Er kominn tími á kerfisbreytingu? Siggeir F. Ævarsson skrifar 1. apríl 2014 18:45 Hæstvirtum menntamálaráðherra er þessa dagana tíðrætt um kerfisbreytingar í íslenskum framhaldsskólum. Telur hann að eina leiðin til þess að leiðrétta laun kennara, sem hafa dregist umtalsvert aftur úr sambærilegum stéttum síðustu ár, sé að gjörbylta kerfinu og um leið að stytta stúdentsprófið um eitt ár. Mér þykir þetta skjóta nokkuð skökku við. Menntastefna þjóðarinnar á ekki að vera kjaramál mitt. Fyrst skulum við leiðrétta launin, svo má fara að vinna að kerfisbreytingu. Sumir vilja ganga svo langt að kalla aðgerðir menntamálaráðherra ofbeldi, en ég ætla ekki að ganga svo langt. En framferðið er engu að síður lúalegt. Að stytta hið íslenska stúdentspróf um heilt ár er risavaxin aðgerð sem mun hafa áhrif langt út fyrir skólakerfið. Þetta er aðgerð sem þarf að undirbúa vandlega svo að vel takist til og að henni þurfa að koma aðilar úr mörgum áttum. Þetta er ekki málefni sem hægt er að afgreiða á fundi hjá sáttasemjara yfir helgi. Umræðan er ótímabær meðan ósamið er um launamál. En ég er engu að síður á því að það sé löngu kominn tími á nokkrar kerfisbreytingar. Þeim má hrinda í framkvæmd nokkuð hratt og örugglega og ættu að tryggja flestum kennurum kjarabætur strax. Sumum kann að þykja þær róttækar en mér þykja þær fyrst og fremst rökréttar: 1. Það er gjörsamlega galið að helsta og nánast eina leiðin til að hækka í launum sé að eldast. Tryggja þarf að duglegir og vinnusamir kennarar fái borgað fyrir sína vinnu. Ungur kennari, sem leggur nótt við nýttan dag til að finna uppá fjölbreyttum kennsluaðferðum, að semja ný og fersk verkefni og að afla sér nýjustu upplýsinga um málefni líðandi stundar mun aldrei sjá árangur erfiðis síns í launaumslaginu í lok mánaðar. Vissulega verður kennslan meira gefandi og ánægjan meiri ef maður leggur þessa vinnu á sig, en ánægja borgar enga reikninga. Kerfið í dag er í raun vinnuletjandi og hvetur kennara til gera sem minnst og bíða eftir því að launin skríði upp á við. Það sem kerfið skortir sárlega eru bæði launa- og andlegir hvatar til að skara framúr. 2. Tryggja þarf að menntun kennara sé meira en nokkurn veginn einskis virði í kerfinu. Tveggja ára mastersnám tryggir tæplega 5% hækkun á launum. Ef einhver leggur það svo á sig að verða sér útum doktorsgráðu fást fyrir það tæp 5% til viðbótar, en þó aðeins í sumum skólum. Stofnanasamningar margra skóla gera einfaldlega ekki ráð fyrir því að kennarar þeirra séu með slíkar gráður. 3. Koma þarf endurmenntunarmálum í gegnsærra og sanngjarnara ferli. Það á ekki að taka 15 ár að fá rétt til námsleyfis, sem þá er ýmsum duttlungum háð og oftar en ekki eru menn að fara í námsleyfi sem eru að komast á eftirlaunaaldur. Tryggja þarf að þekkingin úr slíkum leyfum skili sér aftur inn í skólastarfið og þau séu annað og meira en umbun fyrir vel unnin störf síðustu 30 árin. Einföld og sanngjörn breyting væri að X margar annir af kennslu tryggðu jafn marga mánuði til endurmenntunar. 4. Kennsluafsláttinn þarf að taka til endurskoðunnar. Af hverju erum við að láta okkur reynslumestu, og í mörgum tilvikum bestu kennara, kenna minnst af öllum? Hversu mikið mætti hækka laun allra kennara með því að afnema afsláttinn eða endurskoða hann? 5. Hópastærðir eru komnar algjörlega úr böndunum. 27 nemendur í hóp þótti á þanmörkum fyrir nokkru, en 31 nemandi er orðið normið í flestum skólum í dag. Sístækkandi hópar ríma mjög illa við áherslur á einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hámarkið ætti að færa niður í 25, en greiða sérstaklega fyrir kennslu stærri hópa. Eftir að hafa unnið sem kennari í aðeins þrjú ár líður mér svolítið eins og kennarastarfið sé lítið annað en biðstöð. Tækifæri til að vaxa í starfi eru takmörkuð og andlegir og fjárhagslegir hvatar til þess fáir ef einhverjir. Starfið er ekki aðlaðandi fyrir ungt vel menntað fólk. Meðalaldur kennarastéttarinnar í dag er um 55 ár og fer hækkandi. Ef fram heldur sem horfir verður landlægur skortur á framhaldsskólakennurum áður en langt um líður. Þeir sem verða fyrstir til að hætta verða ekki gömlu hundarnir, heldur unga fólkið og þeir sem hafa bestu menntunina. Nú er lag að semja um kerfisbreytingar, bara ekki þær breytingar sem Illuga dreymir um. Við skulum taka þann þráð upp að loknum kjarasamningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Sjá meira
Hæstvirtum menntamálaráðherra er þessa dagana tíðrætt um kerfisbreytingar í íslenskum framhaldsskólum. Telur hann að eina leiðin til þess að leiðrétta laun kennara, sem hafa dregist umtalsvert aftur úr sambærilegum stéttum síðustu ár, sé að gjörbylta kerfinu og um leið að stytta stúdentsprófið um eitt ár. Mér þykir þetta skjóta nokkuð skökku við. Menntastefna þjóðarinnar á ekki að vera kjaramál mitt. Fyrst skulum við leiðrétta launin, svo má fara að vinna að kerfisbreytingu. Sumir vilja ganga svo langt að kalla aðgerðir menntamálaráðherra ofbeldi, en ég ætla ekki að ganga svo langt. En framferðið er engu að síður lúalegt. Að stytta hið íslenska stúdentspróf um heilt ár er risavaxin aðgerð sem mun hafa áhrif langt út fyrir skólakerfið. Þetta er aðgerð sem þarf að undirbúa vandlega svo að vel takist til og að henni þurfa að koma aðilar úr mörgum áttum. Þetta er ekki málefni sem hægt er að afgreiða á fundi hjá sáttasemjara yfir helgi. Umræðan er ótímabær meðan ósamið er um launamál. En ég er engu að síður á því að það sé löngu kominn tími á nokkrar kerfisbreytingar. Þeim má hrinda í framkvæmd nokkuð hratt og örugglega og ættu að tryggja flestum kennurum kjarabætur strax. Sumum kann að þykja þær róttækar en mér þykja þær fyrst og fremst rökréttar: 1. Það er gjörsamlega galið að helsta og nánast eina leiðin til að hækka í launum sé að eldast. Tryggja þarf að duglegir og vinnusamir kennarar fái borgað fyrir sína vinnu. Ungur kennari, sem leggur nótt við nýttan dag til að finna uppá fjölbreyttum kennsluaðferðum, að semja ný og fersk verkefni og að afla sér nýjustu upplýsinga um málefni líðandi stundar mun aldrei sjá árangur erfiðis síns í launaumslaginu í lok mánaðar. Vissulega verður kennslan meira gefandi og ánægjan meiri ef maður leggur þessa vinnu á sig, en ánægja borgar enga reikninga. Kerfið í dag er í raun vinnuletjandi og hvetur kennara til gera sem minnst og bíða eftir því að launin skríði upp á við. Það sem kerfið skortir sárlega eru bæði launa- og andlegir hvatar til að skara framúr. 2. Tryggja þarf að menntun kennara sé meira en nokkurn veginn einskis virði í kerfinu. Tveggja ára mastersnám tryggir tæplega 5% hækkun á launum. Ef einhver leggur það svo á sig að verða sér útum doktorsgráðu fást fyrir það tæp 5% til viðbótar, en þó aðeins í sumum skólum. Stofnanasamningar margra skóla gera einfaldlega ekki ráð fyrir því að kennarar þeirra séu með slíkar gráður. 3. Koma þarf endurmenntunarmálum í gegnsærra og sanngjarnara ferli. Það á ekki að taka 15 ár að fá rétt til námsleyfis, sem þá er ýmsum duttlungum háð og oftar en ekki eru menn að fara í námsleyfi sem eru að komast á eftirlaunaaldur. Tryggja þarf að þekkingin úr slíkum leyfum skili sér aftur inn í skólastarfið og þau séu annað og meira en umbun fyrir vel unnin störf síðustu 30 árin. Einföld og sanngjörn breyting væri að X margar annir af kennslu tryggðu jafn marga mánuði til endurmenntunar. 4. Kennsluafsláttinn þarf að taka til endurskoðunnar. Af hverju erum við að láta okkur reynslumestu, og í mörgum tilvikum bestu kennara, kenna minnst af öllum? Hversu mikið mætti hækka laun allra kennara með því að afnema afsláttinn eða endurskoða hann? 5. Hópastærðir eru komnar algjörlega úr böndunum. 27 nemendur í hóp þótti á þanmörkum fyrir nokkru, en 31 nemandi er orðið normið í flestum skólum í dag. Sístækkandi hópar ríma mjög illa við áherslur á einstaklingsmiðað nám og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hámarkið ætti að færa niður í 25, en greiða sérstaklega fyrir kennslu stærri hópa. Eftir að hafa unnið sem kennari í aðeins þrjú ár líður mér svolítið eins og kennarastarfið sé lítið annað en biðstöð. Tækifæri til að vaxa í starfi eru takmörkuð og andlegir og fjárhagslegir hvatar til þess fáir ef einhverjir. Starfið er ekki aðlaðandi fyrir ungt vel menntað fólk. Meðalaldur kennarastéttarinnar í dag er um 55 ár og fer hækkandi. Ef fram heldur sem horfir verður landlægur skortur á framhaldsskólakennurum áður en langt um líður. Þeir sem verða fyrstir til að hætta verða ekki gömlu hundarnir, heldur unga fólkið og þeir sem hafa bestu menntunina. Nú er lag að semja um kerfisbreytingar, bara ekki þær breytingar sem Illuga dreymir um. Við skulum taka þann þráð upp að loknum kjarasamningum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun