Komdu í kaffi og ég segi þér frá fátækum Katla Hólm Vilbergs Þórhildardóttir skrifar 27. maí 2014 15:28 Í umfjöllun Fréttablaðsins um velferðarmál mánudaginn 26. maí er haft eftir Degi B. Eggertssyni að ekki sé eðlilegt að námsmenn geti rölt inn á hverfamiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu og að það beri að setja skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð í Reykjavík. Ummæli Dags bera vitni um fáfræði á þessu sviði í besta falli, í því versta eru þetta hreinir fordómar í garð þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Það er ekki hægt að rölta inn á hverfamiðstöð og einfaldlega fá fjárhagsaðstoð og það eru skilyrði fyrir slíkri aðstoð. Til að byrja með þurfa framhaldskólanemar sem að fá skólastyrk að skila vissum árangri til að fá styrk frá sveitarfélaginu, þeir nemar sem fá fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þurfa að sinna og sýna fram á vinnuleit, nemar sem neita vinnu fá ekki borgaða framfærslu. Ef þetta eru ekki skilyrði þætti mér fróðlegt að heyra hvað flokkast sem skilyrði. Háskólanemar og aðrir nemar sem eru í lánshæfu námi fá enga fjárhagsaðstoð og þá skiptir ekki máli hvort að einstaklingurinn sé lánshæfur að mati LÍN eða bankanna. Efla þarf fólk sem er ekki á vinnumarkaði með það fyrir augum að styrkja sjálfsálit, lífsgleði og virkni einstaklinga, ekki ber að steypa alla þá sem leita hjálpar sveitarfélagsins í sama mót eða einfaldlega líta á fólk sem tölur á blaði og byrði á samfélaginu. Leita þarf fjölbreyttari leiða til að virkja þá sem af fjölmörgum mismunandi ástæðum neyðast til að leita hjálpar sveitarfélagsins. Þú þekkir mig ekki, Dagur, en útlit er fyrir að þú verðir borgarstjórinn minn og því bíð ég þig velkomin í kaffibolla við tækifæri og ég skal með glöðu geði upplýsa þig um raunveruleika fátæks fólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í umfjöllun Fréttablaðsins um velferðarmál mánudaginn 26. maí er haft eftir Degi B. Eggertssyni að ekki sé eðlilegt að námsmenn geti rölt inn á hverfamiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu og að það beri að setja skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð í Reykjavík. Ummæli Dags bera vitni um fáfræði á þessu sviði í besta falli, í því versta eru þetta hreinir fordómar í garð þeirra sem þurfa fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Það er ekki hægt að rölta inn á hverfamiðstöð og einfaldlega fá fjárhagsaðstoð og það eru skilyrði fyrir slíkri aðstoð. Til að byrja með þurfa framhaldskólanemar sem að fá skólastyrk að skila vissum árangri til að fá styrk frá sveitarfélaginu, þeir nemar sem fá fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þurfa að sinna og sýna fram á vinnuleit, nemar sem neita vinnu fá ekki borgaða framfærslu. Ef þetta eru ekki skilyrði þætti mér fróðlegt að heyra hvað flokkast sem skilyrði. Háskólanemar og aðrir nemar sem eru í lánshæfu námi fá enga fjárhagsaðstoð og þá skiptir ekki máli hvort að einstaklingurinn sé lánshæfur að mati LÍN eða bankanna. Efla þarf fólk sem er ekki á vinnumarkaði með það fyrir augum að styrkja sjálfsálit, lífsgleði og virkni einstaklinga, ekki ber að steypa alla þá sem leita hjálpar sveitarfélagsins í sama mót eða einfaldlega líta á fólk sem tölur á blaði og byrði á samfélaginu. Leita þarf fjölbreyttari leiða til að virkja þá sem af fjölmörgum mismunandi ástæðum neyðast til að leita hjálpar sveitarfélagsins. Þú þekkir mig ekki, Dagur, en útlit er fyrir að þú verðir borgarstjórinn minn og því bíð ég þig velkomin í kaffibolla við tækifæri og ég skal með glöðu geði upplýsa þig um raunveruleika fátæks fólks í Reykjavík.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar