Betri þjónusta í dásamlegri Reykjavik Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 22. apríl 2014 11:49 Til þess að tryggja hér í borginni hvað fjölbreyttast og lifandi mannlíf þarf að tryggja hér að sú þjónusta sem borgin veiti verði hvað notendavænust. Tryggja þar borgarbúum eins fjölbreytta þjónustu og hægt er á sem hagkvæmastan hátt. Samkvæmt viðamikilli þjónustukönnun Capacent hjá sextán stærstu sveitarfélögunum landsins í janúar síðastliðnum var Reykjavíkurborg í neðsta sæti, þegar spurt var um grunnskóla, leikskóla, þjónustu við barnafjölskyldur, fatlað fólk og aldraða og gæði umhverfisins. Það eru því næg tækifæri til bætingar hvað Þjónustu við borgarbúa varðar og er það bjargföst trú mín að stefna Sjálfstæðisflokksins sé hvað best til þess að nýta það tækifæri til fulls. Vinstri flokkarnir, hvort sem það er hjá ríki eða borg, hafa margoft sýnt fram á það, að þeir eru gersamlega óhæfir til þess að hagræða fjármunum í þágu grunnþjónustu í stað gæluverkefna. En það er einmitt lykillinn að hærra og betra þjónustu stigi hjá borginni, að fjármunum sé ráðstafað þar sem þeirra er þörf, en ekki í sérstök áhugamál kjörinna borgarfulltrúa er lúta að breyttum samgöngumáta. Svo eitthvað sé nefnt. Helstu notendur þjónustu borgarinnar eru, foreldrar og börn þeirra á leik og grunnskólaaldri, fatlaðir og aldraðir. Í þjónustu við þá hópa mun Sjálfstæðisflokkurinn, komist hann til valda í borginni, tryggja að fé fylgi þörf. Enn fremur mun flokkurinn tryggja að sú þjónusta sem í boði verður, verði sem fjölbreyttust og veitt af þeim sem best geta. Er þá bæði átti við opinbera aðila jafnt sem einkaaðila. Strax í upphafi kjörtímbilsins mun flokkurinn tryggja það, að foreldrar barna að tveggja ára aldri verði veitt það frelsi að velja á milli dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða nærfjölskyldu við að annast barnið, með því að láta daggjöld fylgja hverju barni frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið kemst á leikskólaaldur. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla og flýta fyrir greiningu á misþroska börninum og börnum með sérþarfir, svo þau börn njóti sín sem fyrst í réttu skólaumhverfi og fái þá meðferð sem þau þurfa til þroska og vaxtar innan skólakerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja það, að fötluðum og öldruðum verði veitt sú þjónusta sem þeim ber. Verði borgin ekki í færum til þess að veita þá þjónustu sem þarf, verður boðið upp á þjónustutrygginu sem dekka á þann kostnað við að einkaaðilar eða jafnvel ættingjar sinni þeim er þjónustuna skortir. Með þeim hætti er einnig hægt að vinna niður langa biðlista eftir þjónustu á vegum borgarinnar. Samhliða því sem Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja nægt löðaframboð í borginni til bygginga nýs íbúðahúsnæðis, mun flokkurinn einnig tryggja að nægt lóðaframboð verði til nýbygginga húsnæðis fyrir fatlaða og aldraða. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Til þess að tryggja hér í borginni hvað fjölbreyttast og lifandi mannlíf þarf að tryggja hér að sú þjónusta sem borgin veiti verði hvað notendavænust. Tryggja þar borgarbúum eins fjölbreytta þjónustu og hægt er á sem hagkvæmastan hátt. Samkvæmt viðamikilli þjónustukönnun Capacent hjá sextán stærstu sveitarfélögunum landsins í janúar síðastliðnum var Reykjavíkurborg í neðsta sæti, þegar spurt var um grunnskóla, leikskóla, þjónustu við barnafjölskyldur, fatlað fólk og aldraða og gæði umhverfisins. Það eru því næg tækifæri til bætingar hvað Þjónustu við borgarbúa varðar og er það bjargföst trú mín að stefna Sjálfstæðisflokksins sé hvað best til þess að nýta það tækifæri til fulls. Vinstri flokkarnir, hvort sem það er hjá ríki eða borg, hafa margoft sýnt fram á það, að þeir eru gersamlega óhæfir til þess að hagræða fjármunum í þágu grunnþjónustu í stað gæluverkefna. En það er einmitt lykillinn að hærra og betra þjónustu stigi hjá borginni, að fjármunum sé ráðstafað þar sem þeirra er þörf, en ekki í sérstök áhugamál kjörinna borgarfulltrúa er lúta að breyttum samgöngumáta. Svo eitthvað sé nefnt. Helstu notendur þjónustu borgarinnar eru, foreldrar og börn þeirra á leik og grunnskólaaldri, fatlaðir og aldraðir. Í þjónustu við þá hópa mun Sjálfstæðisflokkurinn, komist hann til valda í borginni, tryggja að fé fylgi þörf. Enn fremur mun flokkurinn tryggja að sú þjónusta sem í boði verður, verði sem fjölbreyttust og veitt af þeim sem best geta. Er þá bæði átti við opinbera aðila jafnt sem einkaaðila. Strax í upphafi kjörtímbilsins mun flokkurinn tryggja það, að foreldrar barna að tveggja ára aldri verði veitt það frelsi að velja á milli dagforeldra, ungbarnaleikskóla eða nærfjölskyldu við að annast barnið, með því að láta daggjöld fylgja hverju barni frá lokum fæðingarorlofs þar til barnið kemst á leikskólaaldur. Sjálfstæðisflokkurinn vill efla og flýta fyrir greiningu á misþroska börninum og börnum með sérþarfir, svo þau börn njóti sín sem fyrst í réttu skólaumhverfi og fái þá meðferð sem þau þurfa til þroska og vaxtar innan skólakerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja það, að fötluðum og öldruðum verði veitt sú þjónusta sem þeim ber. Verði borgin ekki í færum til þess að veita þá þjónustu sem þarf, verður boðið upp á þjónustutrygginu sem dekka á þann kostnað við að einkaaðilar eða jafnvel ættingjar sinni þeim er þjónustuna skortir. Með þeim hætti er einnig hægt að vinna niður langa biðlista eftir þjónustu á vegum borgarinnar. Samhliða því sem Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja nægt löðaframboð í borginni til bygginga nýs íbúðahúsnæðis, mun flokkurinn einnig tryggja að nægt lóðaframboð verði til nýbygginga húsnæðis fyrir fatlaða og aldraða. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun