Fótbolti

Alberti meinað að spila með U-17 landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Heerenveen
Nafn Alberts Guðmundssonar var ekki að finna þegar Þorlákur Árnason valdi U-17 landslið Íslands fyrir leiki í milliriðli í undankeppni EM.

Albert er á mála hjá Heerenveen í Hollandi en fékk ekki heimild til að taka þátt í verkefninu með íslenska landsliðinu. Þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða er félaginu heimilt að gera það.

„Ég man ekki eftir því að okkur hafi veirð neitað um leikmann í U-17 landsliðið áður,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolti.net í dag.

„Ég átti síðast ítarlegt spjall við framkvæmdarstjóra félagsins í dag. Ég er mjög ósáttur við þessa niðurstöðu en okkar réttur er því miður enginn,“ bætti hann við.

Albert hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu en er byrjaður að æfa með félaginu á nýjan leik.

Birkir Guðmundsson, leikmaður Aftureldingar, hefur verið kallaður í landsliðið í stað Alberts.

Hópurinn:

Markverðir:

Hörður Fannar Björgvinsson, Fram

Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík

Aðrir leikmenn:

Axel Andrésson, Aftureldingu

Birkir Guðmundsson, Aftureldingu

Óttar Magnús Karlsson, Ajax

Viktor Karl Einarsson, AZ Alkmaar

Ernir Bjarnason, Breiðabliki

Ragnar Már Lárusson, Brighton

Pétur Steinn Þorsteinsson, Gróttu

Grétar Snær Gunnarsson, Haukum

Bjarki Viðarsson, KA

Ólafur Hrafn Kjartansson, KA

Anton Freyr Hauksson, Keflavík

Fannar Orri Sævarsson, Keflavík

Darri Sigþórsson, Val

Sindri Scheving, Val

Júlíus Magnússon, Víkingi R

Stefán Bjarni Hjaltested, Víkingi R




Fleiri fréttir

Sjá meira


×