Martin Kaymer sigraði á Players 12. maí 2014 00:31 Kaymer horfir á eftir pútti á lokahringnum í kvöld. AP/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í kvöld á Players meistaramótinu en hann lék hringina fjóra á TPC Sawgrass vellinum á 13 höggum undir pari. Jim Furyk endaði í öðru sæti á 12 undir en Sergio Garcia nældi í þriðja sætið á 11 höggum undir. Hinum tvítuga Jordan Spieth tókst ekki að leika fjórða skollalausa hringinn í röð en hann lék lokahringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari og endaði jafn í fjórða sæti á samtals tíu höggum undir pari. Sigur Kaymer var hans fyrsti á atvinnugolfmóti í tvö og hálft ár en hann var næstum því búinn að klúðra honum á lokaholunum í kvöld. Mótið var stöðvað í rúmlega einn og hálfan klukkutíma vegna eldingahættu og þegar að það var gert var Kaymer á 15 höggum undir pari, þremur á undan næsta manni. Þegar að leikur hófst á ný virtist þó eins og að pásan hefði farið illa í Kaymer en hann fékk tvöfaldan skolla á 15.holu og hafði hann því aðeins eins högga forystu fyrir síðustu þrjár holurnar, sem eru afar erfiðar. Honum tókst þó að fá par á þær allar en á 17.holu setti hann rúmlega 15 metra pútt niður fyrir pari til þess að halda í forystuna.Rory McIlroy náði að rétta úr kútnum á lokahringnum eftir að hafa náð niðurskurðinum með naumindum en hann kom inn á 66 höggum í dag, sex undir pari og hafnaði jafn í sjötta sæti á samtals níu höggum undir. Fyrir sigurinn fær Kaymer rúmlega 200 milljónir króna, 5 ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og nánast tryggir sæti sitt í Ryderliði Evrópu fyrir Ryderbikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði í kvöld á Players meistaramótinu en hann lék hringina fjóra á TPC Sawgrass vellinum á 13 höggum undir pari. Jim Furyk endaði í öðru sæti á 12 undir en Sergio Garcia nældi í þriðja sætið á 11 höggum undir. Hinum tvítuga Jordan Spieth tókst ekki að leika fjórða skollalausa hringinn í röð en hann lék lokahringinn á 74 höggum, tveimur yfir pari og endaði jafn í fjórða sæti á samtals tíu höggum undir pari. Sigur Kaymer var hans fyrsti á atvinnugolfmóti í tvö og hálft ár en hann var næstum því búinn að klúðra honum á lokaholunum í kvöld. Mótið var stöðvað í rúmlega einn og hálfan klukkutíma vegna eldingahættu og þegar að það var gert var Kaymer á 15 höggum undir pari, þremur á undan næsta manni. Þegar að leikur hófst á ný virtist þó eins og að pásan hefði farið illa í Kaymer en hann fékk tvöfaldan skolla á 15.holu og hafði hann því aðeins eins högga forystu fyrir síðustu þrjár holurnar, sem eru afar erfiðar. Honum tókst þó að fá par á þær allar en á 17.holu setti hann rúmlega 15 metra pútt niður fyrir pari til þess að halda í forystuna.Rory McIlroy náði að rétta úr kútnum á lokahringnum eftir að hafa náð niðurskurðinum með naumindum en hann kom inn á 66 höggum í dag, sex undir pari og hafnaði jafn í sjötta sæti á samtals níu höggum undir. Fyrir sigurinn fær Kaymer rúmlega 200 milljónir króna, 5 ára þátttökurétt á PGA-mótaröðinni og nánast tryggir sæti sitt í Ryderliði Evrópu fyrir Ryderbikarinn sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust.
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira