Fólkinu hefur borist skilaboð þar sem segir að nauðsynlegt sé að gera ráð fyrir því að MH370 hafi farist og enginn um borð hafi lifað af. „Við verðum að sætta okkur við að sönnunargögn bendi til að vélin hafi brotlent í suður-Indlandshafi.“
Ný gögn sýna fram á að flugvélinni hafi verið flogið suður og síðasta staðfesta staðsetning vélarinnar var í suður-Indlandshafi vestur af Perth.
Miðað við útreikninga mun gæti flugvélin ekki hafa náð til flugvallar. Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, staðfesti á blaðamannafundi klukkan tvö að flugvélin hafi farist í hafinu.
Tilkynningin byggði þó eingöngu á gervihnattagögnum sem breskir aðilar rannsökuðu. Ekki á mögulegu braki sem fannst í Indlandshafi í nótt og í morgun.
Frekar upplýsingar verða gefnar á seinni blaðamannafundi í kvöld eða nótt að íslenskum tíma.
Flugvélin týndist þann 8. mars á leiðinni milli Kuala Lumpur og Peking. Um borð voru 227 farþegar frá 15 löndum og tólf starsfmenn. Flestir farþeganna voru frá Kína.
Samkvæmt fjölmiðlum sem voru með blaðamenn á fundinum fóru margir að gráta við þessar fréttir.
![](https://www.visir.is/i/4FB0BE2B7E9579430B4BC5B93EF947E2F569CE397D92072B9C26B8B1F7457D10_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/645098E622F359E94A8FB72BA0676BFC2F862A5692CB94903CD6AD1AD4E9B71B_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/B7C766F32067E25F32FFDA3CB6045AC7D345C704A15AE8DDFEB24265454CE6E0_713x0.jpg)