Föstudagskvöld í Kænugarði Heimir Már Pétursson í Kænugarði skrifar 21. mars 2014 22:53 Tinnabækurnar, um hinn hreinhjartaða unga blaðamann, voru mér innblástur þegar ég var níu til fimmtán ára og gera auðvitað enn. Ég hef komið víða en aldrei áður hingað til Kiev í Úkraínu. Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn. Viktoria, ung úkraínsk kona sem hefur verið okkur á 365 miðlum innan handar, segir mér að lobbýið hér niðri hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Viktoria segir mér líka að á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu út um glugga á hótelinu, hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll. Glugginn á herberginu mínu er opinn og ég heyri mann halda ræðu í hátalarakerfi núna klukkan rúmlega tíu að kvöldi að staðartíma. Hann talar lágum rómi, ég skil ekki orðin en einhvern veginn skil ég samt hvað hann er að segja. Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig. Mér liður eins og Tinna í Leynivopninu á hóteli í Klow, eða Sprojd eða hvað borgin hét og nú er maðurinn fyrir utan hættur að tala og kona með gjallarhorn hefur tekið við, en samt er allt einhern veginn með ró og spekt. Viktoria var mér algerlega ókunnug þar til fyrir nokkrum klukkustundum. Hún er tæplega þrítug, myndarleg með svart sítt hár. Hún og Julian vinur hennar, sem er á svipuðum aldri, náðu í okkur á flugvöllinn klukkan 18, fyrir fjórum og hálfum tíma. Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu. Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum. Viktoria vinnur hjá fyrirtæki sem dreifir alþjóðlegum kvikmyndum til kvikmyndahúsa í landinu. Hún á ungan son, en ég veit ekki enn hvort hún á eiginmann, kærasta eða kærustu. Við höfum talað svo mikið um byltinguna að hennar einkahagir hafa lítið borist í tal. Julian sagði okkur frá því þegar hann hafði lagt bílnum skammt frá hótelinu og við vorum að ganga síðasta spölin fram hjá ljósmyndum af hinum föllnu, að þegar hann og kærastan hans voru stödd fyrir utan heimili þeirra hinn örlagaríka dag 21. febrúar, hafi þau séð mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim og skotið hann í höfuðið. Og hann sagði okkur hvað kærastan hans varð hrædd.Julian og Viktoria, skammt frá hótelinu.Hér á myndinni sjást þau Julian og Viktoria við blómahaf rétt við hótelið. En ef þið grillið í myndina sjáið þið ljósmynd af konu um fimmtugt sem var skotin til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona,“ hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn. Og nú þegar klukkan er að verða ellefu eru ekki lengur haldnar ræður hér á torginu. Það er föstudagskvöld og plötusnúður hefur ákveðið að nú sé gott fyrir ungt byltingarfólk að dansa og það hreinlega glymur um allt torg hið klassíska diskólag It's Raining Men - og ég get ekki sagt að mér leiðist þessi bylting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Tinnabækurnar, um hinn hreinhjartaða unga blaðamann, voru mér innblástur þegar ég var níu til fimmtán ára og gera auðvitað enn. Ég hef komið víða en aldrei áður hingað til Kiev í Úkraínu. Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn. Viktoria, ung úkraínsk kona sem hefur verið okkur á 365 miðlum innan handar, segir mér að lobbýið hér niðri hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Viktoria segir mér líka að á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu út um glugga á hótelinu, hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll. Glugginn á herberginu mínu er opinn og ég heyri mann halda ræðu í hátalarakerfi núna klukkan rúmlega tíu að kvöldi að staðartíma. Hann talar lágum rómi, ég skil ekki orðin en einhvern veginn skil ég samt hvað hann er að segja. Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig. Mér liður eins og Tinna í Leynivopninu á hóteli í Klow, eða Sprojd eða hvað borgin hét og nú er maðurinn fyrir utan hættur að tala og kona með gjallarhorn hefur tekið við, en samt er allt einhern veginn með ró og spekt. Viktoria var mér algerlega ókunnug þar til fyrir nokkrum klukkustundum. Hún er tæplega þrítug, myndarleg með svart sítt hár. Hún og Julian vinur hennar, sem er á svipuðum aldri, náðu í okkur á flugvöllinn klukkan 18, fyrir fjórum og hálfum tíma. Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu. Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum. Viktoria vinnur hjá fyrirtæki sem dreifir alþjóðlegum kvikmyndum til kvikmyndahúsa í landinu. Hún á ungan son, en ég veit ekki enn hvort hún á eiginmann, kærasta eða kærustu. Við höfum talað svo mikið um byltinguna að hennar einkahagir hafa lítið borist í tal. Julian sagði okkur frá því þegar hann hafði lagt bílnum skammt frá hótelinu og við vorum að ganga síðasta spölin fram hjá ljósmyndum af hinum föllnu, að þegar hann og kærastan hans voru stödd fyrir utan heimili þeirra hinn örlagaríka dag 21. febrúar, hafi þau séð mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim og skotið hann í höfuðið. Og hann sagði okkur hvað kærastan hans varð hrædd.Julian og Viktoria, skammt frá hótelinu.Hér á myndinni sjást þau Julian og Viktoria við blómahaf rétt við hótelið. En ef þið grillið í myndina sjáið þið ljósmynd af konu um fimmtugt sem var skotin til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona,“ hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn. Og nú þegar klukkan er að verða ellefu eru ekki lengur haldnar ræður hér á torginu. Það er föstudagskvöld og plötusnúður hefur ákveðið að nú sé gott fyrir ungt byltingarfólk að dansa og það hreinlega glymur um allt torg hið klassíska diskólag It's Raining Men - og ég get ekki sagt að mér leiðist þessi bylting.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun