Er þetta nýi Indiana Jones? 26. mars 2014 15:00 Harrison Ford og Bradley Cooper Vísir/Getty Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs er leikarinn góðkunni Bradley Cooper líklegur arftaki Harrisons Ford í hlutverk hins ævintýragjarna prófessors, Indiana Jones. Fimmta kvikmyndin um ævintýri hins sívinsæla Indiana Jones er væntanleg, en síðasta mynd kom út árið 2008 og heitir Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Talsmenn leikaranna tveggja hafa ekkert viljað segja um hvort eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en Ford ýjaði þó að því í viðtali á dögunum að hann væri ekki dauður úr öllum æðum. „Við höfum fylgt karakternum eftir og séð hann vaxa og dafna í mörg ár. Mér finnst enn í lagi að hann snúi aftur í frábærri mynd, þar sem hann þarf kannski ekki að slást jafnmikið,“ sagði Harrison Ford í viðtali við The Telegraph, en leikarinn verður 72 ára gamall í júlí á þessu ári. Á slúðurmiðlinum Latino Review segir þó að tíminn sé að renna út fyrir Ford. „Það er tímarammi og ef að Indiana Jones 5 verður ekki enn tilbúin, eru kvikmyndaverin 100 prósent tilbúin til þess að ráða inn yngri Dr. Jones.“ Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs er leikarinn góðkunni Bradley Cooper líklegur arftaki Harrisons Ford í hlutverk hins ævintýragjarna prófessors, Indiana Jones. Fimmta kvikmyndin um ævintýri hins sívinsæla Indiana Jones er væntanleg, en síðasta mynd kom út árið 2008 og heitir Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. Talsmenn leikaranna tveggja hafa ekkert viljað segja um hvort eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en Ford ýjaði þó að því í viðtali á dögunum að hann væri ekki dauður úr öllum æðum. „Við höfum fylgt karakternum eftir og séð hann vaxa og dafna í mörg ár. Mér finnst enn í lagi að hann snúi aftur í frábærri mynd, þar sem hann þarf kannski ekki að slást jafnmikið,“ sagði Harrison Ford í viðtali við The Telegraph, en leikarinn verður 72 ára gamall í júlí á þessu ári. Á slúðurmiðlinum Latino Review segir þó að tíminn sé að renna út fyrir Ford. „Það er tímarammi og ef að Indiana Jones 5 verður ekki enn tilbúin, eru kvikmyndaverin 100 prósent tilbúin til þess að ráða inn yngri Dr. Jones.“
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira