Afglöp ríkisstjórnar í Evrópumálum Árni Páll Árnason skrifar 27. mars 2014 09:57 Um árabil hefur verið almenn samstaða um að Ísland eigi tvo kosti í gjaldmiðilsmálum: Upptöku evru með aðild að ESB eða áframhald íslenskrar krónu. Vandinn við seinni kostinn er að krónan er í höftum og ekki hefur verið ljóst hvaða umgjörð hún þarf til að lifa af í frjálsu umhverfi. Fjármálaráðherra lagði um daginn fram á Alþingi skýrslu um framgang mála í afnámi hafta. Þar kom í ljós að ríkisstjórnin hefur ekkert plan um afnám hafta, umfram það sem ákveðið var af fyrri ríkisstjórn. Meiri athygli á samt að vekja að ráðherra flutti þarna fram án athugasemda yfirlit Seðlabankans um hvaða langtímaumgjörð muni þurfa um krónuna til að hægt sé að afnema höft. Það eru: 1. Reglur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi banka í erlendum gjaldmiðlum. 2.Takmörkun á heimildum banka til að safna innlánum erlendis. 3. Takmörkun eða bann við gjaldeyrislánum til óvarinna aðila. 4. Stýritæki til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, svo sem gjald á fjármagnsflutninga eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5.Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Þetta er enginn smálisti og felur í reynd í sér langtímahöft. Það er fullkomlega óljóst hvort svona reglur standast EES-samninginn og flest sem bendir til að svo sé ekki. Eðlilegt hefði verið fyrir ríkisstjórn, sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, að byrja á að kanna við viðsemjendur og eftirlitsaðila hvort svona umgjörð virki. En enginn hefur talað við ESB. Ég spurði forseta Eftirlitsstofnunar EFTA á fundi í gær hvort ríkisstjórnin hefði rætt þetta við stofnunina og leitað álits hennar á því hvort þetta standist samninginn. Svar hennar var skýrt: Nei. Gönuhlaup ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum verður enn hrikalegra í ljósi þessara frétta. Það eru alvarleg afglöp að loka annarri færri leið landsins í gjaldmiðilsmálum, án þess að hafa kannað á nokkurn hátt hvort hin leiðin er fær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Um árabil hefur verið almenn samstaða um að Ísland eigi tvo kosti í gjaldmiðilsmálum: Upptöku evru með aðild að ESB eða áframhald íslenskrar krónu. Vandinn við seinni kostinn er að krónan er í höftum og ekki hefur verið ljóst hvaða umgjörð hún þarf til að lifa af í frjálsu umhverfi. Fjármálaráðherra lagði um daginn fram á Alþingi skýrslu um framgang mála í afnámi hafta. Þar kom í ljós að ríkisstjórnin hefur ekkert plan um afnám hafta, umfram það sem ákveðið var af fyrri ríkisstjórn. Meiri athygli á samt að vekja að ráðherra flutti þarna fram án athugasemda yfirlit Seðlabankans um hvaða langtímaumgjörð muni þurfa um krónuna til að hægt sé að afnema höft. Það eru: 1. Reglur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi banka í erlendum gjaldmiðlum. 2.Takmörkun á heimildum banka til að safna innlánum erlendis. 3. Takmörkun eða bann við gjaldeyrislánum til óvarinna aðila. 4. Stýritæki til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, svo sem gjald á fjármagnsflutninga eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5.Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Þetta er enginn smálisti og felur í reynd í sér langtímahöft. Það er fullkomlega óljóst hvort svona reglur standast EES-samninginn og flest sem bendir til að svo sé ekki. Eðlilegt hefði verið fyrir ríkisstjórn, sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, að byrja á að kanna við viðsemjendur og eftirlitsaðila hvort svona umgjörð virki. En enginn hefur talað við ESB. Ég spurði forseta Eftirlitsstofnunar EFTA á fundi í gær hvort ríkisstjórnin hefði rætt þetta við stofnunina og leitað álits hennar á því hvort þetta standist samninginn. Svar hennar var skýrt: Nei. Gönuhlaup ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum verður enn hrikalegra í ljósi þessara frétta. Það eru alvarleg afglöp að loka annarri færri leið landsins í gjaldmiðilsmálum, án þess að hafa kannað á nokkurn hátt hvort hin leiðin er fær.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun