Körfubolti

Í Hólminum skiptir ekki máli hvort þú sért með typpi eða píku

Berglind og félagar í Snæfelli urðu deildarmeistarar með miklum yfirburðum.
Berglind og félagar í Snæfelli urðu deildarmeistarar með miklum yfirburðum. vísir/óskaró
Berglind Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells í Dominos-deild kvenna, ritar áhugaverðan pistil á karfan.is í dag þar sem hún bendir á misræmi í umgjörðinni í kringum karla- og kvennaboltann.

"Stjörnuleikir karla og kvenna hafa alltaf verið skemmtilegir viðburðir í íslenskum körfubolta. Þetta voru leikir sem sýndir voru í beinni útsendingu á laugardögum og fullkomið tilefni fyrir popp, kók og körfuboltagláp. Stjörnuleikur kvenna var lagður niður í tvö ár, 2011 og 2012. Í janúar 2013 var hins vegar svakaleg endurkoma á stjörnuleik kvenna. Leikurinn var auglýstur og haldinn á miðvikudegi í Keflavík(!) á meðan karlaleikurinn var haldinn á laugardegi í Ásgarði. Þetta hlaut að vera eitthvað grín. Þvílík vanvirðing við íslenska kvennakörfu," skrifar Berglind meðal annars í pistlinum.

Þó svo ekki sé nógu vel staðið að hlutunum víða þá hrósar Berglind sínu fólki í Hólminum.

"Á hverjum einasta leik bæði hjá konum og körlum, í deildinni sem og í úrslitakeppninni er kynning á öllum leikmönnum beggja liða, ásamt dómurum. Þar er leikskrá þar sem nöfn leikmanna koma fram og þar er einnig dagskrá yfir næstu leiki. Þar er tónlist og stemmning. Og þar er alveg sama hvort þú sért með typpi eða píku," skrifar Berglind enn fremur.

Hér má lesa pistil Berglindar í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×