Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Snæfell 98-76 | Auðvelt hjá KR og staðan 1-0 Tómas Þór Þórðarson í DHL-höllinni skrifar 20. mars 2014 15:57 Vísir/Andri Marinó Deildarmeistarar KR áttu ekki í teljandi vandræðum með að komast í 1-0 í einvíginu sínu gegn Snæfelli í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en KR-ingar unnu 22 stiga sigur á heimavelli, 98-76. Mestur varð munurinn í leiknum 30 stig, 98-68, þegar rúm mínúta var eftir en Snæfellingar skoruðu átta síðustu stigin og löguðu stöðuna aðeins. Eins og lokatölur gefa til kynna voru KR-ingar miklu betra liðið í leiknum. Snæfellingar hengu í KR í fyrri hálfleik en forysta heimamanna eftir fyrsta leikhluta var orðin átta stig. KR-ingar fengu mun auðveldari skot en gestirnir. Flæðið í sókninni var gott og deildarmeistararnir gáfu alltaf þessa auka sendingu sem þurfti til að finna galopinn mann. Það skilaði sér á endanum t.a.m. í þrettán þriggja stiga körfum en KR-ingar voru með 45 prósent nýtingu fyrir utan línuna. Darri Hilmarsson skoraði úr sínum fjórum fyrstu en endaði með fjóra þrista í fimm skotum. Gestirnir úr Hólminum áttu mun erfiðara um vik að finna sér gott skotfæri. Bæði vegna varnarleiks KR en þó aðallega því það vantaði betra samspil. Alltof oft keyrðu gestirnir inn í teiginn og fóru upp í skot með jafnvel tvo menn í sér. Þeir voru svo sannarlega sjálfum sér verstir í kvöld. Munurinn í hálfleik var níu stig, 48-39, og Snæfell inn í leiknum þrátt fyrir að vera töluvert slakara liðið. Heimamenn hefðu getað verið búnir að ganga frá leiknum en ólseigt og margreynt Snæfells-liðið barði frá sér í fyrri hálfleik. Útlitið var orðið slæmt fyrir Snæfell í stöðunni 69-52 í þriðja leikhluta en þá fengu KR-ingar dæmda á sig tæknivillu þegar Helgi Már Magnússon reiddist út í dómarana er ruðningur var dæmdur á Pavel Ermolinskij á miðjum vellinum. Snæfell nýtti vítin og Travis Cohn setti niður þriggja stiga körfu og munurinn allt í einu orðinn átta stig, 69-61. Hann var tíu stig, 73-63, þegar fjórði leikhluti hófst en eftir að Brynjar Þór Björnsson setti niður þrist í byrjun lokafjórðungins litu heimamenn ekki um öxl. Þeir settu meiri kraft í vörnina og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson var farin að hoppa og skoppa á hliðarlínunni, hæstánægður með framlag sinna manna þrátt fyrir örugga forystu. Það voru eðlilega ekki margir sem spáðu Snæfelli velgengni í þessari rimmu enda við ofurefli að etja. Þeir geta þó miklu betur en í kvöld. Varnarleikurinn var slakur en bæði fengu KR-ingar auðveld skot eins og áður segir og þá var hægt að keyra auðveldlega í gegnum miðjuna hjá þeim. KR virtist hafa afskaplega lítið fyrir sigrinum í kvöld og ekki klára leikinn nema í svona þriðja gír. Þrátt fyrir það náðu heimamenn í 130 framlagsstig á móti 86 hjá Snæfelli. Það var víða pottur brotinn hjá gestunum í kvöld. Þeir hafa margt að ræða í rútunni á leiðinni heim. Heimamenn fengu framlag úr öllum áttum. Martin Hermannsson var stigahæstur með 23 stig og þeir Darri Hilmarsson og Helgi Már Magnússon skoruðu 16 stig. Pavel Ermolinskij var þremur stigum frá áttundu þrennu vetrarins en hann skoraði 7 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar.Demond Watt bætti við 12 stigum og Brynjar Þór Björnsson 9 stigum en hjá Snæfelli virtust Travis Cohn (21 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar) og Sigurður Þorvaldsson (19 stig, 4 fráköst) einu mennirnir með lífsmarki. Ef Snæfellingar vilja meina þeir eiga meira inni eftir deildarkeppnina þurfa þeir að sýna það á heimavelli á sunnudaginn. Annars fer illa og KR verður með sópinn á lofti í DHL-höllinni eftir slétta viku.Vísir/Andri MarinóMartin: Getur hver sem er hitt í þessu liði "Þetta gekk upp eins og við vildum," sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður KR í kvöld, við Vísi eftir leikinn. Hann var sáttur með sigurinn en ekki nógu sáttur með sína menn til að byrja með í leiknum. "Mér fannst við andlausir til að byrja með. Menn voru ósáttir við sjálfa sig og mönnum fannst þeir eiga geta betur. Svo small þetta allt saman og við fórum að hitta úr skotum og spila betri vörn," sagði Martin. KR-ingar fengu fullt af galopnum skotum í sókninni en Martin var ánægður með sóknarleikinn. "Mér fannst við dreifa boltanum vel og gefa þessa auka sendingu sem gefur okkur galopin skot. Þegar það gerist erum við góðir því það getur hver sem er hitt í þessu liði," sagði Martin. Þrátt fyrir að vera með örugga forystu í seinni hálfleik gáfu KR-ingar ekkert eftir í leiknum og bættu í vörnina í fjórða leikhluta. "Við höfum talað um það þegar við komumst svona 20-25 stigum yfir þá erum við alltof oft að gefa eftir. Við vorum staðráðnir í að gera það ekki í kvöld, ekki í úrslitakeppninni. Maður slakar ekki á í úrslitakeppninni," sagði Martin en KR-ingar stefna á að sópa Snæfelli í sumarfrí. "Það er stefnan en Snæfellingar koma dýrvitlausir í næsta leik. Þeir eiga leikmenn inni og við vitum alveg hvað þeir geta," sagði Martin Hermannsson.Vísir/Andri MarinóSigurður: Verðum að gera hlutina inn á vellinum "Þetta var dapurt allan leikinn," sagði svekktur Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells, við Vísi eftir tapið gegn KR í kvöld. "Fyrri hálfleikur var skömminni skárri hjá okkur en við vorum samt að gera feila sem við ætluðum okkur ekki að gera. Mér fannst KR-ingarnir ekki nýta mistökin okkar nógu vel einu sinni. Þeir gátu bara labbað inn miðjuna hjá okkur. Martin rölti nokkrum sinnum í gegn. Þetta ætluðum við ekki að gera." Snæfell hélt í við KR framan af leik en í fjórða leikhlutanum stakk KR endanlega af og vann 22 stiga sigur. "Við sprungum bara í fjórða leikhlutanum. Vörnin var léleg og sóknin algjört einstaklingsframtak. Við vorum ekki að gera neitt saman, hvoki í vörn né sókn. Nú erum við 1-0 undir og KR ekki búið að tapa nema einum leik í deildinni. Það er undir okkur komið að sýna að þeir eru ekki ósigrandi," sagði Sigurður. Hann hefur fulla trú á að sýnir menn geti gefið KR alvöru leik á sunnudaginn þegar liðin mætast öðru sinni. "Við erum búnir að vera lengur en tvævetur í þessu þannig ég hef fulla trú á liðinu. En það er undir okkur komið að sýna það. Það þýðir ekkert að vera svaka töffari í einhverjum viðtali eða í hálfleik eða í leikhléum. Við þurfum að fara inn á völlinn og sýna að við getum gert hlutina," sagði Sigurður Þorvaldsson.Vísir/Andri MarinóTölfræði leiksins:KR-Snæfell 98-76 (26-18, 22-21, 25-24, 25-13)KR: Martin Hermannsson 23/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 16, Helgi Már Magnússon 16/7 fráköst, Demond Watt Jr. 12/9 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 11/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/13 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 3, Jón Orri Kristjánsson 1/4 fráköst.Snæfell: Travis Cohn III 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 19/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 10/3 varin skot, Stefán Karel Torfason 5/4 fráköst/3 varin skot, Snjólfur Björnsson 5, Finnur Atli Magnússon 4/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 3, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Kristján Pétur Andrésson 2. Leiklýsingin:LEIK LOKIÐ | 98-76 | Stórsigur KR í höfn og deildarmeistararnir með 1-0 forystu í einvíginu. Næst mætast liðin í Hólminum á sunnudaginn.39.mín | 98-68 | Demond Watt með iðnaðartroðslu og munurinn 30 stig.37. mín | 90-67 | Þetta er aðeins spurning um hversu stór sigurinn verður. Pavel er kominn aftur inn á hjá KR.35. mín | 86-63 | Helgi Már Magnússon skorar þriðju þriggja stiga körfuna sína fyrir KR. Munurinn 23 stig og rétt rúmar fimm mínútur eftir.33. mín | 82-63 | Óíþróttamannsleg villa dæmd á Finn Atla sem brýtur á Martin. Hann setur niður tvö vítaskot og KR fær boltann aftur. Martin skorar tvö stig til viðbótar og munurinn orðinn 19 stig. KR er að spila svakalega sterka vörn núna.31. mín | 78-63 | Brynjar Þór Björnsson skorar fyrstu stig fjórða leikhluta fyrir utan þriggja stiga línuna og Magni bætir við tveimur til viðbótar. Ruðningur dæmdur svo á Jón Ólaf og Snæfellingar ósáttir.Þriðja leikhluta lokið|73-63 | Martin skorar síðustu stig þriðja leikhlutans af vítalínunni. Munurinn tíu stig fyrir lokafjórðunginn. Lítur aðeins betur út núna fyrir Snæfell en rétt áðan. Pavel er kominn með 10 fráköst og 12 stoðsendingar en vantar þrjú stig upp á þrennuna. Hann var tekinn af velli undir lok þriðja leikhluta þegar hann fékk sína fjórðu villu fyrir að tuða í dómaranum. Pavel á ekkert inni hjá þeim virðist vera.30. mín | 71-61 | Pavel brennir af tveimur vítaskotum en KR-ingar taka frákastið. Magni skorar af harðfylgi undir körfunni en brennir af vítaskotinu sem hann fær að auki.29. mín | 69-61 | Ruðningur dæmdur á Pavel á miðjum vellinum í hraðaupphlaupi þegar frekar augljóslega virtist brotið á honum. Helgi Már bilast og fær á sig tæknivillu. Siggi Þorvalds skorar úr vítunum og Travis setur niður þrist. Allt í einu er munurinn átta stig.27. mín | 69-52 | Munurinn orðinn 17 stig og Ingi Þór tekur leikhlé. Það þarf eitthvað mikið að gerast ef Snæfell á að vinna þennan leik. KR-ingar spila sterka vörn og finna galopna menn skipti eftir skipti í sókninni.26. mín | 64-50 | Nú sullar Martin niður þriggja stiga körfu fyrir KR. Pavel skoraði rétt áðan og vantar nú þrjú stig og þrjú fráköst til að ná þrennu í kvöld. Fjórtán stiga munur. KR er að stinga af.24. mín | 58-48 | Darri Hilmarsson skorar fjórða þristinn sinn úr fjórðu tilrauninni. Það er 100 prósent nýting, takk fyrir.24. mín | 55-46 | Jón Ólafur sýnir skemmtilega takta undir körfunni og skorar af harðfylgi með tvo menn í sér en Martin svarar fyrir KR með einföldu sniðskoti. Heimamenn þurfa hafa svo miklu minna fyrir þessu. En Travis Cohn skorar fyrir Snæfell og fær vítaskot sem hann nýtir.21. mín | 51-39 | Seinni hálfleikur hafinn og Martin Hermansson byrjar hann á þriggja stiga körfu.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Darri Hilmarsson, KR, og Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli, eru stigahæstir á vellinum með 11 stig. Darri er búinn að skora þrjár þriggja stiga körfur úr þremur skotum. Travis Cohn er með 7 stig og 6 fráköst fyrir Snæfell en Martin Hermannsson 9 stig fyrir KR. Pavel er nú þegar kominn með 10 fráköst en þarf fjögur fráköst til viðbótar og átta stig til að ná þriðju þrennunni í röð gegn Snæfelli og sinni áttundu á tímabilinu. KR er með 63 prósent hittni í teignum og 42 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna en Snæfell með 45 prósent í teignum og 30 prósent fyrir utan. Snæfell er að vinna frákastabaráttuna, 22-20.Hálfleikur | 48-39 | Jón Ólafur Jónsson skorar síðustu körfuna í fyrri hálfleik og minnkar muninn í níu stig. KR-ingar verið betri í þessum fyrri hálfleik. Gestirnir hanga í deildarmeisturunum en þeir þurfa bæta sinn leik nokkuð í seinni hálfleik ætli þeir að vinna óvæntan sigur.19. mín | 48-37 | Pavel rífur niður sjötta frákastið sitt í leiknum og gefur boltann yfir allan völlinn á Darra sem skorar og fær víti. Tíunda stoðsending Pavels komin í hús.19. mín | 44-37 | Pavel leikur listir sínar í teignum og gefur hann svo út á Darra sem neglir niður þriggja stiga körfu en Jón Ólafur svarar með körfu fyrir Snæfell. Darri var dauðafrír eins og KR-ingar eru alltaf fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta verða gestirnir að laga.17. mín | 41-35 | Nonni Mæju setur niður langan tvist og Ingi Þór tekur leikhlé um leið. Tvær körfur í röð frá Snæfelli.16. mín | 41-31 | Demond Watt treður yfir Pálma Frey sem reyndi ekkert að verjast heldur beygði sig bara undir Bandaríkjamanninn. Tíu stiga munur. KR-ingar eiga mun auðveldara með að finna sér skot og skora. Allt afskaplega erfitt allt saman í sókninni hjá Snæfelli.14. mín | 35-27 | Siggi Þorvalds setur niður flottan þrist fyrir Snæfell með mann í andlitinu á sér en Brynjar Þór Björnsson svarar fyrir KR með galopnum þristi og Helgi Már bætir við öðrum, einnig galopinn.12. mín | 26-20 | Tekur menn eina og hálfa mínútu að skora í öðrum leikhluta. Sigurður Þorvaldsson setur niður tvö vítaskot og munurinn fjögur stig.Fyrsta leikluta lokið | 26-18 | Helgi Már Magnússon skorar síðustu körfu fyrsta leikhluta og fær tækifæri til að negla niður galopnum þristi á síðustu sekúndunni en hittir ekki. KR-ingar hafa frumkvæðið í þessum leik. Martin er stigahæstur með níu stig.9. mín | 24-18 | Snjólfur Björnsson og Stefán Karel Torfason koma inn af bekknum hjá Snæfelli og skora sitthvora körfuna.8. mín | 21-14 | Pavel hirðir frákast og gefur boltann á Martin sem veður að körfunni, skorar og fær vítaskot sem hann nýtir. Fyrstu skiptingar leiksins eru gerðar.6. mín | 16-7 | Annar þristur frá Darra en gestunum gengur illa að skora núna. Demond Watt bætir við stigum eftir sendingu Pavels.5. mín | 11-7 | Snæfellingar eru að velja svolítið erfið skot. Þeim er refsað með tveimur hraðaupphlaupskörfum. Inga Þór líst ekkert á þetta og tekur leikhlé.4. mín | 7-7| Martin Hermannsson skorar tvær körfur í röð með laglegum sniðskotum en Travis setur niður þrist fyrir Snæfell og Jón Ólafur bætir við körfu.2. mín | 3-0 | Eftir nokkrar misheppnaðar sóknir beggja liða opnar Darri stigaskorunina á þristi fyrir KR.1. mín | 0-0 | Leikurinn er hafin og þar með úrslitakeppnin 2014! Góða skemmtun!Fyrir leik: Dómarar leiksins eru þeir Jón Bender, Ísak Ernir Kristinsson og skólastjórinn Leifur Sigfinnur Garðarsson.Fyrir leik: Travis Cohn hinn þriðji, Pálmi Sigurgeirsson, Sveinn Arnar Davíðsson, Sigurður Þorvaldsson og Jón Ólafur "Nonni Mæju" Jónsson byrja hjá Snæfelli. Ekkert sem kemur á óvart þar. Nú hefst leikmannakynningin. Leikurinn er handan við hornið.Fyrir leik: Tíu mínútur í leik og kofinn að fyllast. KR-ingar mæta út á parketið aftur í lokaupphitun og fá milt klapp frá áhorfendum. Byrjunarlið heimamanna er klárt. Pavel Ermolinskij, Martin Hermannsson, Darri Hilmarsson, Demond Watt og Helgi Már Magnússon byrja leikinn. Magni Hafsteinsson og Brynjar Þór Björnsson koma síðan inn af bekknum. Verulega sterkur sjö manna kjarni.Fyrir leik: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er núna í viðtali hjá KR-TV. Ingi Þór á svo sannarlega góðar minningar úr þessu húsi. Hann er auðvitað KR-ingur og var aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Grindavík í magnaðri úrslitarimmu árið 2009. Árið eftir mætti hann svo aftur í DHL-höllina í undanúrslitum, þá orðinn þjálfari Snæfells, og vann KR í oddaleik. Snæfell fór alla leið í úrslit og varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir sigur á Keflavík í fimm leikja rimmu.Fyrir leik: KR-TV er með glæsilega útsendingu frá leiknum eins og alltaf. Fyrir leik fengu þeir herramenn hingað upp í blaðamannastúku Finn Frey, þjálfara KR, Brynjar Þór Björnsson, leikmann KR, og Pálma Frey Sigurgeirsson, leikmann Snæfells, í viðtöl. Blaðamaður hleraði viðtölin og verður ekki annað sagt en menn hafi gert heiðarlega tilraun til Íslandsmets í klisjum. Brynjar Þór sagði KR-inga þó stefna á að klára þetta í þremur leikjum.Fyrir leik: Báðir erlendu leikmenn liðanna komu til þeirra eftir áramót og spiluðu því ekki alla deildakeppnina. Travis Cohn hinn þriðji, leikstjórnandi Snæfells, spilaði alla ellefu leikina eftir áramót og skoraði 24,2 stig og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Demond Watt yngri, leikmaður KR, spilaði sjö leiki í Dominos-deildinni og skoraði í þeim 13,4 stig og tók 11,3 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilar þrist eða fjarka fyrir vesturbæinga.Fyrir leik: Liðin eru fyrir nokkru mætt út á parketið og byrjuð að hita upp. Það var verið að byrja hleypa áhorfendum inn í salinn. Úrslitakeppnin er svo sannarlega byrjuð því það var fyrir löngu komin myndarleg biðröð fólks sem vildi komast inn. Á meðal fyrstu manna inn er Baldur Ólafsson, fyrrverandi miðherji KR og lögreglumaður. Þá er Grímur "Iceland Airwaves" Atlason einnig mættur í húsið.Fyrir leik: Bræður munu berjast hér í kvöld en Finnur Atli Magnússon, leikmaður Snæfells, og Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, eru bræður. Báðir eru miklir KR-ingar en Finnur ákvað að söðla um fyrir tímabilið og spila í Stykkishólmi. Þegar liðin mættust hér í DHL-höllinni síðast skoraði Helgi Már 8 stig fyrir KR og tók 3 fráköst en Finnur Atli skoraði 2 stig fyrir Snæfell og tók 7 fráköst. Báðir eru stórir og sterkir strákar. Finnur varð Íslandsmeistari með KR 2011 og Helgi Már varð meistari 2009.Fyrir leik: KR vann báða leiki liðanna í Dominos-deildinni. Þann fyrri vann KR í Stykkishólmi, 99-84, þar sem Pavel náði magnaðri þrennu er hann skoraði 20 stig, tók 22 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Kristján Pétur Andrésson skoraði mest fyrir Snæfell í þeim leik eða 20 stig. Seinni leikinn hér í DHL-höllinni vann KR, 99-83, og þar náði Pavel aftur þrennu með 28 stigum, 11 fráköstum og 12 stoðsendingum. Honum líður vel á móti Snæfelli.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, hefur einnig verið í því að setja met á tímabilinu en hann setti nýtt met í þrennum. Þessi magnaði körfuboltamaður náði sjö þreföldum tvennum á tímabilinu en hann hefur verið að ná þrennum að meðaltali í hverjum leik að undanförnu.Fyrir leik: Eins og staða liðanna sýnir áttu þau ólíku gengi að fagna í deildarkeppninni. KR vann 21 leik af 22 og með því setti Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari liðsins, nýtt met sem þjálfari á fyrsta ári. Snæfell vann aftur á móti átta leiki af þrettán og slefaði inn í úrslitakeppnina á betri árangri í innbyrðis viðureignum sínum gegn ÍR.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr DHL-höllinni í vesturbæ Reykjavíkur þar sem deildarmeistarar KR (1) taka á móti Snæfelli (8) í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í undanúrslit Íslandsmótsins. Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Deildarmeistarar KR áttu ekki í teljandi vandræðum með að komast í 1-0 í einvíginu sínu gegn Snæfelli í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en KR-ingar unnu 22 stiga sigur á heimavelli, 98-76. Mestur varð munurinn í leiknum 30 stig, 98-68, þegar rúm mínúta var eftir en Snæfellingar skoruðu átta síðustu stigin og löguðu stöðuna aðeins. Eins og lokatölur gefa til kynna voru KR-ingar miklu betra liðið í leiknum. Snæfellingar hengu í KR í fyrri hálfleik en forysta heimamanna eftir fyrsta leikhluta var orðin átta stig. KR-ingar fengu mun auðveldari skot en gestirnir. Flæðið í sókninni var gott og deildarmeistararnir gáfu alltaf þessa auka sendingu sem þurfti til að finna galopinn mann. Það skilaði sér á endanum t.a.m. í þrettán þriggja stiga körfum en KR-ingar voru með 45 prósent nýtingu fyrir utan línuna. Darri Hilmarsson skoraði úr sínum fjórum fyrstu en endaði með fjóra þrista í fimm skotum. Gestirnir úr Hólminum áttu mun erfiðara um vik að finna sér gott skotfæri. Bæði vegna varnarleiks KR en þó aðallega því það vantaði betra samspil. Alltof oft keyrðu gestirnir inn í teiginn og fóru upp í skot með jafnvel tvo menn í sér. Þeir voru svo sannarlega sjálfum sér verstir í kvöld. Munurinn í hálfleik var níu stig, 48-39, og Snæfell inn í leiknum þrátt fyrir að vera töluvert slakara liðið. Heimamenn hefðu getað verið búnir að ganga frá leiknum en ólseigt og margreynt Snæfells-liðið barði frá sér í fyrri hálfleik. Útlitið var orðið slæmt fyrir Snæfell í stöðunni 69-52 í þriðja leikhluta en þá fengu KR-ingar dæmda á sig tæknivillu þegar Helgi Már Magnússon reiddist út í dómarana er ruðningur var dæmdur á Pavel Ermolinskij á miðjum vellinum. Snæfell nýtti vítin og Travis Cohn setti niður þriggja stiga körfu og munurinn allt í einu orðinn átta stig, 69-61. Hann var tíu stig, 73-63, þegar fjórði leikhluti hófst en eftir að Brynjar Þór Björnsson setti niður þrist í byrjun lokafjórðungins litu heimamenn ekki um öxl. Þeir settu meiri kraft í vörnina og þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson var farin að hoppa og skoppa á hliðarlínunni, hæstánægður með framlag sinna manna þrátt fyrir örugga forystu. Það voru eðlilega ekki margir sem spáðu Snæfelli velgengni í þessari rimmu enda við ofurefli að etja. Þeir geta þó miklu betur en í kvöld. Varnarleikurinn var slakur en bæði fengu KR-ingar auðveld skot eins og áður segir og þá var hægt að keyra auðveldlega í gegnum miðjuna hjá þeim. KR virtist hafa afskaplega lítið fyrir sigrinum í kvöld og ekki klára leikinn nema í svona þriðja gír. Þrátt fyrir það náðu heimamenn í 130 framlagsstig á móti 86 hjá Snæfelli. Það var víða pottur brotinn hjá gestunum í kvöld. Þeir hafa margt að ræða í rútunni á leiðinni heim. Heimamenn fengu framlag úr öllum áttum. Martin Hermannsson var stigahæstur með 23 stig og þeir Darri Hilmarsson og Helgi Már Magnússon skoruðu 16 stig. Pavel Ermolinskij var þremur stigum frá áttundu þrennu vetrarins en hann skoraði 7 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar.Demond Watt bætti við 12 stigum og Brynjar Þór Björnsson 9 stigum en hjá Snæfelli virtust Travis Cohn (21 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar) og Sigurður Þorvaldsson (19 stig, 4 fráköst) einu mennirnir með lífsmarki. Ef Snæfellingar vilja meina þeir eiga meira inni eftir deildarkeppnina þurfa þeir að sýna það á heimavelli á sunnudaginn. Annars fer illa og KR verður með sópinn á lofti í DHL-höllinni eftir slétta viku.Vísir/Andri MarinóMartin: Getur hver sem er hitt í þessu liði "Þetta gekk upp eins og við vildum," sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður KR í kvöld, við Vísi eftir leikinn. Hann var sáttur með sigurinn en ekki nógu sáttur með sína menn til að byrja með í leiknum. "Mér fannst við andlausir til að byrja með. Menn voru ósáttir við sjálfa sig og mönnum fannst þeir eiga geta betur. Svo small þetta allt saman og við fórum að hitta úr skotum og spila betri vörn," sagði Martin. KR-ingar fengu fullt af galopnum skotum í sókninni en Martin var ánægður með sóknarleikinn. "Mér fannst við dreifa boltanum vel og gefa þessa auka sendingu sem gefur okkur galopin skot. Þegar það gerist erum við góðir því það getur hver sem er hitt í þessu liði," sagði Martin. Þrátt fyrir að vera með örugga forystu í seinni hálfleik gáfu KR-ingar ekkert eftir í leiknum og bættu í vörnina í fjórða leikhluta. "Við höfum talað um það þegar við komumst svona 20-25 stigum yfir þá erum við alltof oft að gefa eftir. Við vorum staðráðnir í að gera það ekki í kvöld, ekki í úrslitakeppninni. Maður slakar ekki á í úrslitakeppninni," sagði Martin en KR-ingar stefna á að sópa Snæfelli í sumarfrí. "Það er stefnan en Snæfellingar koma dýrvitlausir í næsta leik. Þeir eiga leikmenn inni og við vitum alveg hvað þeir geta," sagði Martin Hermannsson.Vísir/Andri MarinóSigurður: Verðum að gera hlutina inn á vellinum "Þetta var dapurt allan leikinn," sagði svekktur Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells, við Vísi eftir tapið gegn KR í kvöld. "Fyrri hálfleikur var skömminni skárri hjá okkur en við vorum samt að gera feila sem við ætluðum okkur ekki að gera. Mér fannst KR-ingarnir ekki nýta mistökin okkar nógu vel einu sinni. Þeir gátu bara labbað inn miðjuna hjá okkur. Martin rölti nokkrum sinnum í gegn. Þetta ætluðum við ekki að gera." Snæfell hélt í við KR framan af leik en í fjórða leikhlutanum stakk KR endanlega af og vann 22 stiga sigur. "Við sprungum bara í fjórða leikhlutanum. Vörnin var léleg og sóknin algjört einstaklingsframtak. Við vorum ekki að gera neitt saman, hvoki í vörn né sókn. Nú erum við 1-0 undir og KR ekki búið að tapa nema einum leik í deildinni. Það er undir okkur komið að sýna að þeir eru ekki ósigrandi," sagði Sigurður. Hann hefur fulla trú á að sýnir menn geti gefið KR alvöru leik á sunnudaginn þegar liðin mætast öðru sinni. "Við erum búnir að vera lengur en tvævetur í þessu þannig ég hef fulla trú á liðinu. En það er undir okkur komið að sýna það. Það þýðir ekkert að vera svaka töffari í einhverjum viðtali eða í hálfleik eða í leikhléum. Við þurfum að fara inn á völlinn og sýna að við getum gert hlutina," sagði Sigurður Þorvaldsson.Vísir/Andri MarinóTölfræði leiksins:KR-Snæfell 98-76 (26-18, 22-21, 25-24, 25-13)KR: Martin Hermannsson 23/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 16, Helgi Már Magnússon 16/7 fráköst, Demond Watt Jr. 12/9 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 11/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/13 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 3, Jón Orri Kristjánsson 1/4 fráköst.Snæfell: Travis Cohn III 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 19/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 10/3 varin skot, Stefán Karel Torfason 5/4 fráköst/3 varin skot, Snjólfur Björnsson 5, Finnur Atli Magnússon 4/9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 3, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Kristján Pétur Andrésson 2. Leiklýsingin:LEIK LOKIÐ | 98-76 | Stórsigur KR í höfn og deildarmeistararnir með 1-0 forystu í einvíginu. Næst mætast liðin í Hólminum á sunnudaginn.39.mín | 98-68 | Demond Watt með iðnaðartroðslu og munurinn 30 stig.37. mín | 90-67 | Þetta er aðeins spurning um hversu stór sigurinn verður. Pavel er kominn aftur inn á hjá KR.35. mín | 86-63 | Helgi Már Magnússon skorar þriðju þriggja stiga körfuna sína fyrir KR. Munurinn 23 stig og rétt rúmar fimm mínútur eftir.33. mín | 82-63 | Óíþróttamannsleg villa dæmd á Finn Atla sem brýtur á Martin. Hann setur niður tvö vítaskot og KR fær boltann aftur. Martin skorar tvö stig til viðbótar og munurinn orðinn 19 stig. KR er að spila svakalega sterka vörn núna.31. mín | 78-63 | Brynjar Þór Björnsson skorar fyrstu stig fjórða leikhluta fyrir utan þriggja stiga línuna og Magni bætir við tveimur til viðbótar. Ruðningur dæmdur svo á Jón Ólaf og Snæfellingar ósáttir.Þriðja leikhluta lokið|73-63 | Martin skorar síðustu stig þriðja leikhlutans af vítalínunni. Munurinn tíu stig fyrir lokafjórðunginn. Lítur aðeins betur út núna fyrir Snæfell en rétt áðan. Pavel er kominn með 10 fráköst og 12 stoðsendingar en vantar þrjú stig upp á þrennuna. Hann var tekinn af velli undir lok þriðja leikhluta þegar hann fékk sína fjórðu villu fyrir að tuða í dómaranum. Pavel á ekkert inni hjá þeim virðist vera.30. mín | 71-61 | Pavel brennir af tveimur vítaskotum en KR-ingar taka frákastið. Magni skorar af harðfylgi undir körfunni en brennir af vítaskotinu sem hann fær að auki.29. mín | 69-61 | Ruðningur dæmdur á Pavel á miðjum vellinum í hraðaupphlaupi þegar frekar augljóslega virtist brotið á honum. Helgi Már bilast og fær á sig tæknivillu. Siggi Þorvalds skorar úr vítunum og Travis setur niður þrist. Allt í einu er munurinn átta stig.27. mín | 69-52 | Munurinn orðinn 17 stig og Ingi Þór tekur leikhlé. Það þarf eitthvað mikið að gerast ef Snæfell á að vinna þennan leik. KR-ingar spila sterka vörn og finna galopna menn skipti eftir skipti í sókninni.26. mín | 64-50 | Nú sullar Martin niður þriggja stiga körfu fyrir KR. Pavel skoraði rétt áðan og vantar nú þrjú stig og þrjú fráköst til að ná þrennu í kvöld. Fjórtán stiga munur. KR er að stinga af.24. mín | 58-48 | Darri Hilmarsson skorar fjórða þristinn sinn úr fjórðu tilrauninni. Það er 100 prósent nýting, takk fyrir.24. mín | 55-46 | Jón Ólafur sýnir skemmtilega takta undir körfunni og skorar af harðfylgi með tvo menn í sér en Martin svarar fyrir KR með einföldu sniðskoti. Heimamenn þurfa hafa svo miklu minna fyrir þessu. En Travis Cohn skorar fyrir Snæfell og fær vítaskot sem hann nýtir.21. mín | 51-39 | Seinni hálfleikur hafinn og Martin Hermansson byrjar hann á þriggja stiga körfu.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Darri Hilmarsson, KR, og Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli, eru stigahæstir á vellinum með 11 stig. Darri er búinn að skora þrjár þriggja stiga körfur úr þremur skotum. Travis Cohn er með 7 stig og 6 fráköst fyrir Snæfell en Martin Hermannsson 9 stig fyrir KR. Pavel er nú þegar kominn með 10 fráköst en þarf fjögur fráköst til viðbótar og átta stig til að ná þriðju þrennunni í röð gegn Snæfelli og sinni áttundu á tímabilinu. KR er með 63 prósent hittni í teignum og 42 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna en Snæfell með 45 prósent í teignum og 30 prósent fyrir utan. Snæfell er að vinna frákastabaráttuna, 22-20.Hálfleikur | 48-39 | Jón Ólafur Jónsson skorar síðustu körfuna í fyrri hálfleik og minnkar muninn í níu stig. KR-ingar verið betri í þessum fyrri hálfleik. Gestirnir hanga í deildarmeisturunum en þeir þurfa bæta sinn leik nokkuð í seinni hálfleik ætli þeir að vinna óvæntan sigur.19. mín | 48-37 | Pavel rífur niður sjötta frákastið sitt í leiknum og gefur boltann yfir allan völlinn á Darra sem skorar og fær víti. Tíunda stoðsending Pavels komin í hús.19. mín | 44-37 | Pavel leikur listir sínar í teignum og gefur hann svo út á Darra sem neglir niður þriggja stiga körfu en Jón Ólafur svarar með körfu fyrir Snæfell. Darri var dauðafrír eins og KR-ingar eru alltaf fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta verða gestirnir að laga.17. mín | 41-35 | Nonni Mæju setur niður langan tvist og Ingi Þór tekur leikhlé um leið. Tvær körfur í röð frá Snæfelli.16. mín | 41-31 | Demond Watt treður yfir Pálma Frey sem reyndi ekkert að verjast heldur beygði sig bara undir Bandaríkjamanninn. Tíu stiga munur. KR-ingar eiga mun auðveldara með að finna sér skot og skora. Allt afskaplega erfitt allt saman í sókninni hjá Snæfelli.14. mín | 35-27 | Siggi Þorvalds setur niður flottan þrist fyrir Snæfell með mann í andlitinu á sér en Brynjar Þór Björnsson svarar fyrir KR með galopnum þristi og Helgi Már bætir við öðrum, einnig galopinn.12. mín | 26-20 | Tekur menn eina og hálfa mínútu að skora í öðrum leikhluta. Sigurður Þorvaldsson setur niður tvö vítaskot og munurinn fjögur stig.Fyrsta leikluta lokið | 26-18 | Helgi Már Magnússon skorar síðustu körfu fyrsta leikhluta og fær tækifæri til að negla niður galopnum þristi á síðustu sekúndunni en hittir ekki. KR-ingar hafa frumkvæðið í þessum leik. Martin er stigahæstur með níu stig.9. mín | 24-18 | Snjólfur Björnsson og Stefán Karel Torfason koma inn af bekknum hjá Snæfelli og skora sitthvora körfuna.8. mín | 21-14 | Pavel hirðir frákast og gefur boltann á Martin sem veður að körfunni, skorar og fær vítaskot sem hann nýtir. Fyrstu skiptingar leiksins eru gerðar.6. mín | 16-7 | Annar þristur frá Darra en gestunum gengur illa að skora núna. Demond Watt bætir við stigum eftir sendingu Pavels.5. mín | 11-7 | Snæfellingar eru að velja svolítið erfið skot. Þeim er refsað með tveimur hraðaupphlaupskörfum. Inga Þór líst ekkert á þetta og tekur leikhlé.4. mín | 7-7| Martin Hermannsson skorar tvær körfur í röð með laglegum sniðskotum en Travis setur niður þrist fyrir Snæfell og Jón Ólafur bætir við körfu.2. mín | 3-0 | Eftir nokkrar misheppnaðar sóknir beggja liða opnar Darri stigaskorunina á þristi fyrir KR.1. mín | 0-0 | Leikurinn er hafin og þar með úrslitakeppnin 2014! Góða skemmtun!Fyrir leik: Dómarar leiksins eru þeir Jón Bender, Ísak Ernir Kristinsson og skólastjórinn Leifur Sigfinnur Garðarsson.Fyrir leik: Travis Cohn hinn þriðji, Pálmi Sigurgeirsson, Sveinn Arnar Davíðsson, Sigurður Þorvaldsson og Jón Ólafur "Nonni Mæju" Jónsson byrja hjá Snæfelli. Ekkert sem kemur á óvart þar. Nú hefst leikmannakynningin. Leikurinn er handan við hornið.Fyrir leik: Tíu mínútur í leik og kofinn að fyllast. KR-ingar mæta út á parketið aftur í lokaupphitun og fá milt klapp frá áhorfendum. Byrjunarlið heimamanna er klárt. Pavel Ermolinskij, Martin Hermannsson, Darri Hilmarsson, Demond Watt og Helgi Már Magnússon byrja leikinn. Magni Hafsteinsson og Brynjar Þór Björnsson koma síðan inn af bekknum. Verulega sterkur sjö manna kjarni.Fyrir leik: Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er núna í viðtali hjá KR-TV. Ingi Þór á svo sannarlega góðar minningar úr þessu húsi. Hann er auðvitað KR-ingur og var aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Grindavík í magnaðri úrslitarimmu árið 2009. Árið eftir mætti hann svo aftur í DHL-höllina í undanúrslitum, þá orðinn þjálfari Snæfells, og vann KR í oddaleik. Snæfell fór alla leið í úrslit og varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir sigur á Keflavík í fimm leikja rimmu.Fyrir leik: KR-TV er með glæsilega útsendingu frá leiknum eins og alltaf. Fyrir leik fengu þeir herramenn hingað upp í blaðamannastúku Finn Frey, þjálfara KR, Brynjar Þór Björnsson, leikmann KR, og Pálma Frey Sigurgeirsson, leikmann Snæfells, í viðtöl. Blaðamaður hleraði viðtölin og verður ekki annað sagt en menn hafi gert heiðarlega tilraun til Íslandsmets í klisjum. Brynjar Þór sagði KR-inga þó stefna á að klára þetta í þremur leikjum.Fyrir leik: Báðir erlendu leikmenn liðanna komu til þeirra eftir áramót og spiluðu því ekki alla deildakeppnina. Travis Cohn hinn þriðji, leikstjórnandi Snæfells, spilaði alla ellefu leikina eftir áramót og skoraði 24,2 stig og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Demond Watt yngri, leikmaður KR, spilaði sjö leiki í Dominos-deildinni og skoraði í þeim 13,4 stig og tók 11,3 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilar þrist eða fjarka fyrir vesturbæinga.Fyrir leik: Liðin eru fyrir nokkru mætt út á parketið og byrjuð að hita upp. Það var verið að byrja hleypa áhorfendum inn í salinn. Úrslitakeppnin er svo sannarlega byrjuð því það var fyrir löngu komin myndarleg biðröð fólks sem vildi komast inn. Á meðal fyrstu manna inn er Baldur Ólafsson, fyrrverandi miðherji KR og lögreglumaður. Þá er Grímur "Iceland Airwaves" Atlason einnig mættur í húsið.Fyrir leik: Bræður munu berjast hér í kvöld en Finnur Atli Magnússon, leikmaður Snæfells, og Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, eru bræður. Báðir eru miklir KR-ingar en Finnur ákvað að söðla um fyrir tímabilið og spila í Stykkishólmi. Þegar liðin mættust hér í DHL-höllinni síðast skoraði Helgi Már 8 stig fyrir KR og tók 3 fráköst en Finnur Atli skoraði 2 stig fyrir Snæfell og tók 7 fráköst. Báðir eru stórir og sterkir strákar. Finnur varð Íslandsmeistari með KR 2011 og Helgi Már varð meistari 2009.Fyrir leik: KR vann báða leiki liðanna í Dominos-deildinni. Þann fyrri vann KR í Stykkishólmi, 99-84, þar sem Pavel náði magnaðri þrennu er hann skoraði 20 stig, tók 22 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Kristján Pétur Andrésson skoraði mest fyrir Snæfell í þeim leik eða 20 stig. Seinni leikinn hér í DHL-höllinni vann KR, 99-83, og þar náði Pavel aftur þrennu með 28 stigum, 11 fráköstum og 12 stoðsendingum. Honum líður vel á móti Snæfelli.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, hefur einnig verið í því að setja met á tímabilinu en hann setti nýtt met í þrennum. Þessi magnaði körfuboltamaður náði sjö þreföldum tvennum á tímabilinu en hann hefur verið að ná þrennum að meðaltali í hverjum leik að undanförnu.Fyrir leik: Eins og staða liðanna sýnir áttu þau ólíku gengi að fagna í deildarkeppninni. KR vann 21 leik af 22 og með því setti Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari liðsins, nýtt met sem þjálfari á fyrsta ári. Snæfell vann aftur á móti átta leiki af þrettán og slefaði inn í úrslitakeppnina á betri árangri í innbyrðis viðureignum sínum gegn ÍR.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr DHL-höllinni í vesturbæ Reykjavíkur þar sem deildarmeistarar KR (1) taka á móti Snæfelli (8) í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í undanúrslit Íslandsmótsins.
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira