Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 17-20 | Öflug byrjun dugði til Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Ásvöllum skrifar 8. apríl 2014 13:12 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Valli Valur er komið áfram í undanúrslit Olísdeildar kvenna eftir fremur öruggan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valur vann þar með rimmu liðanna í 8-liða úrslitum, 2-0. Gestirnir úr hlíðunum gerðu í raun út um leikinn strax á upphafsmínútunum. Haukar komust ekki á blað fyrr en eftir þrettán mínútur og staðan var 11-1 eftir 23 mínútur. Haukar stórbættu þá varnarleikinn sinn og spiluðu miklu betur í síðari hálfleik. Fyrir rest náðu þær hafnfirsku að minnka muninn í þrjú mörk en sigur Vals var þó aldrei í hættu. Heimamenn virtust mjög ragir í upphafi leiksins og náðu varla að koma skoti að marki gegn sterkri vörn Valsmanna. Skyttur liðsins komust engan veginn í takt við leikinn og Valskonur gengu einfaldlega á lagið með einföldum mörkum, hvort sem er eftir hraðaupphlaup eða uppstilltar sóknir. Það stefndi í stórslys Haukakvenna en eftir síðara leikhlé Halldórs Harra Kristjánssonar í fyrri hálfleik lifnaði loksins yfir þeim. Liðið bætti varnarleikinn til muna, skoraði nokkur mörk úr hraðaupphlaupum og við það jókst sjálfstraustið. Síðari hálfleikur einkenndist svo af mikilli hörku og fjölmörgum töpuðum boltum leikmanna beggja liða. Dómararnir virtust ekki vandanum vaxnir og ákvarðanir þeirra fór ítrekað í taugarnar á leikmönnum, sérstaklega gestunum. Valsmenn héldu þó þægilegri forystu allt fram á lokamínúturnar, er Haukar náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Skytturnar duttu í gírinn og stemningin ágæt í heimamönnum. En baráttan var löngu töpuð.Karen Helga Díönudóttir var mjög öflug í síðari hálfleik hjá Haukum og Marija Gedroit skoraði nokkur lagleg mörk þegar hún komst loksins í gang. Valur byrjaði af miklum krafti í sínum sóknarleik en gaf svo verulega eftir. Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum en síðarnefnda liðið hafði betur gegn FH í sinni rimmu, 2-0. Halldór Harri: Bara eitt skref af mörgum„Við vorum ekki í takt við leikinn fyrstu 20 mínúturnar. Við þorðum ekki að fara á markið og virtumst dauðhræddar við Jennýju í markinu,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við erum þó það klikkaðar að við héldum að við myndum ná þessu þrátt fyrir að vera átta mörkum undir í síðari hálfleik.“ „Það var að minnsta kosti ekki ætlunin að láta henda okkur úr úrslitakeppninni og ég tel það bara mjög gott að fá bara 20 mörk á sig í leik gegn Val,“ bætti Halldór Harri við. „Við töpuðum líka fyrir Val í úrslitakeppninni í fyrra og vonandi nýtist reynslan til þess að við getum komist skrefi lengra næst,“ sagði Halldór Harri en hann ætlar að halda áfram sem þjálfari Hauka. Hann segist sáttur við ýmislegt í vetur. „Sumt og sumt ekki. En þetta er bara eitt skref af mörgum.“ Kristín: Þetta var hættulegtKristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, var ekki sátt við frammistöðu dómaraparsins í kvöld. „Mér fannst við fá tvær mínútur fyrir allt sem við gerðum hérna í lokin,“ sagði Kristín við Vísi eftir leikinn. „En þetta var vissulega skrýtinn leikur. Kannski voru þær svona ægilega góðar í vörn en það var bara erfitt að spila þegar það er endalaust verið að rífa í mann í sókninni og það er ekkert dæmt.“ „Þetta var orðið hættulegt. Þeim var alveg sama hvernig þær brutu - þær komust alltaf upp með það,“ bætti Kristín við. Þess má geta að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór meidd af velli í síðari hálfleik eftir að brotið var á henni. Hún kom ekki meira við sögu. Kristín segist þó sátt við margt í leiknum og að það megi nýta margt fyrir framhaldið. „Við erum nú búnar að spila tvo leiki eftir nokkuð langa pásu og ég finn strax mun á okkur í kvöld miðað við síðasta leik. Við náðum svo að gera heilmikið í kvöld sem mun koma sér vel í næstu leikjum.“ Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum og Kristín segir að leikmenn Vals mæti fullar sjálfstrausts til leiks. „Mér finnst vörnin okkar það góð í kvöld. Í raun finnst mér að við hefðum átt að vinna þennan leik með fimmtán marka mun en ég tek það ekki af Haukum að þær eru með hörkulið.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Valur er komið áfram í undanúrslit Olísdeildar kvenna eftir fremur öruggan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Valur vann þar með rimmu liðanna í 8-liða úrslitum, 2-0. Gestirnir úr hlíðunum gerðu í raun út um leikinn strax á upphafsmínútunum. Haukar komust ekki á blað fyrr en eftir þrettán mínútur og staðan var 11-1 eftir 23 mínútur. Haukar stórbættu þá varnarleikinn sinn og spiluðu miklu betur í síðari hálfleik. Fyrir rest náðu þær hafnfirsku að minnka muninn í þrjú mörk en sigur Vals var þó aldrei í hættu. Heimamenn virtust mjög ragir í upphafi leiksins og náðu varla að koma skoti að marki gegn sterkri vörn Valsmanna. Skyttur liðsins komust engan veginn í takt við leikinn og Valskonur gengu einfaldlega á lagið með einföldum mörkum, hvort sem er eftir hraðaupphlaup eða uppstilltar sóknir. Það stefndi í stórslys Haukakvenna en eftir síðara leikhlé Halldórs Harra Kristjánssonar í fyrri hálfleik lifnaði loksins yfir þeim. Liðið bætti varnarleikinn til muna, skoraði nokkur mörk úr hraðaupphlaupum og við það jókst sjálfstraustið. Síðari hálfleikur einkenndist svo af mikilli hörku og fjölmörgum töpuðum boltum leikmanna beggja liða. Dómararnir virtust ekki vandanum vaxnir og ákvarðanir þeirra fór ítrekað í taugarnar á leikmönnum, sérstaklega gestunum. Valsmenn héldu þó þægilegri forystu allt fram á lokamínúturnar, er Haukar náðu að minnka muninn í þrjú mörk. Skytturnar duttu í gírinn og stemningin ágæt í heimamönnum. En baráttan var löngu töpuð.Karen Helga Díönudóttir var mjög öflug í síðari hálfleik hjá Haukum og Marija Gedroit skoraði nokkur lagleg mörk þegar hún komst loksins í gang. Valur byrjaði af miklum krafti í sínum sóknarleik en gaf svo verulega eftir. Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum en síðarnefnda liðið hafði betur gegn FH í sinni rimmu, 2-0. Halldór Harri: Bara eitt skref af mörgum„Við vorum ekki í takt við leikinn fyrstu 20 mínúturnar. Við þorðum ekki að fara á markið og virtumst dauðhræddar við Jennýju í markinu,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Við erum þó það klikkaðar að við héldum að við myndum ná þessu þrátt fyrir að vera átta mörkum undir í síðari hálfleik.“ „Það var að minnsta kosti ekki ætlunin að láta henda okkur úr úrslitakeppninni og ég tel það bara mjög gott að fá bara 20 mörk á sig í leik gegn Val,“ bætti Halldór Harri við. „Við töpuðum líka fyrir Val í úrslitakeppninni í fyrra og vonandi nýtist reynslan til þess að við getum komist skrefi lengra næst,“ sagði Halldór Harri en hann ætlar að halda áfram sem þjálfari Hauka. Hann segist sáttur við ýmislegt í vetur. „Sumt og sumt ekki. En þetta er bara eitt skref af mörgum.“ Kristín: Þetta var hættulegtKristín Guðmundsdóttir, leikstjórnandi Vals, var ekki sátt við frammistöðu dómaraparsins í kvöld. „Mér fannst við fá tvær mínútur fyrir allt sem við gerðum hérna í lokin,“ sagði Kristín við Vísi eftir leikinn. „En þetta var vissulega skrýtinn leikur. Kannski voru þær svona ægilega góðar í vörn en það var bara erfitt að spila þegar það er endalaust verið að rífa í mann í sókninni og það er ekkert dæmt.“ „Þetta var orðið hættulegt. Þeim var alveg sama hvernig þær brutu - þær komust alltaf upp með það,“ bætti Kristín við. Þess má geta að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór meidd af velli í síðari hálfleik eftir að brotið var á henni. Hún kom ekki meira við sögu. Kristín segist þó sátt við margt í leiknum og að það megi nýta margt fyrir framhaldið. „Við erum nú búnar að spila tvo leiki eftir nokkuð langa pásu og ég finn strax mun á okkur í kvöld miðað við síðasta leik. Við náðum svo að gera heilmikið í kvöld sem mun koma sér vel í næstu leikjum.“ Valur mætir ÍBV í undanúrslitunum og Kristín segir að leikmenn Vals mæti fullar sjálfstrausts til leiks. „Mér finnst vörnin okkar það góð í kvöld. Í raun finnst mér að við hefðum átt að vinna þennan leik með fimmtán marka mun en ég tek það ekki af Haukum að þær eru með hörkulið.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira