Viðburðaríkur fyrsti apríl Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 2. apríl 2014 09:00 Sirkusbjörninn í sóttkví sinni. Vísir/Stefán Iðulega birta fyrirtæki, sambönd og stofnanir gabbfréttir á fyrsta apríl. Hér fyrir neðan er samantekt á helstu aprílgöbbum gærdagsins. Vísir.is og feministavefurinn Knúz.is birtu í sameiningu gabb sem fjallaði um að boðað hafi verið til leikfangabrennu í Hagkaupum Kringlunni í gær. Hafi markmiðið verið að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað. Sirkus Íslands sagði á Vísi.is að á hringferð sinni um landið í sumar yrði með í för sirkusbjörn, sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Björninn væri í sóttkví en gestir í Húsdýragarðinum gætu borið hann augum að endurgjaldslausu. Raftækjaverslunin Elko birti upplýsingar um nýjan tölvuleik sem ber nafnið Herjólfur Simulator 2014. Leikurinn snýst um að sjá um siglingar skipsins sem og fyrirtækið sjálft. Helstu þrautir og viðfangsefni eru meðal annars ónýtar hafnir, verkföll, óánægðir farþegar og uppreisnir skipverja. Vefsíða Ríkisútvarpsins kynnti skráningarsíðu þar sem hinn almenni Íslendingur getur sótt um að vera Eurovision-kynnir Íslendinga í ár. Starfið felur í sér að lesa upp stigagjöf Íslendinga til annarra landa í Eurovision-söngkeppninni. DV birti frétt þess efnis að Harry Styles, meðlimur poppsveitarinnar heimsfrægu One Direction væri staddur hérlendis. DV sagði Styles hafa greint frá því að hann væri „bara að slæpast“ á Íslandi á Twitter-síðu sinni. Gisti hann þá í lúxusþakíbúð Black Pearl við Tryggvagötu. Smartland Mörtu Maríu sagði frá því að Ágústa Johnson framkvæmdastjóri heilsumiðstöðvarinnar Hreyfingar hefði áhuga á því að opna fyrir nektar-yoga iðkun hérlendis. Elva Rut Guðlaugsdóttir yogakennari hafi verið nýkomin frá New York, en þar hafi hún kynnt sér þessa vinsælu stefnu. Mbl.is sagði frá því að fótknattleiksstjarnan David Beckham væri stödd á landinu. Væri Beckham hérlendis því hann hefði áhuga á að flytja út hamborgarastaðinn íslenska Hamborgarabúlluna til Kaliforníuríkis, eftir að hafa smakkað búlluborgara í London. Knattspyrnusamband Íslands birti frétt um að sérákvæði hefði verið samþykkt meðal stjórnar sambandsins. Ákvæðið hljóði svo að knattspyrnuleikir í Pepsi-deildum karla og kvenna og einnig 1. deildar karla megi ekki fara fram á náttúrulegu grasi í maímánuði 2014. Allir leikir verði því á gervigrasi. Er nemendur við Háskóla Íslands skráðu sig inn á Uglu, sérhannaðan innrivef Háskólans, blasti við þeim tilkynning þess efnis að í stað Uglu væri svokallað „Skólakerfi“ að taka við, en það hafi reynst vel í nokkrum grunnskólum á Jótlandi. CERN, vísindarannsóknarstofnun sem er best þekkt fyrir tilraunir sínar með feikilangan hringlaga kjarneindahraðal lýsti því yfir að í tilefni 60 ára afmælis stofnunarinnar ætti að skipta allri leturgerð heimasíðu þeirra út fyrir leturgerðina Comic Sans. Skessuhorn, fréttaveita vesturlands, sagði frá því á vefsíðu sinni að stökkbreyttur háhyrningur hefði sést við Grundarfjarðarhöfn. Hafi háhyrningurinn verið frábrugðinn öðrum hvað lit varðar, en hinir venjulegu hvítu og svörtu litir hafi víxlast. Skáksamband Íslands bauð skákmönnum að gefa félaginu Aurora-krónur í skiptum fyrir taflstig í næstu keppni. Jafngildi þá ein Aurora-króna einu taflstigi. Sé átakið til styrktar ungmennastarfs sambandsins. Plain Vanilla, fyrirtækið á bak við spurningaleikinn vinsæla QuizUp bætti við nýjum spurningaflokk í leikinn, svokallaðar þvæluspurningar. Spilari fékk þá ruglspurningar og valmöguleika um ruglsvör. Eurovision Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Iðulega birta fyrirtæki, sambönd og stofnanir gabbfréttir á fyrsta apríl. Hér fyrir neðan er samantekt á helstu aprílgöbbum gærdagsins. Vísir.is og feministavefurinn Knúz.is birtu í sameiningu gabb sem fjallaði um að boðað hafi verið til leikfangabrennu í Hagkaupum Kringlunni í gær. Hafi markmiðið verið að útrýma þeim staðalmyndum sem markaðsöfl feðraveldisins hafa sett á markað. Sirkus Íslands sagði á Vísi.is að á hringferð sinni um landið í sumar yrði með í för sirkusbjörn, sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Björninn væri í sóttkví en gestir í Húsdýragarðinum gætu borið hann augum að endurgjaldslausu. Raftækjaverslunin Elko birti upplýsingar um nýjan tölvuleik sem ber nafnið Herjólfur Simulator 2014. Leikurinn snýst um að sjá um siglingar skipsins sem og fyrirtækið sjálft. Helstu þrautir og viðfangsefni eru meðal annars ónýtar hafnir, verkföll, óánægðir farþegar og uppreisnir skipverja. Vefsíða Ríkisútvarpsins kynnti skráningarsíðu þar sem hinn almenni Íslendingur getur sótt um að vera Eurovision-kynnir Íslendinga í ár. Starfið felur í sér að lesa upp stigagjöf Íslendinga til annarra landa í Eurovision-söngkeppninni. DV birti frétt þess efnis að Harry Styles, meðlimur poppsveitarinnar heimsfrægu One Direction væri staddur hérlendis. DV sagði Styles hafa greint frá því að hann væri „bara að slæpast“ á Íslandi á Twitter-síðu sinni. Gisti hann þá í lúxusþakíbúð Black Pearl við Tryggvagötu. Smartland Mörtu Maríu sagði frá því að Ágústa Johnson framkvæmdastjóri heilsumiðstöðvarinnar Hreyfingar hefði áhuga á því að opna fyrir nektar-yoga iðkun hérlendis. Elva Rut Guðlaugsdóttir yogakennari hafi verið nýkomin frá New York, en þar hafi hún kynnt sér þessa vinsælu stefnu. Mbl.is sagði frá því að fótknattleiksstjarnan David Beckham væri stödd á landinu. Væri Beckham hérlendis því hann hefði áhuga á að flytja út hamborgarastaðinn íslenska Hamborgarabúlluna til Kaliforníuríkis, eftir að hafa smakkað búlluborgara í London. Knattspyrnusamband Íslands birti frétt um að sérákvæði hefði verið samþykkt meðal stjórnar sambandsins. Ákvæðið hljóði svo að knattspyrnuleikir í Pepsi-deildum karla og kvenna og einnig 1. deildar karla megi ekki fara fram á náttúrulegu grasi í maímánuði 2014. Allir leikir verði því á gervigrasi. Er nemendur við Háskóla Íslands skráðu sig inn á Uglu, sérhannaðan innrivef Háskólans, blasti við þeim tilkynning þess efnis að í stað Uglu væri svokallað „Skólakerfi“ að taka við, en það hafi reynst vel í nokkrum grunnskólum á Jótlandi. CERN, vísindarannsóknarstofnun sem er best þekkt fyrir tilraunir sínar með feikilangan hringlaga kjarneindahraðal lýsti því yfir að í tilefni 60 ára afmælis stofnunarinnar ætti að skipta allri leturgerð heimasíðu þeirra út fyrir leturgerðina Comic Sans. Skessuhorn, fréttaveita vesturlands, sagði frá því á vefsíðu sinni að stökkbreyttur háhyrningur hefði sést við Grundarfjarðarhöfn. Hafi háhyrningurinn verið frábrugðinn öðrum hvað lit varðar, en hinir venjulegu hvítu og svörtu litir hafi víxlast. Skáksamband Íslands bauð skákmönnum að gefa félaginu Aurora-krónur í skiptum fyrir taflstig í næstu keppni. Jafngildi þá ein Aurora-króna einu taflstigi. Sé átakið til styrktar ungmennastarfs sambandsins. Plain Vanilla, fyrirtækið á bak við spurningaleikinn vinsæla QuizUp bætti við nýjum spurningaflokk í leikinn, svokallaðar þvæluspurningar. Spilari fékk þá ruglspurningar og valmöguleika um ruglsvör.
Eurovision Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira