Hvaðan kom öll þessi heimska? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 11. apríl 2014 14:06 Í ljósi nýlegra ummæla forsætisráðherra um væntanlegan gróða Íslendinga á loftslagsbreytingunum, eða öllu heldur umhverfiskrísunni sem nú þegar dregur fjölda manns til dauða ár hvert, og athugasemda nettrölla þar af leiðandi um að það sé gleðilegt að hann sjái björtu hliðarnar í myrkrinu, verð ég að horfast í augu við staðreynd sem ég hef vitað um stund en ekki viljað horfast í augu við: Við Íslendingar erum margir hverjir heimskir. Ég tala þá ekki um greindarvísitölu eða slíkt, heldur um uppruna orðsins, höfum verið of mikið heima. Að sjá ekki heildarmyndina, heimsmyndina. Að vanta samkennd, víðsýni, skilning, og framar öllu að vanta alla samstöðu. Ég sló upp orðinu solidarity á Wikipedia til að finna íslenska merkingu orðsins (magnað að ég þurfti að slá því upp, hér í Noregi heyri ég orðið solidaritet notað að minnsta kosti vikulega), en fann enga íslenska síðu yfir orðið. Það kom svo sem ekki mikið á óvart, enda hugtak sem sjaldan er notað í íslenskri samfélagsumræðu. Ég vel að þýða orðið sem samstaða. Þetta er gamalt hugtak sem hægt að rekja til Rómar hinnar fornu, og stóð þá fyrir skuldbindingu einstaklingsins til að borga, eða vinna fyrir heildina. Þetta stendur líka fyrir að hver einstaklingur sem er hluti af heild, ber ábyrgð á loforðum heildarinnar, ekki bara eigin loforðum. Fjarvera samstöðunnar flæddi eftir hrunið þegar orðin «ég neita að borga fyrir skuldir óreiðmanna» bergmáluðu í björgum landsins. Það gleymdist að við höfðum kosið þá yfir okkur án nokkurs aðhalds, og svo lengi sem við græddum svo mikið að peningarnir láku út úr endaþarminum í sætin á sex milljón króna jeppanum var okkur skítsama um hvernig góðærið varð til. Svo notuðum við bara hinn jeppann á meðan sætin fóru í hreinsun. Nei nei, ég segi svona, en þið vitið hvað ég meina. Það var ekki fyrr enn að borguninni kom að við urðum brjáluð. Í dag gerist þetta aftur í endurgreiðslum til fólks sem tók húsnæðislán á sínum tíma, fólk sem þá á íbúðir og vinnur sennilega fulla vinnu. Ég er stúdent, ég á ekkert, en ég tapaði mörgumhundruð þúsundum króna af sparifénu mínu sem var bundið í svokölluðum tryggum verðbréfum Eimskips. Ekki fæ ég krónu af þessu til baka. Það vantar alla hugmynd um samstöðu í íslenskt samfélag. Kannski er það vegna þess að við höfum svo mikið pláss, það var lengi vel langt á milli allra jarða. Þá er kannski þægilegt að hver hugsi bara um sig og engan annan. En gengur þetta til lengdar? Grunnstoðir velferðarsamfélaga er þessi hugmynd um samstöðu. Við grípum þig þegar þú hrasar, og þú grípur okkur. Og þetta virkar. Mest velferð er í þeim ríkjum í heiminum þar sem þessi hugmynd fær að ríkja í stjórnmálunum. Samstaða er til dæmis rótgróið hugtak í norsku þjóðarsálinni, sem ég kynntist fyrst þegar ég kom hingað í fyrsta sinn fyrir átta árum síðan og fannst sjálfsagt að troða mér framarlega í röð fyrir utan skemmtistað. Norska samferðarfólkinu mínu þótti þessi hegðun skammarleg og þrátt fyrir að þetta hafi komið mér inn á undan hinum þar sem ég gat keypt drykki sem voru tilbúnir á okkar eigin borði þegar hin komu inn fékk ég spurninguna: Hvernig heldur þú að samfélagið væri ef allir myndu alltaf reyna að troðast fremst í röðina? Siðfræðingurinn Immanuel Kant skrifaði um að siðferðileg hegðun byggðist á að koma fram við allar manneskjur sem markmið í sjálfu sér, með eigin drauma, vonir og þrár, sem þær vildu sækjast eftir. Með því að troðast fremst í röðina yfirsást mér að allir í röðinni vilja komast inn sem fyrst, allir eru að sækjast eftir mörgu af því sama. Hvaða rétt hafði ég til að troðast? Ég var svo hissa á þessari gagnrýni að ég hugsa enn um hana. Mér þótti sjálfsagt að troðast. Mér þótti sjálfsagt að taka eins mikið og ég gat borið ef eitthvað var ókeypis, mér þótti sjálfsagt að mínir hagsmunir kæmu á undan öðrum, alltaf. Ég var heimskur Íslendingur. En í hverskonar heimi myndum við lifa í ef allir hugsuðu svona, og öll lönd létu sér standa á sama um þróunarlöndin? Þróunarlöndin þar sem fátæktin er á margan hátt afurð misnotkunar vesturlandabúa og óréttlátrar heimsverslunar, en það er önnur saga. Er það heimur sem við viljum lifa í? Í heimi þar sem Ísland, eitt af ríkustu löndum í heimi, sker niður í þróunaraðstoð og græðir á þjáningum annarra í umhverfiskrísu sem getur endað með tortýmingu plánetunnar? Hvað með komandi kynslóðir og samstöðu með þeim? Okkur Íslendingum er svo sem skítsama. Við verðum löngu dauð svo það kemur ekki niður á okkur. Tilvistarstefnuheimspekingurinn Søren Kierkegaard var upptekinn af skilyrðunum sem þarf að uppfylla til að geta kallast manneskja, frjáls einstaklingur. Til að vera frjáls manneskja þarft þú að taka ígrundaðar ákvarðanir sem þú berð ábyrgð á. Þú þarft að lifa með afleiðingunum og horfast í augu við þær. Þú þarft að skilja að þú getir breytt einhverju. Þetta er andhverfa þess að fljóta með straumnum, neita ábyrgð og vera tækifærissinni. Mér finnst vera kominn tími til að Íslendingar verði að ábyrgum manneskjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í ljósi nýlegra ummæla forsætisráðherra um væntanlegan gróða Íslendinga á loftslagsbreytingunum, eða öllu heldur umhverfiskrísunni sem nú þegar dregur fjölda manns til dauða ár hvert, og athugasemda nettrölla þar af leiðandi um að það sé gleðilegt að hann sjái björtu hliðarnar í myrkrinu, verð ég að horfast í augu við staðreynd sem ég hef vitað um stund en ekki viljað horfast í augu við: Við Íslendingar erum margir hverjir heimskir. Ég tala þá ekki um greindarvísitölu eða slíkt, heldur um uppruna orðsins, höfum verið of mikið heima. Að sjá ekki heildarmyndina, heimsmyndina. Að vanta samkennd, víðsýni, skilning, og framar öllu að vanta alla samstöðu. Ég sló upp orðinu solidarity á Wikipedia til að finna íslenska merkingu orðsins (magnað að ég þurfti að slá því upp, hér í Noregi heyri ég orðið solidaritet notað að minnsta kosti vikulega), en fann enga íslenska síðu yfir orðið. Það kom svo sem ekki mikið á óvart, enda hugtak sem sjaldan er notað í íslenskri samfélagsumræðu. Ég vel að þýða orðið sem samstaða. Þetta er gamalt hugtak sem hægt að rekja til Rómar hinnar fornu, og stóð þá fyrir skuldbindingu einstaklingsins til að borga, eða vinna fyrir heildina. Þetta stendur líka fyrir að hver einstaklingur sem er hluti af heild, ber ábyrgð á loforðum heildarinnar, ekki bara eigin loforðum. Fjarvera samstöðunnar flæddi eftir hrunið þegar orðin «ég neita að borga fyrir skuldir óreiðmanna» bergmáluðu í björgum landsins. Það gleymdist að við höfðum kosið þá yfir okkur án nokkurs aðhalds, og svo lengi sem við græddum svo mikið að peningarnir láku út úr endaþarminum í sætin á sex milljón króna jeppanum var okkur skítsama um hvernig góðærið varð til. Svo notuðum við bara hinn jeppann á meðan sætin fóru í hreinsun. Nei nei, ég segi svona, en þið vitið hvað ég meina. Það var ekki fyrr enn að borguninni kom að við urðum brjáluð. Í dag gerist þetta aftur í endurgreiðslum til fólks sem tók húsnæðislán á sínum tíma, fólk sem þá á íbúðir og vinnur sennilega fulla vinnu. Ég er stúdent, ég á ekkert, en ég tapaði mörgumhundruð þúsundum króna af sparifénu mínu sem var bundið í svokölluðum tryggum verðbréfum Eimskips. Ekki fæ ég krónu af þessu til baka. Það vantar alla hugmynd um samstöðu í íslenskt samfélag. Kannski er það vegna þess að við höfum svo mikið pláss, það var lengi vel langt á milli allra jarða. Þá er kannski þægilegt að hver hugsi bara um sig og engan annan. En gengur þetta til lengdar? Grunnstoðir velferðarsamfélaga er þessi hugmynd um samstöðu. Við grípum þig þegar þú hrasar, og þú grípur okkur. Og þetta virkar. Mest velferð er í þeim ríkjum í heiminum þar sem þessi hugmynd fær að ríkja í stjórnmálunum. Samstaða er til dæmis rótgróið hugtak í norsku þjóðarsálinni, sem ég kynntist fyrst þegar ég kom hingað í fyrsta sinn fyrir átta árum síðan og fannst sjálfsagt að troða mér framarlega í röð fyrir utan skemmtistað. Norska samferðarfólkinu mínu þótti þessi hegðun skammarleg og þrátt fyrir að þetta hafi komið mér inn á undan hinum þar sem ég gat keypt drykki sem voru tilbúnir á okkar eigin borði þegar hin komu inn fékk ég spurninguna: Hvernig heldur þú að samfélagið væri ef allir myndu alltaf reyna að troðast fremst í röðina? Siðfræðingurinn Immanuel Kant skrifaði um að siðferðileg hegðun byggðist á að koma fram við allar manneskjur sem markmið í sjálfu sér, með eigin drauma, vonir og þrár, sem þær vildu sækjast eftir. Með því að troðast fremst í röðina yfirsást mér að allir í röðinni vilja komast inn sem fyrst, allir eru að sækjast eftir mörgu af því sama. Hvaða rétt hafði ég til að troðast? Ég var svo hissa á þessari gagnrýni að ég hugsa enn um hana. Mér þótti sjálfsagt að troðast. Mér þótti sjálfsagt að taka eins mikið og ég gat borið ef eitthvað var ókeypis, mér þótti sjálfsagt að mínir hagsmunir kæmu á undan öðrum, alltaf. Ég var heimskur Íslendingur. En í hverskonar heimi myndum við lifa í ef allir hugsuðu svona, og öll lönd létu sér standa á sama um þróunarlöndin? Þróunarlöndin þar sem fátæktin er á margan hátt afurð misnotkunar vesturlandabúa og óréttlátrar heimsverslunar, en það er önnur saga. Er það heimur sem við viljum lifa í? Í heimi þar sem Ísland, eitt af ríkustu löndum í heimi, sker niður í þróunaraðstoð og græðir á þjáningum annarra í umhverfiskrísu sem getur endað með tortýmingu plánetunnar? Hvað með komandi kynslóðir og samstöðu með þeim? Okkur Íslendingum er svo sem skítsama. Við verðum löngu dauð svo það kemur ekki niður á okkur. Tilvistarstefnuheimspekingurinn Søren Kierkegaard var upptekinn af skilyrðunum sem þarf að uppfylla til að geta kallast manneskja, frjáls einstaklingur. Til að vera frjáls manneskja þarft þú að taka ígrundaðar ákvarðanir sem þú berð ábyrgð á. Þú þarft að lifa með afleiðingunum og horfast í augu við þær. Þú þarft að skilja að þú getir breytt einhverju. Þetta er andhverfa þess að fljóta með straumnum, neita ábyrgð og vera tækifærissinni. Mér finnst vera kominn tími til að Íslendingar verði að ábyrgum manneskjum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun