Áfram Kópavogur! Karen E. Halldórsdóttir skrifar 28. maí 2014 15:00 Já það eru kosningar í nánd. Loforð, auglýsingar og frambjóðendur á ferð og flugi út um allan bæ. Áherslur framboða eru mismunandi en öll viljum við gera vel við íbúa Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir ábyrgri fjármálastjórn undanfarið kjörtímabil, greitt niður skuldir ásamt því að lækka skatta. Gróflega má áætla að með hverjum milljarði sem næst að saxa á skuldir sparist 70-100 milljónir í vaxtagjöld. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þetta fólk er hins vegar vel vopnað bæði menntun og mikilvægri lífsreynslu sem mun koma bæjarstjórn Kópavogs til góðs nota. Í stefnuskrá okkar má kenna ýmissa grasa. Við viljum koma til móts við nútímann og setjum það á verkefnalista næstu fjögurra ára að spjaldtölvuvæða grunnskólanemendur á mið og elsta stigi skólanna. Þetta gerum við í því augnamiði að koma til móts við þarfir atvinnu og menntalífsins. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja að börnin okkar nái strax tökum á stafrænni tækni á upplýsingaöld. Við viljum einnig ná krökkunum úr sófanum heima og koma í veg fyrir ójöfnuð er varðar að hafa efni á að æfa t.d. íþróttir eða tónlist. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 54.000 krónur á kjörtímabilinu og leyfa fjölskyldum að ákveða hvort styrknum sé varið í eina eða tvær greinar. Einnig verður hægt að nýta hann í tónlistanám og ýmis önnur námskeið. Það verður frítt í sund fyrir börn 10 ára og yngri. Þetta gerum við til samræmis við að eldri borgarar fái frítt í sund. Við viljum einnig gera sundið skemmtilegra, fjölga afþreyingarmöguleikunum í lauginni og opna sundlaugar á fleiri frídögum. Sund er holl útivera, hefur félagslegt gildi sem og stuðlar að betri heilsu. Svo er maður bara aldrei of gamall eða ungur til að fara í eina og eina rennibrautarferð. Það er alveg ljóst að til þess að efna þessi góðu stefnumál þarf styrka stjórn og kraftmikið fólk í bæjarstjórn sem lætur verkin tala. Það fólk staðfesti ég að er í Sjálfstæðisflokknum. Við munum halda áfram að halda vel utan um fjárhag bæjarins um leið og við munum efna loforð okkar við kjósendur. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til að nýta kosningarétt sinn á n.k.laugardag og merkja X við D. Áfram Kópavogur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Já það eru kosningar í nánd. Loforð, auglýsingar og frambjóðendur á ferð og flugi út um allan bæ. Áherslur framboða eru mismunandi en öll viljum við gera vel við íbúa Kópavogs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir ábyrgri fjármálastjórn undanfarið kjörtímabil, greitt niður skuldir ásamt því að lækka skatta. Gróflega má áætla að með hverjum milljarði sem næst að saxa á skuldir sparist 70-100 milljónir í vaxtagjöld. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í pólitík. Þetta fólk er hins vegar vel vopnað bæði menntun og mikilvægri lífsreynslu sem mun koma bæjarstjórn Kópavogs til góðs nota. Í stefnuskrá okkar má kenna ýmissa grasa. Við viljum koma til móts við nútímann og setjum það á verkefnalista næstu fjögurra ára að spjaldtölvuvæða grunnskólanemendur á mið og elsta stigi skólanna. Þetta gerum við í því augnamiði að koma til móts við þarfir atvinnu og menntalífsins. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja að börnin okkar nái strax tökum á stafrænni tækni á upplýsingaöld. Við viljum einnig ná krökkunum úr sófanum heima og koma í veg fyrir ójöfnuð er varðar að hafa efni á að æfa t.d. íþróttir eða tónlist. Við ætlum að hækka frístundastyrkinn í 54.000 krónur á kjörtímabilinu og leyfa fjölskyldum að ákveða hvort styrknum sé varið í eina eða tvær greinar. Einnig verður hægt að nýta hann í tónlistanám og ýmis önnur námskeið. Það verður frítt í sund fyrir börn 10 ára og yngri. Þetta gerum við til samræmis við að eldri borgarar fái frítt í sund. Við viljum einnig gera sundið skemmtilegra, fjölga afþreyingarmöguleikunum í lauginni og opna sundlaugar á fleiri frídögum. Sund er holl útivera, hefur félagslegt gildi sem og stuðlar að betri heilsu. Svo er maður bara aldrei of gamall eða ungur til að fara í eina og eina rennibrautarferð. Það er alveg ljóst að til þess að efna þessi góðu stefnumál þarf styrka stjórn og kraftmikið fólk í bæjarstjórn sem lætur verkin tala. Það fólk staðfesti ég að er í Sjálfstæðisflokknum. Við munum halda áfram að halda vel utan um fjárhag bæjarins um leið og við munum efna loforð okkar við kjósendur. Ég vil hvetja Kópavogsbúa til að nýta kosningarétt sinn á n.k.laugardag og merkja X við D. Áfram Kópavogur!
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun