Golf

Kaymer höggi á undan Spieth

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Martin Kaymer hefur leikið mjög vel á Players mótinu í Flórída.
Martin Kaymer hefur leikið mjög vel á Players mótinu í Flórída. VÍSIR/Getty Images
Þjóðverjinn Martin Kaymer hefur eins höggs forystu á Players-meistaramótinu sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum á PGA-mótaröðinni. Kaymer er samtals á 12 höggum undir pari þegar mótið er hálfnað og er höggi betri en Bandaríkjamaðurinn ungi, Jordan Spieth, sem er annar.

Kaymer setti vallarmet á fyrsta keppnisdegi með því að leika á 63 höggum og lék á 69 höggum í gær. Spieth, sem er tvítugur að aldri, hefur leikið fyrstu tvo hringina á 67 og 66 höggum.

Bandaríkjamaðurinn Russell Henley er í þriðja sæti á átta höggum undir pari en í næstu sætum koma m.a. Englendingarnir Lee Westwood og Justin Rose ásamt Spánverjanum Sergio Garcia.

Bandaríkjamaðurinnn Phil Mickelson komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Tiger Woods á titil að verja í mótinu en er ekki með vegna meiðsla. Mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending í dag klukkan 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×