Er þetta nýi Indiana Jones? 26. mars 2014 15:00 Harrison Ford og Bradley Cooper Vísir/Getty Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs er leikarinn góðkunni Bradley Cooper líklegur arftaki Harrisons Ford í hlutverk hins ævintýragjarna prófessors, Indiana Jones. Fimmta kvikmyndin um ævintýri hins sívinsæla Indiana Jones er væntanleg, en síðasta mynd kom út árið 2008 og heitir Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Talsmenn leikaranna tveggja hafa ekkert viljað segja um hvort eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en Ford ýjaði þó að því í viðtali á dögunum að hann væri ekki dauður úr öllum æðum. „Við höfum fylgt karakternum eftir og séð hann vaxa og dafna í mörg ár. Mér finnst enn í lagi að hann snúi aftur í frábærri mynd, þar sem hann þarf kannski ekki að slást jafnmikið,“ sagði Harrison Ford í viðtali við The Telegraph, en leikarinn verður 72 ára gamall í júlí á þessu ári. Á slúðurmiðlinum Latino Review segir þó að tíminn sé að renna út fyrir Ford. „Það er tímarammi og ef að Indiana Jones 5 verður ekki enn tilbúin, eru kvikmyndaverin 100 prósent tilbúin til þess að ráða inn yngri Dr. Jones.“ Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs er leikarinn góðkunni Bradley Cooper líklegur arftaki Harrisons Ford í hlutverk hins ævintýragjarna prófessors, Indiana Jones. Fimmta kvikmyndin um ævintýri hins sívinsæla Indiana Jones er væntanleg, en síðasta mynd kom út árið 2008 og heitir Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Talsmenn leikaranna tveggja hafa ekkert viljað segja um hvort eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en Ford ýjaði þó að því í viðtali á dögunum að hann væri ekki dauður úr öllum æðum. „Við höfum fylgt karakternum eftir og séð hann vaxa og dafna í mörg ár. Mér finnst enn í lagi að hann snúi aftur í frábærri mynd, þar sem hann þarf kannski ekki að slást jafnmikið,“ sagði Harrison Ford í viðtali við The Telegraph, en leikarinn verður 72 ára gamall í júlí á þessu ári. Á slúðurmiðlinum Latino Review segir þó að tíminn sé að renna út fyrir Ford. „Það er tímarammi og ef að Indiana Jones 5 verður ekki enn tilbúin, eru kvikmyndaverin 100 prósent tilbúin til þess að ráða inn yngri Dr. Jones.“
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira