Josh Hartnett er snúinn aftur 30. apríl 2014 18:30 Josh Hartnett Vísir/Getty Leikarinn Josh Hartnett hefur lítið leikið að undanförnu, en ekki vegna þess að honum eru ekki boðin hlutverk. Í viðtali við Details segist Hartnett hafa afþakkað hlutverk Supermans í kvikmyndinni Superman Returns, Spider-Man og Batman. „Já, ég var í viðræðum um hlutverk Spider-Man. Og Batman,“ sagði Hartnett. „En ég bara vissi einhvernveginn að þessi hlutverk myndu skilgreina mig sem leikara, sem myndi fylgja mér allan ferilinn. Ég var bara 22 ára, en ég gerði mér grein fyrir þeirri hættu.“ Hartnett segist í viðtalinu hafa horfið frá hlutverkum í vinsælum kvikmyndum eftir velgengni Pearl Harbor og Black Hawk Down, en honum þótti athyglin sem hann fékk í kjölfarið óþægileg. Hann tók sér átján mánuði til þess að snúa aftur heim og endurnýja kynnin við gamla vini. Hartnett hefur síðan snúið aftur til Hollywood, en nánast eingöngu leikið í litlum, sjálfstæðum framleiðslum síðan. En nú hefur orðið breyting á, því Hartnett leikur hlutverk í nýju hryllingsseríunni Penny Dreadful. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn Josh Hartnett hefur lítið leikið að undanförnu, en ekki vegna þess að honum eru ekki boðin hlutverk. Í viðtali við Details segist Hartnett hafa afþakkað hlutverk Supermans í kvikmyndinni Superman Returns, Spider-Man og Batman. „Já, ég var í viðræðum um hlutverk Spider-Man. Og Batman,“ sagði Hartnett. „En ég bara vissi einhvernveginn að þessi hlutverk myndu skilgreina mig sem leikara, sem myndi fylgja mér allan ferilinn. Ég var bara 22 ára, en ég gerði mér grein fyrir þeirri hættu.“ Hartnett segist í viðtalinu hafa horfið frá hlutverkum í vinsælum kvikmyndum eftir velgengni Pearl Harbor og Black Hawk Down, en honum þótti athyglin sem hann fékk í kjölfarið óþægileg. Hann tók sér átján mánuði til þess að snúa aftur heim og endurnýja kynnin við gamla vini. Hartnett hefur síðan snúið aftur til Hollywood, en nánast eingöngu leikið í litlum, sjálfstæðum framleiðslum síðan. En nú hefur orðið breyting á, því Hartnett leikur hlutverk í nýju hryllingsseríunni Penny Dreadful.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira