Fjórar íslenskar tvennur hjá Snæfelli í oddaleiknum í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 13:00 Stúlkurnar úr Stykkishólmi voru magnaðar í gær. Vísir/Valli Snæfell leikur til úrslita í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir sigur á Val, 72-66, í æsispennandi oddaleik í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi. „Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari. Ég veit hvernig tilfinningin er," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi en Snæfellsliðið hefur farið í gegnum ýmislegt að undanförnu.Chynna Brown, bandarískur leikmaður liðsins, meiddist í tvígang í rimmunni og var ekki með í oddaleiknum í gærkvöldi og þá missti liðið Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur í meiðsli út tímabilið í fyrsta leik rimmunnar. Það þurfti því almennilegt liðsátak hjá Snæfelli í gærkvöldi til að komast í sjálfa úrslitaseríuna gegn bikarmeisturum Hauka og það var svo sannarlega uppi á teningnum hjá Hólmurum í gærkvöldi. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Snæfells voru með tvöfalda tvennu í leiknum sem er magnað en fremst á meðal jafningja var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hún var fjórum stoðsendingum frá þrennu. „Gróa labbaði ekki í gær og ég hlýt að vera með einhverjar galdrahendur því ég óð í lærið á henni og hún spilaði. Það voru margar maður leiksins en Gróa var algjörlega yndisleg," sagði Ingi Þór í leikslok.Hildur Sigurðardóttir (19 stig, 11 fráköst), Hildur Björg Kjartansdóttir (15 stig, 13 fráköst) og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru einnig með tvennu í leiknum. Byrjunarliðið fékk litla hvíld en þessar fjórar spiluðu alltar yfir 37 mínútur í leiknum. Úrslitarimma deildarmeistara Snæfells og bikarmeistara Hauka hefst á laugardaginn í Stykkishólmi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Snæfell leikur til úrslita í Dominos-deild kvenna í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir sigur á Val, 72-66, í æsispennandi oddaleik í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi. „Mér líður eins og ég sé Íslandsmeistari. Ég veit hvernig tilfinningin er," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi en Snæfellsliðið hefur farið í gegnum ýmislegt að undanförnu.Chynna Brown, bandarískur leikmaður liðsins, meiddist í tvígang í rimmunni og var ekki með í oddaleiknum í gærkvöldi og þá missti liðið Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur í meiðsli út tímabilið í fyrsta leik rimmunnar. Það þurfti því almennilegt liðsátak hjá Snæfelli í gærkvöldi til að komast í sjálfa úrslitaseríuna gegn bikarmeisturum Hauka og það var svo sannarlega uppi á teningnum hjá Hólmurum í gærkvöldi. Fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Snæfells voru með tvöfalda tvennu í leiknum sem er magnað en fremst á meðal jafningja var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sem skoraði 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hún var fjórum stoðsendingum frá þrennu. „Gróa labbaði ekki í gær og ég hlýt að vera með einhverjar galdrahendur því ég óð í lærið á henni og hún spilaði. Það voru margar maður leiksins en Gróa var algjörlega yndisleg," sagði Ingi Þór í leikslok.Hildur Sigurðardóttir (19 stig, 11 fráköst), Hildur Björg Kjartansdóttir (15 stig, 13 fráköst) og Helga Hjördís Björgvinsdóttir voru einnig með tvennu í leiknum. Byrjunarliðið fékk litla hvíld en þessar fjórar spiluðu alltar yfir 37 mínútur í leiknum. Úrslitarimma deildarmeistara Snæfells og bikarmeistara Hauka hefst á laugardaginn í Stykkishólmi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Chynna missir af oddaleiknum Chynna Unique Brown, bandaríski leikmaðurinn hjá Snæfelli, verður ekki með liðinu í oddaleiknum á móti Val sem fer fram í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er mikið áfall fyrir deildarmeistarana. Sigurvegarinn í leiknum tryggir sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 25. mars 2014 18:47
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell í úrslit í fyrsta skipti Snæfellskonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir sex stiga baráttusigur á Val, 72-66, í Stykkishólmi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna sem Snæfell spilar um Íslandsmeistaratitlinn en úrslitaeinvígi Snæfells og Hauka hefst á laugardaginn. 25. mars 2014 21:22