Nýjar íbúðir fyrir hjúkrunarfræðinga í Vatnsmýrinni? Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir skrifar 27. maí 2014 17:37 Núna rétt fyrir kosningar lofar maðurinn sem flestir Reykvíkingar vilja sem næsta borgarstjóra ungum og öldnum ódýru húsnæði á komandi kjörtímabili. Samfylkingarskipstjórinn siglir milli vinnustaða í Reykjavík og lofar að reistar verði mörg þúsund íbúðir. Sömu loforð og hann gaf fyrir fjórum árum, en efndi ekki á kjörtímabilinu. Á fundum með starfsfólki LSH lofar hann nýjum spítala enda þótt hann viti að ekki hefur verið gengið frá fjármögnun spítalans. Þá slær hann ryki í augu starfsfólks spítalans og lætur að því liggja að það geti gengið í vinnuna úr nýju íbúðunum sem verði reistar í Vatnsmýri. Eins og Degi B. Eggertssyni er kunnugt er starfsfólk Landspítalans ekki á borgarstjóralaunum. Í dag er fermetraverð nýs húsnæðis í miðbæ Reykjavíkur langt yfir hálfri milljón krónum. Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á LSH eru nú að meðaltali um 400 þúsund og útborguð laun ná ekki 300 þúsund. Lítil íbúð í Vatnsmýrinni mun því ekki kosta undir 40 milljónum króna. Til þess að hjúkrunarfræðingur á LSH hafi efni á slíkri íbúð þarf hann að lágmarki að inna af hendi 8 milljónir í útborgun og taka lán upp á 32 milljónir. Dagur veit vel að það þarf meira en laun hjúkrunarfræðings til að greiða af slíku láni. Enda þótt Dagur og eiginkona hans geti gengið í vinnuna frá heimili sínu á Óðinsgötunni er ekki þar með sagt að það sama gildi um annað starfsfólk spítalans. Að minnsta kosti er ljóst að hjúkrunarfræðingar á LSH munu ekki ganga í vinnuna úr Vatnsmýrinni. Framsóknarflokkurinn virðist einn flokka leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu í úthverfum borgarinnar, svo sem í Úlfarsárdal. Í Úlfarsárdal hefur Dagur B. Eggertsson hins vegar samþykkt nýtt aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir að í stað 3.000 íbúða byggðar verði aðeins 1.100-1.200 íbúðir. Það þýðir að í stað 9.000-10.000 íbúa byggðar verða þar aðeins um 3.000 íbúar. Ég hvet starfsfólk LSH því til að veita Framsóknarflokknum atkvæði sitt á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Núna rétt fyrir kosningar lofar maðurinn sem flestir Reykvíkingar vilja sem næsta borgarstjóra ungum og öldnum ódýru húsnæði á komandi kjörtímabili. Samfylkingarskipstjórinn siglir milli vinnustaða í Reykjavík og lofar að reistar verði mörg þúsund íbúðir. Sömu loforð og hann gaf fyrir fjórum árum, en efndi ekki á kjörtímabilinu. Á fundum með starfsfólki LSH lofar hann nýjum spítala enda þótt hann viti að ekki hefur verið gengið frá fjármögnun spítalans. Þá slær hann ryki í augu starfsfólks spítalans og lætur að því liggja að það geti gengið í vinnuna úr nýju íbúðunum sem verði reistar í Vatnsmýri. Eins og Degi B. Eggertssyni er kunnugt er starfsfólk Landspítalans ekki á borgarstjóralaunum. Í dag er fermetraverð nýs húsnæðis í miðbæ Reykjavíkur langt yfir hálfri milljón krónum. Dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á LSH eru nú að meðaltali um 400 þúsund og útborguð laun ná ekki 300 þúsund. Lítil íbúð í Vatnsmýrinni mun því ekki kosta undir 40 milljónum króna. Til þess að hjúkrunarfræðingur á LSH hafi efni á slíkri íbúð þarf hann að lágmarki að inna af hendi 8 milljónir í útborgun og taka lán upp á 32 milljónir. Dagur veit vel að það þarf meira en laun hjúkrunarfræðings til að greiða af slíku láni. Enda þótt Dagur og eiginkona hans geti gengið í vinnuna frá heimili sínu á Óðinsgötunni er ekki þar með sagt að það sama gildi um annað starfsfólk spítalans. Að minnsta kosti er ljóst að hjúkrunarfræðingar á LSH munu ekki ganga í vinnuna úr Vatnsmýrinni. Framsóknarflokkurinn virðist einn flokka leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu í úthverfum borgarinnar, svo sem í Úlfarsárdal. Í Úlfarsárdal hefur Dagur B. Eggertsson hins vegar samþykkt nýtt aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir að í stað 3.000 íbúða byggðar verði aðeins 1.100-1.200 íbúðir. Það þýðir að í stað 9.000-10.000 íbúa byggðar verða þar aðeins um 3.000 íbúar. Ég hvet starfsfólk LSH því til að veita Framsóknarflokknum atkvæði sitt á laugardaginn.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun