Reykjavíkurborg miðstöð ferðamanna á Íslandi Guðlaug Björnsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:21 Ferðamenn munu skila 2650 milljörðum í tekjum til þjóðfélagsins á næstu 10 árum ef þeim fjölgar ekki frá því sem nú er. Fjölgi ferðamönnum í 2 milljónir á ári á næstu sex til sjö árum má búast við að þeir munu skila á næstu 10 árum allt að 7000 milljörðum, eða 800 milljörðum á ári í þjóðarbúið. Þetta mun ekki ganga eftir átakalaust. Lauslega áætlað þarf hið opinbera að fjárfesta, á næstu árum, fyrir að minnstakosti 100 milljarða í innviðum umfram það sem nú eru áform um. Verði það ekki gert mun það leiða til þess að lífsgæði í Reykjavík versni og síðan hafa áhrif á fjölda ferðamanna til fækkunar. Reykjavíkurborg þarf að taka frumkvæði í þessu máli og gera meira en standa að „heildstæðri kynningu og markaðssetningu á Reykjavík”, það þarf að bregðast við því að ferðamönnum fjölgar hratt í Reykjavík, innviðirnir eru ekki til staðar til að taka við fleiri ferðamönnum. Reykjavíkurborg mun þurfa að fjárfesta veruleg á næsta kjörtímabili í innviðum borgarinnar til að taki við þessum aukna ferðamannafjölda. Hér er lagt til að á næsta kjörtímabili verði lögð veruleg áhersla á að skipuleggja hvernig best verði að því staðið að taka á móti ferðamönnum í Reykjavík. Horft verði á í hvaða fjárfestingar Reykjavík muni þurfa að fara út í, til að geta sem best þjónað ferðamönnum á sama tíma og hagsmunir þeirra sem búa í Reykjavík séu hafðir að leiðarljósi. Sett verði fram áætlun og henni fylgt eftir um að svæðisskipta Reykjavík. Í kringum Laugardalinn verði t.d. lögð áhersla á íþróttir og heilbrigðismál. Í miðbænum verði lögð áhersla á menningu, tónlist, söfn og ráðstefnuhald. Við Sundahöfn verði lögð áhersla á móttöku skemmtiferðaskipa. Skoðað verði samstarf við nágranna sveitarfélögin um sérhæfingu þeirra. Við nýbyggingu Landsspítala verði hugsað fyrir þjónustu við ferðamenn, bæði af hendi hins opinbera og einkaaðila. Háskólarnir og aðrar kennslustofnanir í Reykjavík eru að mynda klasa á milli Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Við Reykjavíkurhöfn og Örfirisey er hægt að auka þjónustu við hvalaskoðun, sjóstangarveiði og aðra slíka þjónustu en flytja þaðan það sem gæti átt betur heima annars staðar. Hægt er að hlúa að Borgartúni sem fjármálamiðstöð landsins, þar á nýr Landsbanki heima. Hægt er að sjá fyrir sér fleiri svæði í Reykjavík sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo sem Kringlan, Skeifan og önnur sérhæfð svæði. Til að fylgja þessu eftir þarf að fara yfir staðsetningu hótela, annarra gististaða, veitingastaða og tengdrar þjónustu. Samgöngur, hjólreiðarstígar, hlaupabrautir, sundlaugar og aðrir innviðir eru líka mikilvægir. Til að sinna þessu á vel heppnaðan hátt mun Reykjavíkurborg þurfa að auka fjárfestingar sínar í innviðum, vinna með hagsmunaðilum og borgarbúum. Rétt útfærðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og annarra aðila mun auka tekjur borgarinnar, skaffa fleiri íbúum vinnu og auka lífsgæði okkar sem búum í Reykjavík. Viðhorf þeirra sem hafa stjórnað Reykjavík síðustu ár er að brosa í forundran og segja að það sé nú ótrúlegt hvað margir ferðmenn séu að koma til borgarinnar. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að útfæra og framkvæma snjalla áætlun um hvernig við getum á sama tíma fjölgað ferðamönnum, skaffað atvinnu, aukið tekjur borgarinnar og séð til þess að það verði dásamlegra að búa í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ferðamenn munu skila 2650 milljörðum í tekjum til þjóðfélagsins á næstu 10 árum ef þeim fjölgar ekki frá því sem nú er. Fjölgi ferðamönnum í 2 milljónir á ári á næstu sex til sjö árum má búast við að þeir munu skila á næstu 10 árum allt að 7000 milljörðum, eða 800 milljörðum á ári í þjóðarbúið. Þetta mun ekki ganga eftir átakalaust. Lauslega áætlað þarf hið opinbera að fjárfesta, á næstu árum, fyrir að minnstakosti 100 milljarða í innviðum umfram það sem nú eru áform um. Verði það ekki gert mun það leiða til þess að lífsgæði í Reykjavík versni og síðan hafa áhrif á fjölda ferðamanna til fækkunar. Reykjavíkurborg þarf að taka frumkvæði í þessu máli og gera meira en standa að „heildstæðri kynningu og markaðssetningu á Reykjavík”, það þarf að bregðast við því að ferðamönnum fjölgar hratt í Reykjavík, innviðirnir eru ekki til staðar til að taka við fleiri ferðamönnum. Reykjavíkurborg mun þurfa að fjárfesta veruleg á næsta kjörtímabili í innviðum borgarinnar til að taki við þessum aukna ferðamannafjölda. Hér er lagt til að á næsta kjörtímabili verði lögð veruleg áhersla á að skipuleggja hvernig best verði að því staðið að taka á móti ferðamönnum í Reykjavík. Horft verði á í hvaða fjárfestingar Reykjavík muni þurfa að fara út í, til að geta sem best þjónað ferðamönnum á sama tíma og hagsmunir þeirra sem búa í Reykjavík séu hafðir að leiðarljósi. Sett verði fram áætlun og henni fylgt eftir um að svæðisskipta Reykjavík. Í kringum Laugardalinn verði t.d. lögð áhersla á íþróttir og heilbrigðismál. Í miðbænum verði lögð áhersla á menningu, tónlist, söfn og ráðstefnuhald. Við Sundahöfn verði lögð áhersla á móttöku skemmtiferðaskipa. Skoðað verði samstarf við nágranna sveitarfélögin um sérhæfingu þeirra. Við nýbyggingu Landsspítala verði hugsað fyrir þjónustu við ferðamenn, bæði af hendi hins opinbera og einkaaðila. Háskólarnir og aðrar kennslustofnanir í Reykjavík eru að mynda klasa á milli Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Við Reykjavíkurhöfn og Örfirisey er hægt að auka þjónustu við hvalaskoðun, sjóstangarveiði og aðra slíka þjónustu en flytja þaðan það sem gæti átt betur heima annars staðar. Hægt er að hlúa að Borgartúni sem fjármálamiðstöð landsins, þar á nýr Landsbanki heima. Hægt er að sjá fyrir sér fleiri svæði í Reykjavík sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn, svo sem Kringlan, Skeifan og önnur sérhæfð svæði. Til að fylgja þessu eftir þarf að fara yfir staðsetningu hótela, annarra gististaða, veitingastaða og tengdrar þjónustu. Samgöngur, hjólreiðarstígar, hlaupabrautir, sundlaugar og aðrir innviðir eru líka mikilvægir. Til að sinna þessu á vel heppnaðan hátt mun Reykjavíkurborg þurfa að auka fjárfestingar sínar í innviðum, vinna með hagsmunaðilum og borgarbúum. Rétt útfærðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og annarra aðila mun auka tekjur borgarinnar, skaffa fleiri íbúum vinnu og auka lífsgæði okkar sem búum í Reykjavík. Viðhorf þeirra sem hafa stjórnað Reykjavík síðustu ár er að brosa í forundran og segja að það sé nú ótrúlegt hvað margir ferðmenn séu að koma til borgarinnar. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að útfæra og framkvæma snjalla áætlun um hvernig við getum á sama tíma fjölgað ferðamönnum, skaffað atvinnu, aukið tekjur borgarinnar og séð til þess að það verði dásamlegra að búa í Reykjavík.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun