Kjölfesta borgarskútunnar Friðrik Rafnsson skrifar 28. maí 2014 13:11 Mikið óskaplega var nú gaman að fylgjast með því hvernig Besti flokkurinn stimplaði sig glaðbeittur inn í borgarpólitíkina fyrir rúmum fjórum árum. Fjölbreyttur hópur hæfileikafólks á ýmsum sviðum sem fæst hafði skipt sér af stjórnmálum mætti á svæðið með lífsgleðina að vopni, hleypti upp þessu venjulega karpi gömlu flokkanna og ruglaði öllum viðmiðum með þeim afleiðingum að flokkshestar (og –hryssur), fjölmiðlafólk og stjórnmálaskýrendur urðu kjaftstopp og vissu hvorki í þennan heim né annan. Þetta var alveg gríðarlega lífgandi fyrir borgarbúa, enda vann Besti flokkurinn stórsigur sem kunnugt er með Jón Gnarr í broddi fylkingarinnar. Mögum á óvart reyndust síðan hann og hans fólk fyllilega fært um að axla þessa kannski heldur óvæntu ábyrgð, þau nálguðust þetta vandasama verk, bera höfuðábyrgð á stjórnun höfuðborgarinnar, af hógværð og einurð og skila nú fjórum árum síðar af sér betri og mannlegri borg iðandi af skapandi mann- og atvinnulífi þrátt fyrir erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Nú er að hefjast nýr kafli á þessari vegferð. Björt framtíð með blöndu af fólki af lista Besta flokksins og nýjum mannskap, býður fram krafta sína með Björn Blöndal í oddvitasætinu, og vill nú fylgja þessari stefnu eftir, halda áfram á braut vandaðrar stjórnsýslu, stefnufestu, skapandi samskipta og vinnugleði. Fjölmargir héldu að Besti flokkurinn væri bullbóla, en hann reyndist vera sú kjölfesta sem gerði Reykjavík kleift að venda og fá aftur byr í seglin. Höfuðborgin okkar siglir nú þöndum seglum í hressilegum meðbyr á vit nýs kafla í sögu borgarinnar. Með því að kjósa Bjarta framtíð tryggja Reykvíkingar að borgarskútunni verði áfram stýrt af þeirri skynsemi og metnaði sem einkennt hefur stjórn borgarinnar undanfarin fjögur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið óskaplega var nú gaman að fylgjast með því hvernig Besti flokkurinn stimplaði sig glaðbeittur inn í borgarpólitíkina fyrir rúmum fjórum árum. Fjölbreyttur hópur hæfileikafólks á ýmsum sviðum sem fæst hafði skipt sér af stjórnmálum mætti á svæðið með lífsgleðina að vopni, hleypti upp þessu venjulega karpi gömlu flokkanna og ruglaði öllum viðmiðum með þeim afleiðingum að flokkshestar (og –hryssur), fjölmiðlafólk og stjórnmálaskýrendur urðu kjaftstopp og vissu hvorki í þennan heim né annan. Þetta var alveg gríðarlega lífgandi fyrir borgarbúa, enda vann Besti flokkurinn stórsigur sem kunnugt er með Jón Gnarr í broddi fylkingarinnar. Mögum á óvart reyndust síðan hann og hans fólk fyllilega fært um að axla þessa kannski heldur óvæntu ábyrgð, þau nálguðust þetta vandasama verk, bera höfuðábyrgð á stjórnun höfuðborgarinnar, af hógværð og einurð og skila nú fjórum árum síðar af sér betri og mannlegri borg iðandi af skapandi mann- og atvinnulífi þrátt fyrir erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Nú er að hefjast nýr kafli á þessari vegferð. Björt framtíð með blöndu af fólki af lista Besta flokksins og nýjum mannskap, býður fram krafta sína með Björn Blöndal í oddvitasætinu, og vill nú fylgja þessari stefnu eftir, halda áfram á braut vandaðrar stjórnsýslu, stefnufestu, skapandi samskipta og vinnugleði. Fjölmargir héldu að Besti flokkurinn væri bullbóla, en hann reyndist vera sú kjölfesta sem gerði Reykjavík kleift að venda og fá aftur byr í seglin. Höfuðborgin okkar siglir nú þöndum seglum í hressilegum meðbyr á vit nýs kafla í sögu borgarinnar. Með því að kjósa Bjarta framtíð tryggja Reykvíkingar að borgarskútunni verði áfram stýrt af þeirri skynsemi og metnaði sem einkennt hefur stjórn borgarinnar undanfarin fjögur ár.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar