Golf

Vill fá yfir 300 milljónir króna frá Tiger

Tiger Woods.
Tiger Woods. vísir/getty
Síðasta sunnudag lék Tiger Woods sinn versta lokahring á móti frá upphafi ferilsins. Daginn eftir varð hann að mæta í réttarsal.

Woods var stefnt að kvöld fyrsta dags Cadillac-meistaramótsins og beið hans að mæta i vitnastúku eftir að mótinu lauk.

Það var fyrirtækið Gotta Have It Golf sem stefndi Tiger en það fyrirtæki selur alls konar muni og minjagripi tengdu golfi.

Tiger og fyrirtæki hans, ETW, er sakað um að hafa ekki skaffað Gotta Have It Golf nóg af eiginhandaráritunum og ljósmyndum árið 2001. Það hefur tekið ansi langan tíma að koma þessu máli í réttarsal.

Eigandi Gotta Have It Golf vill fá litlar 200 milljónir frá Tiger vegna meints samningsbrots. Hann vill að Tiger greiði honum einnig 113 milljónir króna í lögfræðikostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×