Hugrökk stjórnmál og alls konar Garðabær Freyja Haraldsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:26 Þegar ég ákvað að rúlla til liðs við Bjarta framtíð á haustmánuðum 2012, og fórna þar með mínu ástkæra flokkapólitíska hlutleysi, var eitt af því sem sannfærði mig stefna flokksins um að sýna hugrekki og róttækni í framgöngu sinni. Sem mannréttindabaráttukona vissi ég að til þess að ná fram breytingum var nauðsynlegt að þora að ganga langt, þola að valda óþægindum, tapa stundum vinsældum og hafa hugrekki til þess að standa með ákvörðunum sínum. Eftir að hafa unnið með öðrum formanni Bjartrar framtíðar, Guðmundi Steingrímssyni, að innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk og horft á bjarta og besta borgarstjórann okkar klæða sig upp í drag og síðar sem liðskonu Pussy Riot á Gleðigöngu Hinsegin daga vissi ég að ekki var einungis um að ræða orð á blaði heldur raunveruleg gildi sem starfað var eftir. Með góðri samvisku skráði ég mig því í fyrsta sinn í stjórnmálaflokk og bauð mig stuttu síðar fram fyrir flokkinn til Alþingiskosninga í fyrra. Nú er komið að kosningum á ný og laugardaginn 31. maí fáum við tækifæri til þess að velja okkur fólk til forystu í sveitarfélögum okkar. Björt framtíð býður fram krafta sína í Garðabæ og leggur áherslu á að skapa pláss fyrir fjölbreyttari hópa af fólki á öllum aldri. Slíkt pláss er ekki forréttindi eða lúxus fyrir bæjarbúa heldur nauðsynleg þróun í lýðræðissamfélagi. Til þess að búa til slíkt pláss þarf að fjarlægja hindranir, efla meðvitund okkar um alls konar fólk, fjölskyldur, menningu og hæfileika, veita þjónustu sem skapar möguleika allra til þátttöku og áhrifa og auka raunverulegt samráð á öllum stigum stjórnsýslunnar við íbúa. Sem Garðbæingur og fötluð kona skiptir það mig öllu máli að geta valið fólk til forystu sem ég treysti til þess að gera slíkt pláss að sjálfsögðum hlut. Þrátt fyrir að hafa síðustu þrjú ár lifað sjálfstæðu lífi allan sólarhringinn með notendastýrðri persónulegri aðstoð hefur hvert einasta skref að því marki krafist baráttu, endalausra útskýringa á persónulegum málum, á stundum niðurlægjandi samskipta og réttlætingu á tilveru minni frá því að ég flutti í Garðabær sex ára gömul 1992. Björt framtíð í Garðabæ setur sér markmið um að tryggja aðgengi fatlaðs fólks og allra annarra að þjónustu sem eykur lífsgæði þess og mætir ólíkum þörfum fólks. Markmið um að útrýma fordómum gagnvart fötluðu fólki sem rannsóknir sýna að eru ein helsta hindrun í lífi þess og valda oft lífshættulegum skaða. Markmið um að auka samráð við fatlað fólk og skilja að það veit best sjálft hvernig gott er að fjarlægja hindranir, tryggja réttindi og búa til pláss þar sem að allir hafa frelsi til þess að vera til. Markmið um að einfalda boðleiðir, sinna upplýsingaskyldu til fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra og auka frumkvæði sveitarfélagsins í að finna lausnir. Björt framtíð í Garðabæ vill fjölga félagslegum íbúðum fyrir alls konar fólk sem þarf á þeim að halda, þ.m.t. sumt fatlað fólk, en hlutfallslega miðað við nágrannasveitarfélögin ættu þær að vera 200. Þær eru nú 20 talsins. Jafnframt að notendastýrð persónuleg aðstoð verði jafnrétthár valkostur fyrir fatlaða Garðbæinga eins og annað sem boðið er upp á og að virðing sé borinn fyrir þeim skuldbindingum sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um. Björt framtíð vill skapa fötluðu fólki í Garðabæ sem best skilyrði til að njóta sjálfstæðis, þátttökuréttinda, menntunar og aðgengis til jafns við aðra. Því alls konar er best og aukin lífsgæði eru samfélagslegur ávinningur. Björt framtíð vill ekki að fatlað fólk upplifi að það þurfi að flýja úr sínum heimabæ til þess að búa við mannréttindi – miklu frekar að Garðabær verði eftirsóknarverður staður til þess að búa á. Þetta hljómar mögulega klisjukennt. Jafnvel einfalt. Mannréttindi eru hins vegar ekki klisja heldur haldreipi jaðarsettra hópa til þess að öðlast sjálfsvirðingu og pláss meðal fólks sem nýtur mannréttinda upp að því marki að það tekur ekki eftir þeim né skilur sögu þeirra. Þetta er klárlega engin algebra og hvaða stjórnmálaflokkur ætti að geta gert þetta. Það er hins vegar mín reynsla að mörgu stjórnmálafólki skortir hugrekkið til þess að vera róttækt, gera kröfur um breytingar á menningu, viðhorfi og strúktúr samfélagsins og spyrja íbúana sem málin varða hvaða leiðir sé best að fara. Ég treysti því að slíkt hugrekki megi finna í Bjartri framtíð. Hugrekki, sem getur með tímanum og uppbyggjandi samstarfi við aðra stjórnmálaflokka, skilað öllu fólki tilverurétt og plássi í Garðabæ. Ég treysti því þar sem ég hef séð slíkt hugrekki í verki í Bjartri framtíð. Þess vegna hlakka ég til þess að setja X við Æ í Garðabæ þann 31. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég ákvað að rúlla til liðs við Bjarta framtíð á haustmánuðum 2012, og fórna þar með mínu ástkæra flokkapólitíska hlutleysi, var eitt af því sem sannfærði mig stefna flokksins um að sýna hugrekki og róttækni í framgöngu sinni. Sem mannréttindabaráttukona vissi ég að til þess að ná fram breytingum var nauðsynlegt að þora að ganga langt, þola að valda óþægindum, tapa stundum vinsældum og hafa hugrekki til þess að standa með ákvörðunum sínum. Eftir að hafa unnið með öðrum formanni Bjartrar framtíðar, Guðmundi Steingrímssyni, að innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk og horft á bjarta og besta borgarstjórann okkar klæða sig upp í drag og síðar sem liðskonu Pussy Riot á Gleðigöngu Hinsegin daga vissi ég að ekki var einungis um að ræða orð á blaði heldur raunveruleg gildi sem starfað var eftir. Með góðri samvisku skráði ég mig því í fyrsta sinn í stjórnmálaflokk og bauð mig stuttu síðar fram fyrir flokkinn til Alþingiskosninga í fyrra. Nú er komið að kosningum á ný og laugardaginn 31. maí fáum við tækifæri til þess að velja okkur fólk til forystu í sveitarfélögum okkar. Björt framtíð býður fram krafta sína í Garðabæ og leggur áherslu á að skapa pláss fyrir fjölbreyttari hópa af fólki á öllum aldri. Slíkt pláss er ekki forréttindi eða lúxus fyrir bæjarbúa heldur nauðsynleg þróun í lýðræðissamfélagi. Til þess að búa til slíkt pláss þarf að fjarlægja hindranir, efla meðvitund okkar um alls konar fólk, fjölskyldur, menningu og hæfileika, veita þjónustu sem skapar möguleika allra til þátttöku og áhrifa og auka raunverulegt samráð á öllum stigum stjórnsýslunnar við íbúa. Sem Garðbæingur og fötluð kona skiptir það mig öllu máli að geta valið fólk til forystu sem ég treysti til þess að gera slíkt pláss að sjálfsögðum hlut. Þrátt fyrir að hafa síðustu þrjú ár lifað sjálfstæðu lífi allan sólarhringinn með notendastýrðri persónulegri aðstoð hefur hvert einasta skref að því marki krafist baráttu, endalausra útskýringa á persónulegum málum, á stundum niðurlægjandi samskipta og réttlætingu á tilveru minni frá því að ég flutti í Garðabær sex ára gömul 1992. Björt framtíð í Garðabæ setur sér markmið um að tryggja aðgengi fatlaðs fólks og allra annarra að þjónustu sem eykur lífsgæði þess og mætir ólíkum þörfum fólks. Markmið um að útrýma fordómum gagnvart fötluðu fólki sem rannsóknir sýna að eru ein helsta hindrun í lífi þess og valda oft lífshættulegum skaða. Markmið um að auka samráð við fatlað fólk og skilja að það veit best sjálft hvernig gott er að fjarlægja hindranir, tryggja réttindi og búa til pláss þar sem að allir hafa frelsi til þess að vera til. Markmið um að einfalda boðleiðir, sinna upplýsingaskyldu til fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra og auka frumkvæði sveitarfélagsins í að finna lausnir. Björt framtíð í Garðabæ vill fjölga félagslegum íbúðum fyrir alls konar fólk sem þarf á þeim að halda, þ.m.t. sumt fatlað fólk, en hlutfallslega miðað við nágrannasveitarfélögin ættu þær að vera 200. Þær eru nú 20 talsins. Jafnframt að notendastýrð persónuleg aðstoð verði jafnrétthár valkostur fyrir fatlaða Garðbæinga eins og annað sem boðið er upp á og að virðing sé borinn fyrir þeim skuldbindingum sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um. Björt framtíð vill skapa fötluðu fólki í Garðabæ sem best skilyrði til að njóta sjálfstæðis, þátttökuréttinda, menntunar og aðgengis til jafns við aðra. Því alls konar er best og aukin lífsgæði eru samfélagslegur ávinningur. Björt framtíð vill ekki að fatlað fólk upplifi að það þurfi að flýja úr sínum heimabæ til þess að búa við mannréttindi – miklu frekar að Garðabær verði eftirsóknarverður staður til þess að búa á. Þetta hljómar mögulega klisjukennt. Jafnvel einfalt. Mannréttindi eru hins vegar ekki klisja heldur haldreipi jaðarsettra hópa til þess að öðlast sjálfsvirðingu og pláss meðal fólks sem nýtur mannréttinda upp að því marki að það tekur ekki eftir þeim né skilur sögu þeirra. Þetta er klárlega engin algebra og hvaða stjórnmálaflokkur ætti að geta gert þetta. Það er hins vegar mín reynsla að mörgu stjórnmálafólki skortir hugrekkið til þess að vera róttækt, gera kröfur um breytingar á menningu, viðhorfi og strúktúr samfélagsins og spyrja íbúana sem málin varða hvaða leiðir sé best að fara. Ég treysti því að slíkt hugrekki megi finna í Bjartri framtíð. Hugrekki, sem getur með tímanum og uppbyggjandi samstarfi við aðra stjórnmálaflokka, skilað öllu fólki tilverurétt og plássi í Garðabæ. Ég treysti því þar sem ég hef séð slíkt hugrekki í verki í Bjartri framtíð. Þess vegna hlakka ég til þess að setja X við Æ í Garðabæ þann 31. maí.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar