Fótbolti

Dragast Man. United og Chelsea saman í Meistaradeildinni?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto'o skoraði þrennu á móti United fyrr á þessu tímabili.
Samuel Eto'o skoraði þrennu á móti United fyrr á þessu tímabili. Vísir/Getty
Bestu lið Evrópu bíða spennt eftir Meistaradeildardrættinum í dag en þá verður dregið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Drátturinn hefst klukkan ellefu en klukkutíma seinna verður dregið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Tvö ensk lið eru eftir í pottinum í Meistaradeildinni, Manchester United og Chelsea, en þau gætu dregist saman því nú er ekki lengur í gildi reglan um að lið frá sömu þjóð geti ekki lent saman.

Það er líkur á spænskum leik því þrjú spænsk lið verða í pottinum, Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid. Þrjú spænsk lið voru eftir á saman tíma í fyrra en þó var enginn spænskur slagur í átta liða úrslitunum.

Þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spiluðu til úrslita í keppninni í fyrra og gæti lent saman í átta liða úrslitunum í ár.

Áttunda og eina liðið sem getur ekki lent á móti liði frá sama landi er síðan franska liðið Paris St-Germain. PSG lenti á móti Barcelona í átta liða úrslitunum í fyrra.

Barcelona og Real Madrid mætast í El Clasico um helgina og dragist þau saman í átta liða úrslitunum verður þetta "klassískt" vor því framundan er einnig bikarúrslitaleikur liðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×