Á að stytta stúdentsprófið? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. mars 2014 13:42 Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir. En óháð samningaviðræðum milli kennara og ríkis spyrjum við í Stóru málunum: Er skynsamlegt að stytta stúdentsprófið? Við bárum þá spurningu undir fjöldann allan af fólki og ræddum svo við Illuga og Ingibjörgu Guðmundsdóttir, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík, í sjónvarpssal.Vilja stytta stúdentinn Fyrir nærri áratug freistaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá menntamálaráðherra, þess að stytta stúdentsprófið niður í 3 ár. Það mætti harðri mótstöðu; framhaldsskólanemar mótmæltu hástöfum, kennarar voru ósáttir og fjöldi manna skrifaði gegn þeirri hugmynd. Nú, árið 2014 virðist stemmningin allt önnur. Við ræddum við skólameistara, framhaldsskólanemendur og ungar konur í háskólanámi sem tóku stúdentinn á þremur árum til að kanna rökin með og á móti styttingu stúdentsprófsins.Spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla Sölvi Sveinsson, langreyndur skólamaður sem vann um tíma að stofnun Listamenntaskóla Íslands, skoraði á Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, í Stóru málunum að beita sér fyrir því að stofnaður verði framsækinn starfsmenntaskóli fyrir listnám. Sölvi undirbjó stofnun Listamenntaskóla Íslands árið 2007, að frumkvæði Viðskiptaráðs, en skólinn átti að vera til húsa í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti. Mun ódýrara er að kenna nemendum í bóknámi en starfsnámi. Nemandi sem stundar bóknám til stúdentsprófs kostar ríkið um 600 þús. kr. á ári en Sölvi fullyrðir við Stóru málin að ekki þurfi að kosta meira en 900 þús. kr. að mennta nemendur í listnámi. Slíkur munur er nú þegar innan kerfisins. Þannig kostar nemandi sem er fjögur ár að taka stúdentspróf úr MR um 2,4 milljónir kr. fyrir ríkið en væri hann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem meira er af verklegu námi, kostar hann 4,3 milljónir kr. Illugi kveðst spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla, það kosti hins vegar og framhaldsskólakerfið sé þegar undirfjármagnað. Sölvi telur að ekki hafi verið pólitískur vilji til að stofna Listmenntaskóla á sínum tíma, slíkan skóla bráðvanti hins vegar til að minnka brottfall og efla verknám. Kennaraverkfall Stóru málin Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir. En óháð samningaviðræðum milli kennara og ríkis spyrjum við í Stóru málunum: Er skynsamlegt að stytta stúdentsprófið? Við bárum þá spurningu undir fjöldann allan af fólki og ræddum svo við Illuga og Ingibjörgu Guðmundsdóttir, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík, í sjónvarpssal.Vilja stytta stúdentinn Fyrir nærri áratug freistaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þá menntamálaráðherra, þess að stytta stúdentsprófið niður í 3 ár. Það mætti harðri mótstöðu; framhaldsskólanemar mótmæltu hástöfum, kennarar voru ósáttir og fjöldi manna skrifaði gegn þeirri hugmynd. Nú, árið 2014 virðist stemmningin allt önnur. Við ræddum við skólameistara, framhaldsskólanemendur og ungar konur í háskólanámi sem tóku stúdentinn á þremur árum til að kanna rökin með og á móti styttingu stúdentsprófsins.Spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla Sölvi Sveinsson, langreyndur skólamaður sem vann um tíma að stofnun Listamenntaskóla Íslands, skoraði á Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra, í Stóru málunum að beita sér fyrir því að stofnaður verði framsækinn starfsmenntaskóli fyrir listnám. Sölvi undirbjó stofnun Listamenntaskóla Íslands árið 2007, að frumkvæði Viðskiptaráðs, en skólinn átti að vera til húsa í húsnæði Háskólans í Reykjavík við Ofanleiti. Mun ódýrara er að kenna nemendum í bóknámi en starfsnámi. Nemandi sem stundar bóknám til stúdentsprófs kostar ríkið um 600 þús. kr. á ári en Sölvi fullyrðir við Stóru málin að ekki þurfi að kosta meira en 900 þús. kr. að mennta nemendur í listnámi. Slíkur munur er nú þegar innan kerfisins. Þannig kostar nemandi sem er fjögur ár að taka stúdentspróf úr MR um 2,4 milljónir kr. fyrir ríkið en væri hann í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þar sem meira er af verklegu námi, kostar hann 4,3 milljónir kr. Illugi kveðst spenntur fyrir stofnun Listmenntaskóla, það kosti hins vegar og framhaldsskólakerfið sé þegar undirfjármagnað. Sölvi telur að ekki hafi verið pólitískur vilji til að stofna Listmenntaskóla á sínum tíma, slíkan skóla bráðvanti hins vegar til að minnka brottfall og efla verknám.
Kennaraverkfall Stóru málin Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira