun fyrir áhangendur. 3:40 eftir.1. leikhluti | 14-9: Cohn kemur sér á blað með þriggja stiga körfu og þetta er farið að líta betur út hjá Snæfell, þeir eru allavega mættir til leiks. 5:26 eftir.1. leikhluti | 14-6: Nonni Mæju er sá eini með meðvitund hjá gestunum, hann hefur skorað öll stig þeirra. 5:50 eftir.1. leikhluti | 14-4: Elvar nýtti bæði vítin en Nonni Mæju svaraði fyrir gestina og lagaði stöðuna eilítið. Logi Gunnarsson dúndraði síðan niður þrist til að svekkja gestina meira. 6:48 eftir.1. leikhluti | 9-2: Þjálfari Snæfellinga er ekki ánægður með það sem hann hefur séð hingað til og tekur leikhlé þegar 7:21 er eftir. Elvar Már er á leiðina á vítalínuna fyrir heimamenn.1. leikhluti | 9-2: Gestirnir komu sér á blað en Njarðvík skoraði þá fimm stig til viðbótar og eru komnir með sjö stiga forskot. 7:43 eftir.1. leikhluti | 4-0: Heimamenn byrja leikinn af krafti, skora fyrstu fjögur stigin. 9:14 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem hefja sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Nú er verið að kynna liðin til leiks og allt að verða tilbúið fyrir leikinn, bekkurinn er orðinn þokkalega þéttsetinn.Fyrir leik: Ungir körfuknattleiks iðkendur úr Njarðvík hafa umkringt völlinn haldandi á skiltum sem lýsa yfir stuðning við heimaliðið, það er gaman að þessu.Fyrir leik: Fyrri leik liðanna lauk með 90-77 sigri Snæfells og vilja Njarðvíkingar væntanlega hefna fyrir þær ófarir. Síðan í þeim leik hafa bæði lið breytt um erlendann leikmann. Nigel Moore hefur yfirgefið Njarðvíkingar og Tracy Smith Jr. komið í hans stað og hjá Snæfellingum hefur Vance Cooksey horfið á braut og í stað hans hefur komið Travis Cohn III. Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Elvar Már Friðriksson tryggði Njarðvík 83-81 sigur á Snæfelli í Ljónagryfjunni í kvöld en sigurkarfa hans skömmu fyrir leikslok gulltryggði ekki bara sigurinn heldur einnig fjórða sætið í Dominos-deildinni og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Það var boðið upp á hraðann körfubolta og litla vörn í fyrri hálfleik í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og var staðan 14-4 þeim í vil þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Snæfellingar þurftu fyrstu fimm mínútur leiksins til að átta sig á því að það væri körfuboltaleikur í gangi og með baráttu náðu þeir að rétta sinn hlut áður en fyrsti leikhluti rann sitt skeið. Skoraði Snæfell seinustu sjö stig fjórðungsins eftir að Njarðvíkingar voru komnir með 11 stiga forskot og var staðan 25-21 eftir 10 mínútur. Drengirnir úr Stykkishólmi náðu muninum niður í eitt stig þegar skammt var liðið af öðrum leikhluta en Njarðvíkingar tóku þá aftur við sér og átti Ólafur Helgi Jónsson góðan leikkafla um miðbik fjórðungsins til að koma muninum í 16 stig þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Njarðvíkingar komust mest 17 stigum yfir í fyrri hálfleik og nýttu þeir sér að Snæfell hitti illa úr skotum undir lok hálfleiksins. Staðan 60-43 fyrir Njarðvík í hálfleik. Saga seinni hálfleiks var allt önnur en sú sem opinberaðist í fyrri hálfleik. Snæfellingar mættu dýrvitlausir til leiks eftir að Njarðvíkingar virtust hafa farið langt með að tryggja sigurinn í fyrri hálfleik. Gestirnir hertu varnarleik sinn heldur betur og um leið nýttu sínar sóknir í þriðja leikhluta. Njarðvíkingar skoruðu ekki nema níu stig í leikhlutanum og þegar honum var lokið var munurinn kominn úr 17 stigum niður í níu, 69-60. Snæfellingar héldu áfram að þjarma að heimamönnum í upphafi fjórða leikhluta og voru búnir að minnka muninn niður í fjögur stig þegar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Njarðvíkingar tók þá við sér og juku forskotið sitt í 11 stig áður en Snæfellingar hófu lokaáhlaup sitt. Gestirnir unnu upp forskot Njarðvíkinga og komust yfir í stöðuna 77-79 og var jafnt síðan 79-79 og 81-81 þegar 1:10 lifði af leiknum. Njarðvíkingar náðu að stela boltanum af Snæfell í tveimur sóknum gestanna í röð, náðu ekki að nýta sérþað í fyrra skiptið en í seinna skiptið náði Elvar Már Friðriksson skoti sem rataði í spjaldið og ofan í þegar 1 sekúnda var eftir af leiknum. Snæfell tók leikhlé og freistaði þess að vinna leikinn eða jafna í það minnsta. Þeir reyndu seinni kostinn og náði Travis Cohn III skoti sem fór í spjaldið og rúllaði á hringnum áður en hann lak út fyrir hann þegar flautan gall. Njarðvíkingar náðu því að landa stigunum tveimur og tryggðu sér um leið fjórða sætið í deildinni sem gefur þeim heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Snæfell þarf hinsvegar að vinna seinasta leik sinn til að tryggja það að þeir verði með í úrslitakeppninni þegar hún hefst síðar í mánuðinum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld en hér fyrir neðan má sjá textalýsinguna frá leiknum.Einar Árni Jóhannsson: Það er miklu meira í mallakútinn að hafa að vinna svona baráttu sigur Eins og áður sagði þá var Njarðvík með nokkuð þægilega forystu í hálfleik eftir frábærann sóknarleik í fyrri hálfleik. Þjálfari Njarðvíkur var spurður út í hvað gerðist í seinni hálfleik. „Við förum að hugsa of mikið. Við skoruðum 60 stig í fyrri hálfleik og 23 stig í seinni hálfleik og það voru vondar ákvörðunartökur. Við flýttum okkur allt of mikið þegar þeir settu pressu á okkur hátt á vellinum. Við tókum ótímabær skot og vorum ekki að nýta okkur það að vera komnir í bónus, sóttum allt of lítið á körfuna. Þetta voru margir samhangandi þættir sóknarlega. Við getum ekki kvartað yfir varnarleiknum, það er ekki það sem gerir okkur erfitt fyrir. Það voru vondar ákvarðanir í sóknarleiknum sem gerir það. En skítt með það, við unnum og erum búnir að tryggja okkur þetta fjórða sæti og það er það sem við tökum út úr þessu fyrst og síðast.“ Hann var þá spurður hvort svona sigur gæfi ekki góðann byr fyrir átökin framundan. „Það er miklu meira í mallakútinn að hafa að vinna svona baráttu sigur, þar sem þurftum að svara til baka eftir frábært áhlaup frá Snæfell. Ég er ekki viss hvort að það hefði verið hollt fyrir okkur að vinna með 15-20 stigum. Þetta gefur okkur meira upp á framhaldið.“Ingi Þór Steinþórsson: Tökum vörnina og eljusemina úr seinni hálfleik vestur og tryggjum okkur í úrslitakeppnina Þjálfari Snæfellinga var skiljanlega ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik og var spurður hvort lið hans hafi þurft að gera eitthvað meira til að vinna leikinn. „Við hefðum getað mætt kröftugri í fyrri hálfleik, við vorum bara áhorfendur í fyrri hálfleik og létum þá líta svakalega vel út og þeir gerðu það sem þeir vildu. Við byrjuðum aðeins að koma við þá og vinna fyrir því að fá þessi skot í seinni hálfleik. Héldum þeim í níu stigum í þriðja leikhluta og 23 stigum í seinni hálfleik sem var framúrskarandi hjá okkur. Við vorum ekki með einhverja flugeldasýningu í sóknarleiknum til að ná þessu. Við voru síðan algjörir klaufar í lokin að klára þetta ekki.“ „Við töpuðum þessum leik samt ekki á lokaskotinu, Elvar nær að setja sitt skot spjaldið ofan í og hann á að vita það manna best að maður kallar spjaldið. Það var samt sem áður enginn að spá því í hálfleik að ein karfa myndi skilja liðin að heldur frekar hversu stór sigur Njarðvíkinga yrði. Við vorum ekki tilbúnir í það og er ég ánægður með það.“ Ingi Þór var þá spurður hvort hann væri bjartsýnn á að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og hvort lið hans væri tilbúið í úrslitakeppnina ef það endaði þannig. „Við þurfum að treysta á sjálfa okkur, við eigum Keflavík heima og við þurfum að taka vörnina og eljusemina úr seinni hálfleik með okkur vestur og vinna fjórða leikinn í röð þar og koma okkur inn í úrslitakeppnina. Ég veit hinsvegar ekki hvaða lið er tilbúið að mæta KR ef þetta endar þannig, það er ekkert lið í deildinni með sömu gæði í fyrstu sjö eins og KR. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að koma okkur í úrslitakeppnina.“4. leikhluti | 83-81: Leiknum er lokið Snæfell reyndi síðasta skotið og rúllaði boltinn af hringnum þegar Cohn III reyndi að leggja hann spjaldið ofan í. Þvílík dramatík í lokin.4. leikhluti | 83-81: Tvær sóknir í röð náði Njarðvík að stela botlanum, nýttu ekki aðra sóknina en Elvar Már Friðriksson sett skot niður þegar 1 sek er eftir.4. leikhluti | 81-81: Leikhlé tekið þegar 1:10 er eftir.4. leikhluti | 81-81: Elvar Már kom heimamönnum yfir en Cohn III var ekki lengi að svara fyrir gestina. 1:24 eftir.4. leikhluti | 79-79: Tracy Smith er kominn aftur inn á og hann jafnar metin. 1:58 eftir.4. leikhluti | 77-79: Cohn III aftur á ferðinni og nú með þrist og Snæfellingar eru komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum. Njarðvíkingar taka leikhlé þegar 2:14 eru eftir.4. leikhluti | 77-76: Cohn III minnkar muninn niður í eitt stig og Njarðvíkingar klikka á skoti. 2:30 eftir.4. leikhluti | 77-74: Logi Gunnarss. misnotaði tvö víti og Snæfellingar nýta sér það og hafa komið muninum niður í þrjú stig þegar þrjár mínútur eru eftir. Þessi leikur fer niður vírinn.4. leikhluti | 77-70: Snæfellingar eru aftur komnir í pressuvörn sem Njarðvíkingar ná að leysa en nýta ekki skotin sín. Snæfell hefur skorað síðustu fjögur stig og eru sjö stigum frá. 3:51 eftir.4. leikhluti | 77-66: Tracy Smith Jr. treður boltanum með tilþrifum og kveikir um leið í áhorfendum í Ljónagryfjunni. Hann snýr sig síðan harkalega og þarfnast aðhlynningar, við vonum að það sé ekki alvarlegt. Leikhlé þegar 4:45 eru eftir.4. leikhluti | 75-65: Munurinn aftur orðinn tíu stig fyrir heimamenn. Tracy Smith Jr. hefur verið drjúgur hér í fjórða leikhluta. 6:23 eftir.4. leikhluti | 73-65: Tvö víti fara forgörðum hjá Elvar Má Friðrikss. Bæði lið verið að misnota sóknir undanfarna mínútu. 6:43 eftir.4. leikhluti | 71-65: Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði og fékk villu að auki, vítið rataði ekki rétta leið. 8:11 eftir.4. leikhluti | 69-65: Snæfellingar hafa nýtt skot sín betur í seinni hálfleik og sést það á því að munurinn er kominn niður í fjögur stig. 8:31 eftir.4. leikhluti | 69-62: Snæfellingar skora fyrstu stig lokafjórðungsins og er munurinn ekki nema sjö stig þegar 9:15 eru eftir.3. leikhluti | 69-60: Ólafur Helgi Jónsson setti niður skot af miðjunni um leið og flautan gall. Dómarar leiksins meta það hinsvegar svo að tíminn hafi verið liðinn áður en hann sleppti boltanum og því mun karfan ekki telja. Einn leikhluti eftir og Snæfellingar hafa haft meiri vilja til verksins það sem af er seinni hálfleik.3. leikhluti | 69-60: Finnur Magnússon kemur muninum niður fyrir tíu stiga múrinn í fyrsta sinn í langann tíma. 35 sek. eftir.3. leikhluti | 69-58: Snæfellingar eru að reyna að þjarma að heimamönnum en Njarðvíkingar ná að halda muninum í tveggja stafa tölu enn sem komið er. 2:06 eftir.3. leikhluti | 69-56: Travis Cohn III vill ekki sýnast minni maður en Logi og leikur sama leik og hann gerði með sama árangri. 3:49 eftir.3. leikhluti | 69-53: Logi Gunnarsson keyrði að körfunni og lagði boltann ofan í, hann fékk dæmda villu og skilaði vítinu heim. 4:16 eftir.3. leikhluti | 66-53: Snæfellingar notast við pressuvörn á öllum vellinum og virðist það koma heimamönnum úr jafnvægi en það stoppar ekki Smith Jr. að bæta við stigum á töfluna. 4:28 eftir.3. leikhluti | 64-53: Tveir þristar í röð frá Snæfell, nánar honum Pálma Sigurgeirssyni og Snæfell reynir að byggja upp endurkomu. Þjálfari Njarðvíkinga er ekki sáttur með gang mála og tekur leikhlé þegar 5:37 eru eftir. Sóknarleikur heimamanna gengur ekki sem skyldi.3. leikhluti | 62-47: Liðin hafa skipst á að skora og stela boltanum af hvoru öðru á upphafsmínútunum. 7:32 eftir.3. leikhluti | 60-45: Seinni hálfleikur er hafinn og Snæfell skorar fyrstu stigin. 9:16 eftir.2. leikhluti | 60-43: Snæfellingar bættu þremur stigum í sinn sarp en Njarðvíkingar fengu lokasókn hálfleiksins. Elvar Már Friðriksson reyndi þriggja stiga skot og skoppaði boltinn í rúmar fjórar sekúndur áður en hann lak ofan um leið og flautan gall. Hálfleikur og Njarðvíkingar leiða með 17 stigum í fjörugum leik.2. leikhluti | 57-40: Ágúst Orrason er sjötti leikmaðurinn til að skora stig fyrir heimamenn en hann setur eitt víti niður og Njarðvík leiðir með 17 stigum. 1:22 eftir.2. leikhluti | 54-37: Fjórir leikmenn Njarðvíkur hafa skorað tíu stig í leiknum. Dreifingin er hinsvegar ekki mikil þar sem fimm leikmenn hafa séð um stigaskorunina hjá þeim. Travis Cohn er sá eini sem er kominn með meira en 10 stig fyrir gestina. Leikhlé þegar 2:01 er til hálfleiks.2. leikhluti | 52-36: Ólafur Helgi hefur farið mikinn undanfarnar mínútur og skorað sjö síðustu stig heimamanna. Fjögur hafa komið af vítalínunni en þau telja samt sem áður. 2:50 eftir.2. leikhluti | 48-36: Ólafur Helgi Jónsson með frábærann þrist fyrir heimamenn, varnarmaðurinn var nánast ofan í kokinu á honum. 3:28 eftir.2. leikhluti | 45-36: Liðin skiptust á vítaskotum og er munurinn að rokka á bilinu 9-11 stig fyrir heimamenn. 4:03 eftir.2. leikhluti | 43-34: Nú geiga skot heimamanna og gestirnir reyna að ganga á lagið. 5:02 eftir.2. leikhluti | 43-30: Hittni gestanna hefur ekki verið nægjanlega góð og ná heimamenn að nýta sér það til að auka muninn. Snæfellingar hafa hinsvegar verið duglegir að gera slíkt hið sama til að minnka muninn. 5:47 eftir.2. leikhluti | 39-30: Snæfellingar bættu við tveimur stigum en Njarðvíkingar svöruðu um hæl með þrist. Leikhlé er síðan tekið þegar 6:45 er eftir af hálfleiknum og níu stiga munur fyrir Njarðvíkinga.2. leikhluti | 36-28: Munurinn er orðinn átta stig eftir að Tracy Smith Jr. fær villu og körfu góða með því að nýta vítið. 7:23 eftir.2. leikhluti | 31-26: Aftur skiptust liðina á að skora en Njarðvík náði að slíta sig aðeins frá gestunum. 8:25 eftir.2. leikhluti | 27-24: Elvar Már Friðriksson byrjaði leikhlutann á því að brjóta á Travis Cohn III sem fékk körfu að auki og var þetta ásetningsbrot hjá Elvari. Cohn setti niður vítið en þeir náðu ekki að nýta sér að fá boltann aftur. Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði síðan fyrir Njarðvík. 9:13 eftir.1. leikhluti | 25-21: Leikhlutanum er lokið. Snæfellingar skoruðu seinustu sjö stig fjórðungsins og réttu sinn hlut heldur betur eftir að hafa byrjað hægt. Skotin voru ekki að rata heim hjá Njarðvíkingum í lok leikhluta.1. leikhluti | 25-19: Pálmi Sigurgeirsson bætir við tveimur stigum af vítalínunni og minnkar muninn enn þá meira. 32 sek. eftir.1. leikhluti | 25-17: Finnur Magnússon skorar þriggja stiga körfu og kemur muninum í átta stig. 1:31 eftir.1. leikhluti | 25-14: Góður leikkafli heimamanna gerir það að verkum að munurinn er 11 stig þegar 2:10 eru eftir.1. leikhluti | 22-14: Logi Gunnarsson og Nonni Mæju eru komnir með 9 og átta stig hvor um sig og hafa haft sig mest í frammi það sem af er leik. 2:55 eftir.1. leikhluti | 20-14: Liðin skiptast nú á að skora og er þetta orðin hin fínasta skemmtun fyrir áhangendur. 3:40 eftir.1. leikhluti | 14-9: Cohn kemur sér á blað með þriggja stiga körfu og þetta er farið að líta betur út hjá Snæfell, þeir eru allavega mættir til leiks. 5:26 eftir.1. leikhluti | 14-6: Nonni Mæju er sá eini með meðvitund hjá gestunum, hann hefur skorað öll stig þeirra. 5:50 eftir.1. leikhluti | 14-4: Elvar nýtti bæði vítin en Nonni Mæju svaraði fyrir gestina og lagaði stöðuna eilítið. Logi Gunnarsson dúndraði síðan niður þrist til að svekkja gestina meira. 6:48 eftir.1. leikhluti | 9-2: Þjálfari Snæfellinga er ekki ánægður með það sem hann hefur séð hingað til og tekur leikhlé þegar 7:21 er eftir. Elvar Már er á leiðina á vítalínuna fyrir heimamenn.1. leikhluti | 9-2: Gestirnir komu sér á blað en Njarðvík skoraði þá fimm stig til viðbótar og eru komnir með sjö stiga forskot. 7:43 eftir.1. leikhluti | 4-0: Heimamenn byrja leikinn af krafti, skora fyrstu fjögur stigin. 9:14 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem hefja sókn. 9:58 eftir.Fyrir leik: Nú er verið að kynna liðin til leiks og allt að verða tilbúið fyrir leikinn, bekkurinn er orðinn þokkalega þéttsetinn.Fyrir leik: Ungir körfuknattleiks iðkendur úr Njarðvík hafa umkringt völlinn haldandi á skiltum sem lýsa yfir stuðning við heimaliðið, það er gaman að þessu.Fyrir leik: Fyrri leik liðanna lauk með 90-77 sigri Snæfells og vilja Njarðvíkingar væntanlega hefna fyrir þær ófarir. Síðan í þeim leik hafa bæði lið breytt um erlendann leikmann. Nigel Moore hefur yfirgefið Njarðvíkingar og Tracy Smith Jr. komið í hans stað og hjá Snæfellingum hefur Vance Cooksey horfið á braut og í stað hans hefur komið Travis Cohn III.
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira