Golf

Wells Fargo meistaramótið hefst í dag

Rory McIlroy er með að nýju eftir smá pásu
Rory McIlroy er með að nýju eftir smá pásu AP/Getty
Wells Fargo meistaramótið hefst í dag en nánast öll stærstu nöfnin í golfheiminum eru skráð til leiks, eflaust til að ná sér í leikform fyrir Players meistaramótið sem fram fer um næstu helgi. Mótið fer fram á hinum fallega Quail Hollow velli í Norður-Karólínufylki en sigurvegari síðasta árs var Bandaríkjamaðurinn Derek Ernst.

Rory McIlroy er með á mótinu að þessu sinni en hann leikur með Jonas Blixt og Rickie Fowler í holli fyrstu tvo dagana. Þá verður eflaust gaman að fylgjast með Lee Westwood, Justin Rose og Phil Mickelson leika saman en sigurvegari síðasta móts á PGA-mótaröðinni, Seung-Yul Noh, leikur með Bill Haas og Jimmy Walker.

Allir hringir mótsins verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni en útsending hefst í kvöld klukkan 19:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×