NBA í nótt: Wizards í úrslitakeppnina og enn einn sigur Spurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2014 09:00 John Wall og Bradley Beal fagna í nótt. Vísir/AP Washington Wizards tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár með sigri á Boston í NBA-deildinni í nótt, er alls þrettán leikir fóru fram.Washington vann Boston, 118-92, með 22 stigum frá Marcin Gortat. John Wall bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Þetta var 39. sigur liðsins á tímabilinu en Washington hafði síðustu fimm tímabil á undan aldrei komist yfir 30 sigra. Liðið er nú í sjötta sæti austurdeildarinnar.Charlotte er svo í sjöunda sætinu en liðið vann Philadelphia í nótt, 123-93. Al Jefferson var með 25 stig og tíu fráköst og færðist liðið þar með nær sínu fyrsta sæti í úrslitakeppninni síðan 2010.New York komst svo upp í áttunda sætið með sigri á grönnum sínum í Brooklyn, 110-81. JR Smith var með 24 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 23 stigum í öruggum sigri Knicks. New York komst upp í áttunda sætið á kostnað Atlanta sem hefur gefið verulega eftir síðustu vikurnar og tapaði enn einum leiknum í nótt, í þetta sinn fyrir Chicago á heimavelli, 105-92. Atlanta hefur nú tapað 21 af 28 síðustu leikjum sínum í deildinni og þarf verulegan viðsnúning á gengi liðsins ætli það sér að gera atlögu að áttunda sætinu sem er það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni.Cleveland virðist ef til vill líklegra til að veita Knicks samkeppni um áttunda sætið en liðið vann Orlando í nótt, 119-98, og er í tíunda sætinu með 31 sigur - tveimur á eftir Knicks.Dion Witers skoraði 26 stig fyrir Cleveland í leiknum og þeir Spencer Hawes og Tristan Thompson 20 hvor. Kyrie Irving skilaði sautján stigum í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Topplið austurdeildarinnar - Miami, Indiana, Toronto og Chicago - unnu öll leiki sína í nótt og breyttist því staða liðanna ekkert. Spennan um síðustu sætin í úrslitakeppninni vestanmegin er ekki síður spennandi en liðin í 7.-9. sæti eru öll hnífjöfn með 44 sigra og 31 tap. Memphis og Phoenix fengu þó tækifæri til að komast upp fyrir Dallas í nótt en töpuðu bæði leikjum sínum.Minnesota vann Memphis, 102-88, þar sem Kevin Love var með sína þriðju þreföldu tvennu á ferlinum - 24 stig, sextán fráköst og tíu stoðsendingar. Ricky Rubio var svo með fjórtán stig og sjö stosðsendingar.LA Clippers vann Phoenix, 112-108. Darren Collison og Blake Griffin skoruðu 23 stig hvor fyrir Clippers en Phoenix lét leikinn renna sér úr höndum eftir að hafa verið með sautján stiga forystu í þriðja leikhluta.San Antonio er svo á toppnum í vestrinu en liðið vann Golden State í nótt, 111-90. Tony Parker skoraði átján stig og Tim Duncan fimmtán en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð sem er félagsmet. Sigur Spurs var öruggur og gat Gregg Popovich leyft sér að hvíla lykilmenn í leiknum. Oklahoma City og Clippers koma svo næst á eftir í vestrinu og hafa tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni. Houston, Portland og Golden State koma svo í næstu sætum á eftir.Úrslit næturinnar: Indiana - Detroit 101-94 New York - Brooklyn 110-81 Orlando - Cleveland 98-119 Philadelphia - Charlotte 93-123 Toronto - Houston 107-103 Washington - Boston 118-92 Atlanta - Chicago 92-105 Miami - Milwaukee 96-77 Minnesota - Memphis 102-88 San Antonio - Golden State 111-90 Denver - New Orleans 137-107 Phoenix - LA Clippers 108-112 Sacramento - LA Lakers 107-102 NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Washington Wizards tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár með sigri á Boston í NBA-deildinni í nótt, er alls þrettán leikir fóru fram.Washington vann Boston, 118-92, með 22 stigum frá Marcin Gortat. John Wall bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Þetta var 39. sigur liðsins á tímabilinu en Washington hafði síðustu fimm tímabil á undan aldrei komist yfir 30 sigra. Liðið er nú í sjötta sæti austurdeildarinnar.Charlotte er svo í sjöunda sætinu en liðið vann Philadelphia í nótt, 123-93. Al Jefferson var með 25 stig og tíu fráköst og færðist liðið þar með nær sínu fyrsta sæti í úrslitakeppninni síðan 2010.New York komst svo upp í áttunda sætið með sigri á grönnum sínum í Brooklyn, 110-81. JR Smith var með 24 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 23 stigum í öruggum sigri Knicks. New York komst upp í áttunda sætið á kostnað Atlanta sem hefur gefið verulega eftir síðustu vikurnar og tapaði enn einum leiknum í nótt, í þetta sinn fyrir Chicago á heimavelli, 105-92. Atlanta hefur nú tapað 21 af 28 síðustu leikjum sínum í deildinni og þarf verulegan viðsnúning á gengi liðsins ætli það sér að gera atlögu að áttunda sætinu sem er það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni.Cleveland virðist ef til vill líklegra til að veita Knicks samkeppni um áttunda sætið en liðið vann Orlando í nótt, 119-98, og er í tíunda sætinu með 31 sigur - tveimur á eftir Knicks.Dion Witers skoraði 26 stig fyrir Cleveland í leiknum og þeir Spencer Hawes og Tristan Thompson 20 hvor. Kyrie Irving skilaði sautján stigum í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Topplið austurdeildarinnar - Miami, Indiana, Toronto og Chicago - unnu öll leiki sína í nótt og breyttist því staða liðanna ekkert. Spennan um síðustu sætin í úrslitakeppninni vestanmegin er ekki síður spennandi en liðin í 7.-9. sæti eru öll hnífjöfn með 44 sigra og 31 tap. Memphis og Phoenix fengu þó tækifæri til að komast upp fyrir Dallas í nótt en töpuðu bæði leikjum sínum.Minnesota vann Memphis, 102-88, þar sem Kevin Love var með sína þriðju þreföldu tvennu á ferlinum - 24 stig, sextán fráköst og tíu stoðsendingar. Ricky Rubio var svo með fjórtán stig og sjö stosðsendingar.LA Clippers vann Phoenix, 112-108. Darren Collison og Blake Griffin skoruðu 23 stig hvor fyrir Clippers en Phoenix lét leikinn renna sér úr höndum eftir að hafa verið með sautján stiga forystu í þriðja leikhluta.San Antonio er svo á toppnum í vestrinu en liðið vann Golden State í nótt, 111-90. Tony Parker skoraði átján stig og Tim Duncan fimmtán en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð sem er félagsmet. Sigur Spurs var öruggur og gat Gregg Popovich leyft sér að hvíla lykilmenn í leiknum. Oklahoma City og Clippers koma svo næst á eftir í vestrinu og hafa tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni. Houston, Portland og Golden State koma svo í næstu sætum á eftir.Úrslit næturinnar: Indiana - Detroit 101-94 New York - Brooklyn 110-81 Orlando - Cleveland 98-119 Philadelphia - Charlotte 93-123 Toronto - Houston 107-103 Washington - Boston 118-92 Atlanta - Chicago 92-105 Miami - Milwaukee 96-77 Minnesota - Memphis 102-88 San Antonio - Golden State 111-90 Denver - New Orleans 137-107 Phoenix - LA Clippers 108-112 Sacramento - LA Lakers 107-102
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira