Kærð fyrir að ala upp barn í afskekktri sveit Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2014 20:30 Bettý á Ingjaldssandi ræðir í þættinum "Um land allt" opinskátt um þessar sérstöku aðstæður. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einstæða móðirin hún Bettý, sem er síðasti bóndinn á Ingjaldssandi, var kærð til barnaverndarnefndar á Ísafirði fyrir að vera ein að ala upp barn í svo afskekktri sveit. Þetta kemur fram í þættinum Um land allt, sem sýndur verður á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudag, kl. 19.20. Viðtalsbrot úr þættinum mátti sjá í fréttum í kvöld. Stöðvar 2-menn fóru nýlega með aðstoð björgunarsveitar á vélsleðum til að hitta Elísabetu Pétursdóttur, sem jafnan er kölluð Bettý, en hún er sauðfjárbóndi á Sæbóli. Síðastliðin tólf ár hafa hún og Þór sonur hennar verið einu íbúar þessa einangraða dals. Hann sækir grunnskóla á Flateyri og dvelur virka daga á heimili systur sinnar meðan á skólatíma stendur en kemur heim um helgar, þegar færð leyfir.Þór Engholm er orðinn 15 ára og lýkur grunnskólanámi frá Flateyri í vor.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Bettý hóf sjálf búskap á Ingjaldssandi fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar sex fjölskyldur og hún átti ekki von á öðru en að þar yrði áfram gróskumikið mannlíf. Það fór á annan veg og árið 2001 var hún ein orðin eftir með ungan son sinn en dóttirin var þá vaxin úr grasi. Bettý ræðir opinskátt í þættinum um hvernig fólk úr nærumhverfinu lagðist gegn því að hún byggi þarna áfram. Fólk hafi komið og sagt að það væri ekki forsvaranlegt að hún væri þarna ein að ala upp barnið; strákurinn yrði einstrengingslegur og sérlunda. Hún hafi svo verið kærð til barnaverndarnefndar, sem hafi komið í heimsókn og gert úttekt á aðstæðum. „Sem betur fer var það fólk sem var þar við völd og á bæjarskrifstofunum réttsýnisfólk og gott fólk,“ segir Bettý. Í þættinum verður einnig rætt við börnin hennar, soninn Þór og dótturina Kristínu, um hvernig sé að alast upp á Ingjaldssandi. Fyrri þáttinn, sem sýndur var síðastliðinn þriðjudag, má sjá hér. Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20 Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Einstæða móðirin hún Bettý, sem er síðasti bóndinn á Ingjaldssandi, var kærð til barnaverndarnefndar á Ísafirði fyrir að vera ein að ala upp barn í svo afskekktri sveit. Þetta kemur fram í þættinum Um land allt, sem sýndur verður á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudag, kl. 19.20. Viðtalsbrot úr þættinum mátti sjá í fréttum í kvöld. Stöðvar 2-menn fóru nýlega með aðstoð björgunarsveitar á vélsleðum til að hitta Elísabetu Pétursdóttur, sem jafnan er kölluð Bettý, en hún er sauðfjárbóndi á Sæbóli. Síðastliðin tólf ár hafa hún og Þór sonur hennar verið einu íbúar þessa einangraða dals. Hann sækir grunnskóla á Flateyri og dvelur virka daga á heimili systur sinnar meðan á skólatíma stendur en kemur heim um helgar, þegar færð leyfir.Þór Engholm er orðinn 15 ára og lýkur grunnskólanámi frá Flateyri í vor.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Bettý hóf sjálf búskap á Ingjaldssandi fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar sex fjölskyldur og hún átti ekki von á öðru en að þar yrði áfram gróskumikið mannlíf. Það fór á annan veg og árið 2001 var hún ein orðin eftir með ungan son sinn en dóttirin var þá vaxin úr grasi. Bettý ræðir opinskátt í þættinum um hvernig fólk úr nærumhverfinu lagðist gegn því að hún byggi þarna áfram. Fólk hafi komið og sagt að það væri ekki forsvaranlegt að hún væri þarna ein að ala upp barnið; strákurinn yrði einstrengingslegur og sérlunda. Hún hafi svo verið kærð til barnaverndarnefndar, sem hafi komið í heimsókn og gert úttekt á aðstæðum. „Sem betur fer var það fólk sem var þar við völd og á bæjarskrifstofunum réttsýnisfólk og gott fólk,“ segir Bettý. Í þættinum verður einnig rætt við börnin hennar, soninn Þór og dótturina Kristínu, um hvernig sé að alast upp á Ingjaldssandi. Fyrri þáttinn, sem sýndur var síðastliðinn þriðjudag, má sjá hér.
Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20 Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20
Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00