Tveggja högga víti Justin Rose tekið til baka AO skrifar 12. maí 2014 16:00 Sergio Garcia og Justin Rose ganga af 17. flötinni. Vísir/Getty Eftir að Justin Rose lauk leik sínum á þriðja hring á Players meistaramótinu um helgina fékk hann tvo högg í víti. En áður en hann hóf leik á lokadeginum voru þessi tvo högg í víti tekin til baka. Vítið var tekið til baka vegna þess að ekki var hægt að sjá með berum augum að golfboltinn hafi hreyfst. Í Janúar sl. var ákveðið að bæta við golfreglu 18-4 um að ekki sé hægt að dæma víti ef aðeins sé hægt að sjá hreyfingu á golfkúlunni með upptöku í sjónvarpi. Vítið fékk Justin Rose þegar hann var að fara að vippa inn á 18. flötina, þá steig hann til baka eftir að hafa stillt sér upp til að vippa. Justin sagði þá að boltinn hefði ekki hreyfst úr stað. Hann ráðfærði sig við Sergio Garcia, sem var með Justin í ráshóp og skoðaði upptöku af atburðinum. Þegar Justin var síðan kominn inn í klúbbhúsið og ræddi við dómara þá sást á upptökum, þar sem golfboltinn var stækkaður mjög mikið, að smá hreyfing var á boltanum. Þá fékk Justin tvö högg í víti samkvæmt reglu 18-2b um hreyfingu á golfbolta. Eitt högg fyrir að hreyfa boltann og annað fyrir að færa hann á sinn stað. Þar af leiðandi var tveim höggum bætt við skor hans á laugardeginum, fór úr 71 höggi í 73 högg. PGA-mótaröðin sendi út tilkynningu um að atvikið hefði verið endurskoðað vegna þess að viðbótin við reglu 18-4 hafði verið notuð áður. Í tilkynningunni stóð „Reglu Nefndin fór aftur yfir atvikið og einblíndi á hversu mikið tæknin átti þátt í upprunalegu ákvörðuninni. Eftir endurskoðunina var ljóst að eina leiðin til að staðfesta hreyfingu á boltanum hafi verið með aðstoð myndabandsupptöku.“ Ein á ástæðum þess að Justin Rose fékk á sig víti var að hann bakkaði frá boltanum. Þar sem hann hélt jafnvel að boltinn hafi hreyfst. Justin hélt því alltaf fram að boltinn hafi ekki hreyfst úr stað heldur hafi komið hreyfing á boltann. Þangað til að hann sá myndbandsupptöku með nærmynd af boltanum. Justin sagði nærmyndina hafa verið svo mikla að „boltinn leit út eins og Legobolti í nærmyndinni". Justin sagði einnig: „Ég er mjög ánægður með að vítinu hafi verið breytt. Það er mjög sjaldan ef ekki aldrei sem dómi er breytt“. Justin Rose vildi ekki gera of mikið mál úr þessu þar sem hann átti eftir að spila loka hringinn. Breytingin á vítinu kom það seint að ekki reyndist unnt að breyta rástímum á loka deginum og Justin var því í ráshóp sem var klukkutíma fyrr en hann átti í raun að vera eftir breytinguna. Hann endaði í fjórða sæti í mótinu á 10 höggum undir pari ásamt Jordan Spieth. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eftir að Justin Rose lauk leik sínum á þriðja hring á Players meistaramótinu um helgina fékk hann tvo högg í víti. En áður en hann hóf leik á lokadeginum voru þessi tvo högg í víti tekin til baka. Vítið var tekið til baka vegna þess að ekki var hægt að sjá með berum augum að golfboltinn hafi hreyfst. Í Janúar sl. var ákveðið að bæta við golfreglu 18-4 um að ekki sé hægt að dæma víti ef aðeins sé hægt að sjá hreyfingu á golfkúlunni með upptöku í sjónvarpi. Vítið fékk Justin Rose þegar hann var að fara að vippa inn á 18. flötina, þá steig hann til baka eftir að hafa stillt sér upp til að vippa. Justin sagði þá að boltinn hefði ekki hreyfst úr stað. Hann ráðfærði sig við Sergio Garcia, sem var með Justin í ráshóp og skoðaði upptöku af atburðinum. Þegar Justin var síðan kominn inn í klúbbhúsið og ræddi við dómara þá sást á upptökum, þar sem golfboltinn var stækkaður mjög mikið, að smá hreyfing var á boltanum. Þá fékk Justin tvö högg í víti samkvæmt reglu 18-2b um hreyfingu á golfbolta. Eitt högg fyrir að hreyfa boltann og annað fyrir að færa hann á sinn stað. Þar af leiðandi var tveim höggum bætt við skor hans á laugardeginum, fór úr 71 höggi í 73 högg. PGA-mótaröðin sendi út tilkynningu um að atvikið hefði verið endurskoðað vegna þess að viðbótin við reglu 18-4 hafði verið notuð áður. Í tilkynningunni stóð „Reglu Nefndin fór aftur yfir atvikið og einblíndi á hversu mikið tæknin átti þátt í upprunalegu ákvörðuninni. Eftir endurskoðunina var ljóst að eina leiðin til að staðfesta hreyfingu á boltanum hafi verið með aðstoð myndabandsupptöku.“ Ein á ástæðum þess að Justin Rose fékk á sig víti var að hann bakkaði frá boltanum. Þar sem hann hélt jafnvel að boltinn hafi hreyfst. Justin hélt því alltaf fram að boltinn hafi ekki hreyfst úr stað heldur hafi komið hreyfing á boltann. Þangað til að hann sá myndbandsupptöku með nærmynd af boltanum. Justin sagði nærmyndina hafa verið svo mikla að „boltinn leit út eins og Legobolti í nærmyndinni". Justin sagði einnig: „Ég er mjög ánægður með að vítinu hafi verið breytt. Það er mjög sjaldan ef ekki aldrei sem dómi er breytt“. Justin Rose vildi ekki gera of mikið mál úr þessu þar sem hann átti eftir að spila loka hringinn. Breytingin á vítinu kom það seint að ekki reyndist unnt að breyta rástímum á loka deginum og Justin var því í ráshóp sem var klukkutíma fyrr en hann átti í raun að vera eftir breytinguna. Hann endaði í fjórða sæti í mótinu á 10 höggum undir pari ásamt Jordan Spieth.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira