Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 15-22 | Stjarnan í undanúrslit Anton Ingi Leifsson í Digranesi skrifar 9. apríl 2014 14:39 Vísir/Valli Stjarnan tryggði sér í kvöld þáttökurétt í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með sigri á HK, 22-15. Stjarnan vann því einvígið, 2-0. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að HK-liðið var ekki að fara gefa neitt eftir. Þær byrjuðu af miklum krafti og komust meðal annars í 5-1. Þá var Skúla Gunnsteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og tók hann leikhlé þar sem hann lagði línurnar fyrir sínar stúlkur. Ekki kviknaði strax á gestunum úr Garðarbæ sem höfðu einungis skorað þrjú mörk þegar átján mínútum var lokið. HK spilaði virkilega sterkan varnarleik og gestirnir áttu fá svör við þessum feyknasterka varnarleik. Sóley Ívarsdóttir kom HK í 8-3 þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar, en þá kviknaði allhressilega í gestunum. Þær skoruðu næstu fimm mörk og jöfnuðu metinn í 8-8 þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. Þær skoruðu svo þrjú mörk gegn einu HK marki síðustu fimm mínúturnar og leiddu í hálfleik 11-9. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór á kostum í liði HK og var búinn að skora fimm mörk í fyrri hálfleik. Hún skoraði meðal annars fjögur af fimm fyrstu mörkunum. Ólöf Kolbrún varði einnig vel í marki HK, eins og stalla sín hinu megin, Florentina Stanciu en báðar voru þær með um 50% markvörslu. Síðari hálfleikur hófst svipaður og sá fyrri endaði. Stjarnan leiddi, en HK reyndi að minnka muninn með nokkrum áhlaupum, en reynsla Stjörnunnar vó þungt. Þær voru með tveggja til fimm marka forystu. Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, tók þá leikhlé þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og gáfu HK-stelpur allt sem þær áttu í lokin. Það gekk ekki betur en svo að HK skoraði ekki mark síðustu tólf mínútur leiksins og lokatölur urðu sjö marka sigur Stjörnunnar, 22-15. Leikurinn var virkilega kaflaskiptur, en allur vindur fór úr gestunum í síðari hálfleik. Stjarnan spilaði virkilega góða vörn og Florentina Stanciu varði vel sem fyrr í markinu. Hjá HK var það nánast bara Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir sem sýndi áræðni og þor í sóknarleiknum. Hún spilaði virkilega vel, spilaði sjö mörk og stjórnaði spili HK. Lykilmenn hjá Stjörnunni skoruðu kannski ekki jafn mikið og vanalega, en þá stigu aðrir leikmenn upp til að mynda Natalí Valencia. Hún átti virkilega góðan leik, skoraði mikilvæg mörk og stóð vörnina vel. Þórhildur Gunnarsdóttir spilaði einnig ágætlgea, en karakterssigur hjá Stjörnunni staðreynd. Stjarnan mætir Gróttu í undanúrslitum og þarf að spila betur en þær gerðu í fyrri hálfleik ætli þær sér í úrslitin. Fyrsti leikur liðanna er á miðvikudaginn eftir viku í Mýrinni. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar: Frábært að fá Gróttu ,,Þetta var algjörlega kaflaskipt. Við vorum ekki alveg mættar til leiks. Það tók okkur góðan tíma að vakna, en þetta var pínu þungt allan leikinn," sagði Skúli við Vísi í leikslok. ,,Við spiluðum frábæra vörn og fengum á okkur níu mörk í fyrri hálfleik, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. Það góða í þessu er að við fáum bara á okkur sex mörk í síðari hálfleik og það er frábært að sjá þegar mörgum gengur illa að það stígi leikmenn upp eins og Natalí í dag. Hún var frábær." ,,Þetta var frábær sigur. Florentina var góð í markinu og það er alltaf erfitt að koma í Digranesið, oft erfitt að vinna svona einvígi 2-0. Ég er bara mjög ánægður með þetta." Aðspurður hvort hann væri ósáttur með þessa slöku byrjun svaraði Skúli: ,,Fyrir mér er það aukaatriði í þessu samhengi. Maður kemur stundum ekki alveg klár, en aðalatriðið er þessi karakter. Liðið breytti því ástandi sem það kom sér í. Þetta eru rosalega margir leikir. Við gætum endað í fullt af leikjum og það koma dagar þar sem það gengur ekki allt upp." ,,Grótta eða Fram. Það skiptir ekki máli. Það er bara frábært að fá Gróttu. Það hafa verið hörkuleikir í vetur og það verður rosalega skemmtilegt verkefni. Grótta er mjög gott lið og við þurfum að eiga toppleiki. Þetta verður mjög skemmtilegt," sagði Skúli kampakátur í leikslok. Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK: Er pínu svekktur ,,Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik og sérstaklega góða byrjun. Við vorum mjög ákveðnar í okkar aðgerðum og spiluðum eins og við lögðum upp með og hlutirnir gengu upp," sagði Hilmar við Vísi í leikslok. ,,Svo komast þær hægt og rólega inn í þetta aftur. Þá smám saman brotnum við. Þetta verður erfiðara og erfiðara. Ég held við skorum ekki mark síðustu tólf mínúturnar í leiknum. Það segir sig sjálft að við vorum slakar sóknarlega í síðari hluta síðari hálfleiks." ,,Við vorum ragar við að skjóta. Florentina varði vel og hlutirnir gengu ekki eins vel upp í síðari hálfleik eins og í þeim fyrri. Það vantaði meiri kraft og meiri árasarigrni." Er Hilmar ánægður með gengi liðsins í vetur? ,,Já og nei. Ég hefði viljað enda ofar í deildarkepnninni til að losna við Stjörnuna í 8-liða úrslitum. Við settum stefnuna að vera í sjötta sæti eða ofar. Það gekk ekki. Meiðsli hjá lykilleikmönnum og allt það spilar inní. Við erum með breiðan og góðan hóp, en því miður náðum við ekki alveg settum markmiðum. Ég er pínu svekktur." ,,Ég reikna með því að vera áfram með liðið. Ég er með samning áfram og nú tekur við smá frí. Síðan byrjum við að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil," sagði Hilmar að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Stjarnan tryggði sér í kvöld þáttökurétt í undanúrslitum Olís-deildar kvenna með sigri á HK, 22-15. Stjarnan vann því einvígið, 2-0. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að HK-liðið var ekki að fara gefa neitt eftir. Þær byrjuðu af miklum krafti og komust meðal annars í 5-1. Þá var Skúla Gunnsteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og tók hann leikhlé þar sem hann lagði línurnar fyrir sínar stúlkur. Ekki kviknaði strax á gestunum úr Garðarbæ sem höfðu einungis skorað þrjú mörk þegar átján mínútum var lokið. HK spilaði virkilega sterkan varnarleik og gestirnir áttu fá svör við þessum feyknasterka varnarleik. Sóley Ívarsdóttir kom HK í 8-3 þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar, en þá kviknaði allhressilega í gestunum. Þær skoruðu næstu fimm mörk og jöfnuðu metinn í 8-8 þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. Þær skoruðu svo þrjú mörk gegn einu HK marki síðustu fimm mínúturnar og leiddu í hálfleik 11-9. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór á kostum í liði HK og var búinn að skora fimm mörk í fyrri hálfleik. Hún skoraði meðal annars fjögur af fimm fyrstu mörkunum. Ólöf Kolbrún varði einnig vel í marki HK, eins og stalla sín hinu megin, Florentina Stanciu en báðar voru þær með um 50% markvörslu. Síðari hálfleikur hófst svipaður og sá fyrri endaði. Stjarnan leiddi, en HK reyndi að minnka muninn með nokkrum áhlaupum, en reynsla Stjörnunnar vó þungt. Þær voru með tveggja til fimm marka forystu. Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, tók þá leikhlé þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og gáfu HK-stelpur allt sem þær áttu í lokin. Það gekk ekki betur en svo að HK skoraði ekki mark síðustu tólf mínútur leiksins og lokatölur urðu sjö marka sigur Stjörnunnar, 22-15. Leikurinn var virkilega kaflaskiptur, en allur vindur fór úr gestunum í síðari hálfleik. Stjarnan spilaði virkilega góða vörn og Florentina Stanciu varði vel sem fyrr í markinu. Hjá HK var það nánast bara Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir sem sýndi áræðni og þor í sóknarleiknum. Hún spilaði virkilega vel, spilaði sjö mörk og stjórnaði spili HK. Lykilmenn hjá Stjörnunni skoruðu kannski ekki jafn mikið og vanalega, en þá stigu aðrir leikmenn upp til að mynda Natalí Valencia. Hún átti virkilega góðan leik, skoraði mikilvæg mörk og stóð vörnina vel. Þórhildur Gunnarsdóttir spilaði einnig ágætlgea, en karakterssigur hjá Stjörnunni staðreynd. Stjarnan mætir Gróttu í undanúrslitum og þarf að spila betur en þær gerðu í fyrri hálfleik ætli þær sér í úrslitin. Fyrsti leikur liðanna er á miðvikudaginn eftir viku í Mýrinni. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar: Frábært að fá Gróttu ,,Þetta var algjörlega kaflaskipt. Við vorum ekki alveg mættar til leiks. Það tók okkur góðan tíma að vakna, en þetta var pínu þungt allan leikinn," sagði Skúli við Vísi í leikslok. ,,Við spiluðum frábæra vörn og fengum á okkur níu mörk í fyrri hálfleik, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. Það góða í þessu er að við fáum bara á okkur sex mörk í síðari hálfleik og það er frábært að sjá þegar mörgum gengur illa að það stígi leikmenn upp eins og Natalí í dag. Hún var frábær." ,,Þetta var frábær sigur. Florentina var góð í markinu og það er alltaf erfitt að koma í Digranesið, oft erfitt að vinna svona einvígi 2-0. Ég er bara mjög ánægður með þetta." Aðspurður hvort hann væri ósáttur með þessa slöku byrjun svaraði Skúli: ,,Fyrir mér er það aukaatriði í þessu samhengi. Maður kemur stundum ekki alveg klár, en aðalatriðið er þessi karakter. Liðið breytti því ástandi sem það kom sér í. Þetta eru rosalega margir leikir. Við gætum endað í fullt af leikjum og það koma dagar þar sem það gengur ekki allt upp." ,,Grótta eða Fram. Það skiptir ekki máli. Það er bara frábært að fá Gróttu. Það hafa verið hörkuleikir í vetur og það verður rosalega skemmtilegt verkefni. Grótta er mjög gott lið og við þurfum að eiga toppleiki. Þetta verður mjög skemmtilegt," sagði Skúli kampakátur í leikslok. Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK: Er pínu svekktur ,,Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik og sérstaklega góða byrjun. Við vorum mjög ákveðnar í okkar aðgerðum og spiluðum eins og við lögðum upp með og hlutirnir gengu upp," sagði Hilmar við Vísi í leikslok. ,,Svo komast þær hægt og rólega inn í þetta aftur. Þá smám saman brotnum við. Þetta verður erfiðara og erfiðara. Ég held við skorum ekki mark síðustu tólf mínúturnar í leiknum. Það segir sig sjálft að við vorum slakar sóknarlega í síðari hluta síðari hálfleiks." ,,Við vorum ragar við að skjóta. Florentina varði vel og hlutirnir gengu ekki eins vel upp í síðari hálfleik eins og í þeim fyrri. Það vantaði meiri kraft og meiri árasarigrni." Er Hilmar ánægður með gengi liðsins í vetur? ,,Já og nei. Ég hefði viljað enda ofar í deildarkepnninni til að losna við Stjörnuna í 8-liða úrslitum. Við settum stefnuna að vera í sjötta sæti eða ofar. Það gekk ekki. Meiðsli hjá lykilleikmönnum og allt það spilar inní. Við erum með breiðan og góðan hóp, en því miður náðum við ekki alveg settum markmiðum. Ég er pínu svekktur." ,,Ég reikna með því að vera áfram með liðið. Ég er með samning áfram og nú tekur við smá frí. Síðan byrjum við að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil," sagði Hilmar að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti