Fótbolti

Pele: Brasilía getur hefnt fyrir 1950

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Pele vann nokkur heimsmeistaramótin en hann man samt vonbrigðin 1950.
Pele vann nokkur heimsmeistaramótin en hann man samt vonbrigðin 1950. vísir/getty
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir þjóð sína fá fullkomið tækifæri á heimavelli í sumar til að bæta upp fyrir tapið gegn Úrúgvæ í heimsmeistarakeppninni 1950 í Rio.

Brasilía hélt keppnina síðast 1950 og mætti þar Úrúgvæ í eiginlegum úrslitaleik. Það árið kepptu sigurvegar fjögurra riðla í úrslita riðli og hittist það þannig á að Brasilía og Úrúgvæ mættust í síðasta leiknum sem réð úrslitum um hvor þjóðin myndi vinna keppnina.

Úrúgvæ vann þar sinn annan heimsmeistaratitil en Brasilía átti enn eftir að vinna sinn fyrsta titil. Þykir þetta vera ein óþægilegasta reynsla brasilískrar knattspyrnu.

„Það er enginn vafi í mínum huga. Brasilía getur hefnt fyrir tapið 1950 og unnið á heimavelli,“ sagði Pele.

„Við viljum sýna heiminum að við erum frábært land á öllum sviðum,“ sagði varnarmaðurinn David Luiz þegar Luis Scolari tilkynnti 23 manna HM hóp sinn.

„Það er í brasilískri menningu að gleðja fólk og skemmta hvenær sem það heimsækir landið.

„Við getum og við viljum. Ég hef trú á samherjunum, þjálfaranum og þessu einstaka liði,“ sagði Luiz um möguleika Brasilíu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×