Meistaradeildinni í hestaíþróttum var gerð góð skil á Stöð 2 Sport í vetur og nú má sjá lokaþátt tímabilsins hér á Vísi.
Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en nýlega var greint frá því að sýndar verði beinar útsendingar frá mótum Fáks í Víðidal nú í sumar.
Í dag hefst Reykjavíkurmót Fáks og verður sýnt frá keppni í fjórgangi í meistaraflokki klukkan 17.00 á Stöð 2 Sport.
Alls eru 500 keppendur skráðir til leiks, bæði í barna- og fullorðinsflokkum, en þetta er fjölmennasta hestaíþróttamót landsins.
Stöð 2 Sport sýnir svo einnig beint frá Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fer fram í Víðidal dagana 23.-27. júlí í sumar.
Útsendingar helgarinnar:
7. maí kl. 17.00: Fjórgangur Meistaraflokkur
8. maí kl. 16.00: Fimmgangur Meistaraflokkur
9. maí kl. 20.00: Tölt Meistaraflokkur
10. maí kl. 18.00: B-úrslit (fjórgangur, fimmgangur) og tölt meistara
11. maí kl. 20.00: A-úrslit (fjórgangur, fimmgangur) og tölt meistara
Lokaþáttur Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum | Myndband
Tengdar fréttir

Hestasportin áfram á Stöð 2 Sport í sumar
Fyrsta beina útsendingin verður strax í næstu viku frá Reykjavíkurmóti Fáks sem hefst miðvikudaginn 7. maí.