Gott starf leikskóla verðskuldar góð launakjör Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 16. maí 2014 11:56 Það á að vera gott fyrir alla að búa í Kópavogi. Menntun er mannréttindi. Í leikskólum Kópavogs fer fram afar gott starf en betur má ef duga skal. Það er mikið áhyggjuefni hversu fáir sækja nám í leikskólakennarafræðum og hve mikil fækkun hefur orðið í stétt leikskólakennara. Fagleg menntun er nauðsynleg forsenda fyrir faglegu starfi á leikskólastigi. En leikskólakennara vantar tilfinnanlega til starfa á landsvísu. Í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál frá árinu 2013 kemur fram að árið 2012 var hlutfall stöðugilda leikskólakennara í leikskólum sem reknir eru af Kópavogsbæ aðeins 36%. Stöðugildi annarra með uppeldismenntun 16% og ófaglærðra 48%. En 36% er enn töluvert lægra hlutfall stöðugilda leikskólakennara en lög kveða á um. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að a) starfsfólki leikskóla verði greidd laun fyrir að vinna í matartímanum eða svokölluðu neysluhléi og að b) unnin verði áætlun sem gerir leikskólastjórum kleift að styðja það starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem á því hefur áhuga.a) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að 300 milljónum verði varið til leikskóla í Kópavogi. Þær verði meðal annars notaðar til þess að greiða starfsmönnum leikskóla laun fyrir að vinna í matartímanum. Með þeim hætti má bæta kjör starfsfólks leikskóla. Eins og staðan er nú er Kópavogsbær ekki samkeppnisfær við Reykjavík þegar kemur að launum leikskólakennara. Félagsmenn Félags leikskólakennara í Reykjavík fá greidda 7,5 yfirvinnutíma á mánuði og ófaglært starfsfólk leikskóla fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði fyrir að vinna í neysluhléi. Annað sem er mjög aðkallandi í stöðunni er að laun leikskólakennara eru heldur ekki samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM bendum á að sveitarfélögin eru hér ábyrg gagnvart sínu launafólki.b) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að unnin verði skynsamleg áætlun sem heimilar skólastjórnendum leikskóla að veita launa ívilnun og sveigjanlegan vinnutíma fyrir það starfsfólk leikskóla sem hefur áhuga á að mennta sig í leikskólakennarafræðum. Launalegur ávinningur þess að huga á fimm ára sérfræðinám gæti einfaldlega verið of rýr. Margar fjölskyldur eða einstaklingar hafa ekki efni á þeirri launaskerðingu sem mögulega hlýst af vinnutapi eða skertu starfshlutfalli vegna náms. Sveitarfélög þurfa að róa að því öllum árum að auka faglega menntun í leikskólum. Í nýlegri könnun sem gerð var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands meðal leikskólastjóra á landsvísu kemur einmitt fram að meðal þeirra úrræða sem leikskólastjórar telja sig helst hafa til að hvetja starfsfólk til leikskólakennaranáms sé að veita sveigjanlegan vinnutíma og heimild til launa ívilnunar af einhverju tagi. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM viljum gera stjórnendum leikskóla Kópavogsbæjar bæði heimilt og kleift að hvetja starfsfólk sitt til náms og greiða götu faglegrar menntunar á leikskólastigi sem frekast er unnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það á að vera gott fyrir alla að búa í Kópavogi. Menntun er mannréttindi. Í leikskólum Kópavogs fer fram afar gott starf en betur má ef duga skal. Það er mikið áhyggjuefni hversu fáir sækja nám í leikskólakennarafræðum og hve mikil fækkun hefur orðið í stétt leikskólakennara. Fagleg menntun er nauðsynleg forsenda fyrir faglegu starfi á leikskólastigi. En leikskólakennara vantar tilfinnanlega til starfa á landsvísu. Í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál frá árinu 2013 kemur fram að árið 2012 var hlutfall stöðugilda leikskólakennara í leikskólum sem reknir eru af Kópavogsbæ aðeins 36%. Stöðugildi annarra með uppeldismenntun 16% og ófaglærðra 48%. En 36% er enn töluvert lægra hlutfall stöðugilda leikskólakennara en lög kveða á um. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að a) starfsfólki leikskóla verði greidd laun fyrir að vinna í matartímanum eða svokölluðu neysluhléi og að b) unnin verði áætlun sem gerir leikskólastjórum kleift að styðja það starfsfólk til náms í leikskólakennarafræðum sem á því hefur áhuga.a) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að 300 milljónum verði varið til leikskóla í Kópavogi. Þær verði meðal annars notaðar til þess að greiða starfsmönnum leikskóla laun fyrir að vinna í matartímanum. Með þeim hætti má bæta kjör starfsfólks leikskóla. Eins og staðan er nú er Kópavogsbær ekki samkeppnisfær við Reykjavík þegar kemur að launum leikskólakennara. Félagsmenn Félags leikskólakennara í Reykjavík fá greidda 7,5 yfirvinnutíma á mánuði og ófaglært starfsfólk leikskóla fær greidda 10 yfirvinnutíma á mánuði fyrir að vinna í neysluhléi. Annað sem er mjög aðkallandi í stöðunni er að laun leikskólakennara eru heldur ekki samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM bendum á að sveitarfélögin eru hér ábyrg gagnvart sínu launafólki.b) Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM leggjum til að unnin verði skynsamleg áætlun sem heimilar skólastjórnendum leikskóla að veita launa ívilnun og sveigjanlegan vinnutíma fyrir það starfsfólk leikskóla sem hefur áhuga á að mennta sig í leikskólakennarafræðum. Launalegur ávinningur þess að huga á fimm ára sérfræðinám gæti einfaldlega verið of rýr. Margar fjölskyldur eða einstaklingar hafa ekki efni á þeirri launaskerðingu sem mögulega hlýst af vinnutapi eða skertu starfshlutfalli vegna náms. Sveitarfélög þurfa að róa að því öllum árum að auka faglega menntun í leikskólum. Í nýlegri könnun sem gerð var á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands meðal leikskólastjóra á landsvísu kemur einmitt fram að meðal þeirra úrræða sem leikskólastjórar telja sig helst hafa til að hvetja starfsfólk til leikskólakennaranáms sé að veita sveigjanlegan vinnutíma og heimild til launa ívilnunar af einhverju tagi. Við í NÆSTBESTAFLOKKNUM viljum gera stjórnendum leikskóla Kópavogsbæjar bæði heimilt og kleift að hvetja starfsfólk sitt til náms og greiða götu faglegrar menntunar á leikskólastigi sem frekast er unnt.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun