Skipta hugmyndir máli? Anna Lára Steindal skrifar 27. maí 2014 21:56 Allir vita að hugmyndir skipta máli, því hugmyndir eru undanfari nánast alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Að hafa hugmynd og skýra sýn (ekki bara fyrir næstu viku, eða næsta kjörtímabil heldur til lengri framtíðar sem einhvers konar grundvallarforsendu) er lykill að árangri á öllum sviðum.Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna.Þeir sem hafa t.d. lesið bækur eða farið á námskeið sem miðar að því að láta drauma sína rætast þekkja þessa forsendu sem fyrsta boðorð þeirra sem hafa náð árangri. Ef við snúum þessu við þýðir þetta að undirliggjandi hugmyndir okkar ráði heilmiklu um það hvers konar tilveru – eða samfélag – við búum okkur. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar stjórnmál eru annars vegar því það eru hugmyndir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum sem hafa mest um það að segja hvernig formleg umgjörð um sameiginlega tilveru okkar verður næstu fjögur árin. Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna. Hvers konar samfélag viljum við búa okkur? Og hvernig verður slíkt samfélag til?Hvernig getum við stillt saman alla strengi stjórnsýslu og samfélags þannig að allir séu að vinna á sömu forsendum að sama markmiði, að sameiginlegri velferð okkar allra?Til þess að vera sem best í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem við sækjumst eftir umboði til höfum við í Bjartri framtíð velt eðli samfélags og samskipta heilmikið fyrir okkur. Til að geta tekið góðar og réttlátar ákvarðanir um samfélagið þurfum við að vita hvað samfélag er. Niðurstaðan er sáraenföld, einsog oft er um mikilvægan sannleika: Í grundvallaratriðum er samfélagið á Akranesi ekkert annað en sameiginlegur vettvangur okkar sem búum á Akranesi, veruleiki sem við berum öll ábyrgð á. Samfélag verður til í samskiptum okkar, orðræðu, viðhorfum, hugmyndum og samkomulagi um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á sameiginlegum málum okkar. Aðferðin sem við notum til að komast að þessu samkomulagi heitir lýðræði og felst m.a. í því að veita fulltrúum sem bjóða sig fram til þjónustu umboð í kosningum sem fram fara á fjögurra ára fresti. En þar með er ekki öll sagan sögð.Samfélag nærist á viðvarandi samræðu og samstarfi. Án þess staðnar ferlið og samfélagið um leið. Þess vegna þurfa þeir sem þjóna í forystunni að vera í sífelldri samræðu við íbúa í sveitarfélaginu og ganga úr skugga um að allir eigi aðgang að samræðunni. Á bæjarbúum hvílir á móti sú skylda að láta sig samræðuna og sameiginlega hagsmuni okkar allra varða, en stjórnast ekki af þröngum einkahagsmunum.Björt framtíð telur því að árangursríkasta leiðin til þess að byggja gott samfélag sé að leggja áherslu á hugmyndir, innsýn og samræðu um sameignlegan veruleika okkar, um samfélagið á Akranesi. Þess vegna erum við frjálslyndur flokkur. Verkefnin þarf að sníða þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en ekki öfugt. Þess vegna erum við ákaflega treg til þess að gefa einstök kosningaloforð. Þegar búið er að flétta alla þræði saman gætum við (meira að segja mjög líklega) staðið frammi fyrir því að þurfa að svíkja loforðin og það viljum við ekki. Það eina sem við lofum er að vera samkvæm hugsjónum okkar um jafnræði, lýðræði, skapandi stjórnsýlsu og kærleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Allir vita að hugmyndir skipta máli, því hugmyndir eru undanfari nánast alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu. Að hafa hugmynd og skýra sýn (ekki bara fyrir næstu viku, eða næsta kjörtímabil heldur til lengri framtíðar sem einhvers konar grundvallarforsendu) er lykill að árangri á öllum sviðum.Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna.Þeir sem hafa t.d. lesið bækur eða farið á námskeið sem miðar að því að láta drauma sína rætast þekkja þessa forsendu sem fyrsta boðorð þeirra sem hafa náð árangri. Ef við snúum þessu við þýðir þetta að undirliggjandi hugmyndir okkar ráði heilmiklu um það hvers konar tilveru – eða samfélag – við búum okkur. Þetta er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar stjórnmál eru annars vegar því það eru hugmyndir þeirra sem komast til áhrifa í stjórnmálum sem hafa mest um það að segja hvernig formleg umgjörð um sameiginlega tilveru okkar verður næstu fjögur árin. Áður en hægt er að brjóta viðfangsefnið sem stjórnun bæjarfélags er niður í verkefni á borð við skólamál, umhverfismál, skipulagsmál og svo framvegis verður að liggja fyrir kristalstær hugmynd um hvaða markmiðum þessi einstöku verkefni eiga að þjóna. Hvers konar samfélag viljum við búa okkur? Og hvernig verður slíkt samfélag til?Hvernig getum við stillt saman alla strengi stjórnsýslu og samfélags þannig að allir séu að vinna á sömu forsendum að sama markmiði, að sameiginlegri velferð okkar allra?Til þess að vera sem best í stakk búin til að sinna þeim verkefnum sem við sækjumst eftir umboði til höfum við í Bjartri framtíð velt eðli samfélags og samskipta heilmikið fyrir okkur. Til að geta tekið góðar og réttlátar ákvarðanir um samfélagið þurfum við að vita hvað samfélag er. Niðurstaðan er sáraenföld, einsog oft er um mikilvægan sannleika: Í grundvallaratriðum er samfélagið á Akranesi ekkert annað en sameiginlegur vettvangur okkar sem búum á Akranesi, veruleiki sem við berum öll ábyrgð á. Samfélag verður til í samskiptum okkar, orðræðu, viðhorfum, hugmyndum og samkomulagi um hvaða fyrirkomulag við viljum hafa á sameiginlegum málum okkar. Aðferðin sem við notum til að komast að þessu samkomulagi heitir lýðræði og felst m.a. í því að veita fulltrúum sem bjóða sig fram til þjónustu umboð í kosningum sem fram fara á fjögurra ára fresti. En þar með er ekki öll sagan sögð.Samfélag nærist á viðvarandi samræðu og samstarfi. Án þess staðnar ferlið og samfélagið um leið. Þess vegna þurfa þeir sem þjóna í forystunni að vera í sífelldri samræðu við íbúa í sveitarfélaginu og ganga úr skugga um að allir eigi aðgang að samræðunni. Á bæjarbúum hvílir á móti sú skylda að láta sig samræðuna og sameiginlega hagsmuni okkar allra varða, en stjórnast ekki af þröngum einkahagsmunum.Björt framtíð telur því að árangursríkasta leiðin til þess að byggja gott samfélag sé að leggja áherslu á hugmyndir, innsýn og samræðu um sameignlegan veruleika okkar, um samfélagið á Akranesi. Þess vegna erum við frjálslyndur flokkur. Verkefnin þarf að sníða þeim markmiðum sem við höfum sett okkur, en ekki öfugt. Þess vegna erum við ákaflega treg til þess að gefa einstök kosningaloforð. Þegar búið er að flétta alla þræði saman gætum við (meira að segja mjög líklega) staðið frammi fyrir því að þurfa að svíkja loforðin og það viljum við ekki. Það eina sem við lofum er að vera samkvæm hugsjónum okkar um jafnræði, lýðræði, skapandi stjórnsýlsu og kærleika.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar