Russell Crowe brotnaði saman á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að gráta“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. mars 2014 11:46 Crowe í hlutverki sínu í Noah. Ástralski leikarinn Russell Crowe lýsir því hvernig hann brotnaði saman og grét á tökustað kvikmyndarinnar Noah sem tekin var hér á landi að hluta. Í samtali við Daily Mail segir hann að atriði þar sem hann dettur í sjóinn hafi gert útslagið. „Ég ofkældist. Þegar tökum á atriðinu lauk lá ég á steinum og gat ekki staðið upp,“ segir leikarinn um atvikið. „Ég gat ekki hætt að skjálfa og ég gat ekki hætt að gráta.“ Hann segir sjö eða átta manns hafa breitt yfir sig teppi og sest síðan ofan á sig þar til hann jafnaði sig. „Þau föðmuðu mig til þess að reyna að fá mig til að hætta að skjálfa.“ Crowe segir það ekki bara hafa verið líkamlegt álag sem olli því að hann grét. Hann hafði nýlega fengið fregnir af því að eiginkona hans til ellefu ára vildi skilnað. „Hún sagði mér að hún vildi ekki vera gift mér lengur og að við þyrftum að setjast niður með börnunum okkar og segja þeim það.“ Hann jafnaði sig þó á endanum og ýtti fólkinu ofan af sér. Þegar hann var spurður hvort hann vildi eitthvað bað hann um vínglas. Haldin var sérstök viðhafnarsýning á Noah í Sambíóunum þann 18. mars en hún fer í almennar sýningar hér á landi og í Bandaríkjunum um næstu helgi. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Ástralski leikarinn Russell Crowe lýsir því hvernig hann brotnaði saman og grét á tökustað kvikmyndarinnar Noah sem tekin var hér á landi að hluta. Í samtali við Daily Mail segir hann að atriði þar sem hann dettur í sjóinn hafi gert útslagið. „Ég ofkældist. Þegar tökum á atriðinu lauk lá ég á steinum og gat ekki staðið upp,“ segir leikarinn um atvikið. „Ég gat ekki hætt að skjálfa og ég gat ekki hætt að gráta.“ Hann segir sjö eða átta manns hafa breitt yfir sig teppi og sest síðan ofan á sig þar til hann jafnaði sig. „Þau föðmuðu mig til þess að reyna að fá mig til að hætta að skjálfa.“ Crowe segir það ekki bara hafa verið líkamlegt álag sem olli því að hann grét. Hann hafði nýlega fengið fregnir af því að eiginkona hans til ellefu ára vildi skilnað. „Hún sagði mér að hún vildi ekki vera gift mér lengur og að við þyrftum að setjast niður með börnunum okkar og segja þeim það.“ Hann jafnaði sig þó á endanum og ýtti fólkinu ofan af sér. Þegar hann var spurður hvort hann vildi eitthvað bað hann um vínglas. Haldin var sérstök viðhafnarsýning á Noah í Sambíóunum þann 18. mars en hún fer í almennar sýningar hér á landi og í Bandaríkjunum um næstu helgi.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira