Engar líkur á því að Ísland komist bakdyramegin inn á HM í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2014 12:15 Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í fótbolta rétt missti af HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar eftir tap í umspili á móti Króatíu í lok síðasta árs. Það eru hinsvegar engar líkur á því að íslenska landsliðið geti komist bakdyramegin inn samkvæmt Geir Þorsteinssyni formanni íslenska knattspyrnusambandsins. Framganga Dana á EM í Svíþjóð árið 1992 er mörgum enn í fersku minni en dönsku landsliðsmennirnir voru margir komnir í frí á sólarströnd þegar Danir fengu sæti Júgóslavíu sem var vísað úr keppninni vegna borgarastríðsins á Balkanskaganum. Danir fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þekkir vel til hjá UEFA og FIFA en hann segir engar líkur vera á því að Rússar missi keppnisrétt sinn á HM í Brasilíu í sumar vegna ástandsins á Krímskaganum og annarsstaðar í Úkraínu. Vísir heyrði í Geir í morgun enda voru sumir farnir að velta því fyrir sér hvort það gæti gerst og hvað myndi gerast ef að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM í sumar. Rússar eru í H-riðlinum með Belgíu, Alsír og Suður-Kóreu á HM í Brasilíu. „Það hefur komið skýrt fram hjá FIFA að Rússar verði með," sagði Geir og rifjaði upp frétt á dögunum þar sem Bandaríkjamenn vildu að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM og að sama skapi vildu Rússarnir að Bandaríkjamenn fengu ekki að vera með. Þá var afstaða FIFA skýr. „Ég held að það séu engar líkur á því að einhverri þjóð verði úthýst," sagði Geir en hvað myndi þá gerast? „Ég held að það séu engar skrifaðar reglur til um hvað gerist við svona aðstæður og það væri þá framkvæmdastjórn FIFA eða neyðarnefnd FIFA sem tæki ákvörðun um slíkt. Svo er líka til sérstök nefnd sem fjallar um HM-keppnina sjálfa," segir Geir. „Ég tel það mjög vafasamt að þjóð verði útlokuð útaf svona málum því það hefur verið ýmislegt í gangi í heiminum þegar lið hafa mæst á fótboltavellinum. Ef það væri einhver þjóð sem gæti af einhverjum ástæðum ekki tekið þátt í HM eða yrði útlokuð útaf þá mun bara FIFA sjálft ákveða hvað gerist í slíku tilfelli," segir Geir og spyr síðan á móti „Hver væri þá röksemdarfærslan fyrir því að við ættum möguleika á sætinu?" Geir er því þess fullviss að hann fái ekki fyrirspurn frá FIFA á næstum vikum um hvort Ísland gæti verið með á HM í Brasilíu. Eins og hann bendir líka réttilega á þá er bæði afar ólíklegt að sætið losni sem og að íslenska liðið er væntanlega aftarlega á listanum yfir þær þjóðir sem koma til greina í staðinn fyrir Rússa. Úkraína væri þá kannski líklegasti kosturinn fyrir FIFA því úkraínska þjóðin má bæði þola yfirgang Rússa sem og að úkraínska landsliðið var það lið í umspili UEFA sem tapaði með minnstum mun. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta rétt missti af HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar eftir tap í umspili á móti Króatíu í lok síðasta árs. Það eru hinsvegar engar líkur á því að íslenska landsliðið geti komist bakdyramegin inn samkvæmt Geir Þorsteinssyni formanni íslenska knattspyrnusambandsins. Framganga Dana á EM í Svíþjóð árið 1992 er mörgum enn í fersku minni en dönsku landsliðsmennirnir voru margir komnir í frí á sólarströnd þegar Danir fengu sæti Júgóslavíu sem var vísað úr keppninni vegna borgarastríðsins á Balkanskaganum. Danir fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þekkir vel til hjá UEFA og FIFA en hann segir engar líkur vera á því að Rússar missi keppnisrétt sinn á HM í Brasilíu í sumar vegna ástandsins á Krímskaganum og annarsstaðar í Úkraínu. Vísir heyrði í Geir í morgun enda voru sumir farnir að velta því fyrir sér hvort það gæti gerst og hvað myndi gerast ef að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM í sumar. Rússar eru í H-riðlinum með Belgíu, Alsír og Suður-Kóreu á HM í Brasilíu. „Það hefur komið skýrt fram hjá FIFA að Rússar verði með," sagði Geir og rifjaði upp frétt á dögunum þar sem Bandaríkjamenn vildu að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM og að sama skapi vildu Rússarnir að Bandaríkjamenn fengu ekki að vera með. Þá var afstaða FIFA skýr. „Ég held að það séu engar líkur á því að einhverri þjóð verði úthýst," sagði Geir en hvað myndi þá gerast? „Ég held að það séu engar skrifaðar reglur til um hvað gerist við svona aðstæður og það væri þá framkvæmdastjórn FIFA eða neyðarnefnd FIFA sem tæki ákvörðun um slíkt. Svo er líka til sérstök nefnd sem fjallar um HM-keppnina sjálfa," segir Geir. „Ég tel það mjög vafasamt að þjóð verði útlokuð útaf svona málum því það hefur verið ýmislegt í gangi í heiminum þegar lið hafa mæst á fótboltavellinum. Ef það væri einhver þjóð sem gæti af einhverjum ástæðum ekki tekið þátt í HM eða yrði útlokuð útaf þá mun bara FIFA sjálft ákveða hvað gerist í slíku tilfelli," segir Geir og spyr síðan á móti „Hver væri þá röksemdarfærslan fyrir því að við ættum möguleika á sætinu?" Geir er því þess fullviss að hann fái ekki fyrirspurn frá FIFA á næstum vikum um hvort Ísland gæti verið með á HM í Brasilíu. Eins og hann bendir líka réttilega á þá er bæði afar ólíklegt að sætið losni sem og að íslenska liðið er væntanlega aftarlega á listanum yfir þær þjóðir sem koma til greina í staðinn fyrir Rússa. Úkraína væri þá kannski líklegasti kosturinn fyrir FIFA því úkraínska þjóðin má bæði þola yfirgang Rússa sem og að úkraínska landsliðið var það lið í umspili UEFA sem tapaði með minnstum mun.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Sjá meira