Fótbolti

Sif spilar fyrir framan vörnina á móti Sviss - byrjunarliðið er klárt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir. Vísir/Vilhelm
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnti byrjunarliðið sitt fyrir leikinn mikilvæga á móti Sviss í undankeppni HM sem fram fer í Nyon í kvöld.

Liðsuppstillingin hjá Frey í kvöld er 4-1-4-1 þar sem Sif Atladóttir er varnartengiliður og Harpa Þorsteinsdóttir ein frammi.  

Kantmennirnir Fanndís Friðriksdóttir og Dóra María Lárusdóttir munu örugglega takavirkan þátt í sóknarleiknum, auk þess sem Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru jafnan duglegar að koma sér í marktækifæri.

Þóra Björg Helgadóttir er áfram í marki Íslands og Guðbjörg Gunnarsdóttir er því á bekknum eins og í síðasta landsleik.

Sviss og Ísland eru tvö efstu liðin í riðlinum en svissneska liðið hefur ekki tapað í fyrstu sex leikjum sínum í undankeppninni og vann 2-0 sigur í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum.



Byrjunarlið Íslands á móti Sviss:



Markvörður

    Þóra Björg Helgadóttir

Bakverðir

    Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir

    Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir

    Anna Björk Kristjánsdóttir

    Glódís Perla Viggósdóttir

Varnartengiliður

    Sif Atladóttir

Tengiliðir

    Sara Björk Gunnarsdóttir

    Dagný Brynjarsdóttir

Kantmenn

    Fanndís Friðriksdóttir

    Dóra María Lárusdóttir

Framherji

    Harpa Þorsteinsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×