Nýtt launatilboð lagt fram

„Þetta er skárra en það sem lagt var fram í fyrradag. Þetta var orðið alveg kolsvart en þetta varð þess valdandi að við byrjuðum að vinna aftur. Þetta var hálfpartinn stopp í gær,“ segir Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnar framhaldsskólakennara.
Samninganefnd ríkisins lagði fram nýjar tölur í tengslum við launamálin í fyrradag. Tölurnar vöktu ekki mikla lukku meðal kennara sem varð þess valdandi að hlé var gert á viðræðum.
Farið verður yfir tilboð ríkisins á fundi sem hófst klukkan níu í morgun í húsi ríkissáttasemjara.
Tengdar fréttir

Mjög alvarlega staða sögð vera í viðræðum við kennara
Afar þungt hljóð er í samninganefndum framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarar undrast hve lengi tekur að semja og segja ábyrgðina liggja hjá ríkinu. Skoða á tilboð ríkisins ofan í kjölinn á fundi klukkan tíu í dag.

Funda í húsi ríkissáttasemjara í dag
Verkfall framhaldsskólakennara hefur staðið yfir í fjóra daga en samninganefnd ríkisins, Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum funda aftur í dag í húsi ríkissáttasemjara.

Framhaldsskólakennarar hafna tilboði og segja það móðgun
Kjaradeila framhaldsskólakennara er enn óleyst og telja þeir ekki miklar líkur á að viðræðum muni ljúka á næstu dögum því heilmikil vinna sé framundan. Þeir eru þó bjartsýnir á að sátt náist.

Hafa ekki enn náð samkomulagi
Ekki náðist samkomulag í kjaradeilu framhaldsskólakennara í dag en fundur samningarnefndar lauk nú fyrir stundu.

Langt í land hjá kennurum
Framhaldsskólakennarar og samninganefnd ríkisins funduðu fram á sjöunda tímann í gær án árangurs.

„Tilboðið er móðgun við kennara“
Framhaldsskólakennarar segja nýtt launatilboð ríkisins vera móðgun - það sé verra en tilboð sem lagt var fram áður en verkfall skall á.

Hafa ekki enn náð að semja - Funda aftur í fyrramálið
Kjaraviðræður framhaldsskólakennara og ríkisins héldu áfram í dag í húsnæði Ríkissáttarsemjara en ekki hefur hefur tekist að semja.

Hljóðið í kennurum mjög þungt
Samningaviðræður kennara við ríkið vegna verkfalls framhaldsskólakennara gekk ekki vel í gær.