Golf

Ólafur Björn vann mót í Orlando og setti persónulegt met

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Björn vann sitt fyrsta mót á árinu.
Ólafur Björn vann sitt fyrsta mót á árinu. Vísir/GVA
Atvinnukylfingurinn ÓlafurBjörnLoftsson úr Nesklúbbnum vann mót á OGA-mótaröðinni í gær sem haldið var á Ridgewood Lakes-vellinum í Orlando í Bandaríkjunum.

Íslandsmeistarinn frá því 2009 lék hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari og var fimm höggum á undan næsta manni, Colin van Es frá Bandaríkjunum.

Ólafur Björn einpúttaði ellefu sinnum í röð á hringnum en það er persónulegt met hjá honum. Hann var í miklu stuði en aðeins var leikinn einn hringur á mótinu.

„Ég datt í gírinn um miðbik hringsins og fékk 6 fugla á 8 holum. Það vantaði svolítið upp á sveifluna í gær en stutta spilið var alveg magnað,“ segir Ólafur Björn á Facebook síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×