BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2014 06:52 Vísir/Daníel Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. Í gærkvöldi var greint frá því að Ólafur væri á leið til Danmerkur og BT segir að Nordsjælland vilji ráða hann til starfa og ætli honum hlutverk í forystu félagsins. Samkvæmt frétt BT mun félagið hafa átt í viðræðum við Ólaf í nokkurn tíma og að gengið verði frá ráðningu hans í náinni framtíð. Upphaflega var vilji félagsins til að ráða Ólaf í sjö manna þjálfarateymi félagsins en fari svo að núverandi þjálfari, Kasper Hjulmand, fari frá félaginu kemur hann til greina sem nýr aðalþjálfari liðsins. Hjulmand hefur verið sterklega orðaður við hollenska liðið Heerenveen síðustu vikur en þjálfari liðsins, Marco van Basten, hættir þar störfum í lok tímabilsins og tekur við AZ Alkmaar. Ólafur þekkir vel til Nordsjælland og er sagður góður vinur Hjulmand. Ólafur var fenginn til að aðstoða liðið við undirbúning fyrir leiki þess í Meistaradeild Evrópu í fyrra og var sérfræðingur Nordsjælland um Juventus frá Ítalíu. BT segir að Hjulmand hafi klásúlu í sínum samningi sem geri honum heimilt að fara frítt frá Nordsjælland til erlends félags en því neita reyndar forráðamenn félagsins. Ólafur er 45 ára gamall og þekkir vel til í Danmörku. Hann lék með AGF frá 1997 til 2000 og var aðstoðarþjálfari hjá liðinu í tvö ár. Hann hefur stýrt Breiðablik frá árinu 2006 og gerði liðið að bikarmeistara árið 2009 og Íslandsmeistara ári síðar. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Van Basten verður þjálfari Arons Marco van Basten verður næsti þjálfari AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni en hann yfirgefur Heerenveen í lok núverandi tímabils. 18. apríl 2014 15:51 Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira
Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. Í gærkvöldi var greint frá því að Ólafur væri á leið til Danmerkur og BT segir að Nordsjælland vilji ráða hann til starfa og ætli honum hlutverk í forystu félagsins. Samkvæmt frétt BT mun félagið hafa átt í viðræðum við Ólaf í nokkurn tíma og að gengið verði frá ráðningu hans í náinni framtíð. Upphaflega var vilji félagsins til að ráða Ólaf í sjö manna þjálfarateymi félagsins en fari svo að núverandi þjálfari, Kasper Hjulmand, fari frá félaginu kemur hann til greina sem nýr aðalþjálfari liðsins. Hjulmand hefur verið sterklega orðaður við hollenska liðið Heerenveen síðustu vikur en þjálfari liðsins, Marco van Basten, hættir þar störfum í lok tímabilsins og tekur við AZ Alkmaar. Ólafur þekkir vel til Nordsjælland og er sagður góður vinur Hjulmand. Ólafur var fenginn til að aðstoða liðið við undirbúning fyrir leiki þess í Meistaradeild Evrópu í fyrra og var sérfræðingur Nordsjælland um Juventus frá Ítalíu. BT segir að Hjulmand hafi klásúlu í sínum samningi sem geri honum heimilt að fara frítt frá Nordsjælland til erlends félags en því neita reyndar forráðamenn félagsins. Ólafur er 45 ára gamall og þekkir vel til í Danmörku. Hann lék með AGF frá 1997 til 2000 og var aðstoðarþjálfari hjá liðinu í tvö ár. Hann hefur stýrt Breiðablik frá árinu 2006 og gerði liðið að bikarmeistara árið 2009 og Íslandsmeistara ári síðar.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Van Basten verður þjálfari Arons Marco van Basten verður næsti þjálfari AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni en hann yfirgefur Heerenveen í lok núverandi tímabils. 18. apríl 2014 15:51 Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira
Van Basten verður þjálfari Arons Marco van Basten verður næsti þjálfari AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni en hann yfirgefur Heerenveen í lok núverandi tímabils. 18. apríl 2014 15:51
Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56