Eflum íþróttir – Horfum til framtíðar Willum Þór Þórsson skrifar 27. maí 2014 15:17 Uppruna Framsóknarflokksins má m.a. rekja til ungmennafélaganna sem þegar í upphafi síðustu aldar börðust fyrir almennum umbótum, aukinni menntun og bættu mannlífi í gegnum samvinnu og öflugt félagsstarf. Þannig er íþrótta- og æskulýðsstarf samofið sögu Framsóknarflokksins. Þegar grannt er skoðað má sjá þátt Framsóknarmanna í þeirri gríðarmikilli uppbyggingu mannvirkja og íþróttalífs í Kópavogi. Það þróttmikla og fjölmenna starf sem á sér stað í HK, Breiðabliki og Gerplu ber þessari uppbyggingu glöggt merki. Þá er athyglisvert starfið í Íþróttafélaginu Glóð, sem verður 10 ára í ár. Kjörorð þeirra; hreyfing, fæðuval, heilsa, ætti að vera okkur öllum til eftirbreytni. Stærsta reiðhöll landsins opnaði á árinu á Kjóavöllum og það verður að hrósa hestamannafélaginu Spretti fyrir kraft og dugnað við að reisa þetta glæsilega mannvirki sem á án vafa á eftir að efla hestamennskuna á svæðinu. Það er um leið mikilvægt að Kópavogsbær komi að því með myndarlegum hætti að tryggja stöndugan rekstur þessa mikla mannvirkis. Íþrótta- og ungmennafélög eru fjölskyldu- og félagsmiðstöðvar nútímasamfélags og þar þurfum við að horfa til hönnunar og aðstöðu til að tryggja að þær geti með þeim hætti sinnt hlutverki sínu bæði hvað varðar íþróttaiðkunina sjálfa og svo það félagslega starf sem því fylgir. Kjarninn í öllu þessu félagsstarfi hvílir á herðum sjálfboðaliða, sem löngum hefur skipað veglegan sess í öllu okkar félagsstarfi. Starfsemin skilar miklum almannagæðum til okkar samfélags og þá er hægt að vitna til fjölmargra rannsókna sem staðfesta forvarnargildi íþrótta og að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi dregur úr líkum á hvers konar frávikshegðun. Þannig hafa rannsóknir m.a. sýnt að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur jákvæð áhrif á námsárangur, sjálfsmynd, sjálfsvirðingu, líkamsmynd, heilsu og almenna líðan. Í nýlegri rannsókn sem sem unnin var af Rannsóknum og Greiningu fyrir fræðslusvið ÍSÍ kemur m.a. fram að unglingar sem stunda íþróttir með viðurkenndu íþróttafélagi eru líklegri til að standa sig betur í íslensku og stærðfræði. Sjálfsmynd þeirra er sterkari og þessir krakkar eru almennt hamingjusamari og ánægðari með líf sitt. Við teljum því mikilvægt að verja sjálfboðaliðastarfið í íþróttahreyfingunni og efla mannvirkjagerð. Í þeim tilgangi lögðum við Framsóknarmenn, á liðnu þingi, fram þingsályktunartillögu sem felur fjármála- og efnahagsráðherra að taka til endurskoðunar virðisaukskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar. Tillagan er tvíþætt og felur í sér að íþrótta- og ungmennafélög verði undanþegin virðisaukaskatti að öllu leyti og að þau fái jafnframt heimild til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu íþróttamannvirkja. Meginmarkmiðið er að ríkisstjórnin komi að því að efla skipulagða íþróttastarfsemi og þátttöku foreldra og annarra sjálfboðaliða í því starfi, verja sjálfboðaliðastarfið og efla mannvirkjagerð. Þannig viljum við Framsóknarmenn á báðum stjórnsýslustigum, ríkis og sveitarfélaga, halda áfram að vinna að uppbyggingu íþróttamannvirkja og efla skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Þá viljum við hjálpa fjölskyldum bæjarins við að styðja og hvetja börnin sín til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með betra frístundakorti til handa ungum sem öldnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Willum Þór Þórsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Uppruna Framsóknarflokksins má m.a. rekja til ungmennafélaganna sem þegar í upphafi síðustu aldar börðust fyrir almennum umbótum, aukinni menntun og bættu mannlífi í gegnum samvinnu og öflugt félagsstarf. Þannig er íþrótta- og æskulýðsstarf samofið sögu Framsóknarflokksins. Þegar grannt er skoðað má sjá þátt Framsóknarmanna í þeirri gríðarmikilli uppbyggingu mannvirkja og íþróttalífs í Kópavogi. Það þróttmikla og fjölmenna starf sem á sér stað í HK, Breiðabliki og Gerplu ber þessari uppbyggingu glöggt merki. Þá er athyglisvert starfið í Íþróttafélaginu Glóð, sem verður 10 ára í ár. Kjörorð þeirra; hreyfing, fæðuval, heilsa, ætti að vera okkur öllum til eftirbreytni. Stærsta reiðhöll landsins opnaði á árinu á Kjóavöllum og það verður að hrósa hestamannafélaginu Spretti fyrir kraft og dugnað við að reisa þetta glæsilega mannvirki sem á án vafa á eftir að efla hestamennskuna á svæðinu. Það er um leið mikilvægt að Kópavogsbær komi að því með myndarlegum hætti að tryggja stöndugan rekstur þessa mikla mannvirkis. Íþrótta- og ungmennafélög eru fjölskyldu- og félagsmiðstöðvar nútímasamfélags og þar þurfum við að horfa til hönnunar og aðstöðu til að tryggja að þær geti með þeim hætti sinnt hlutverki sínu bæði hvað varðar íþróttaiðkunina sjálfa og svo það félagslega starf sem því fylgir. Kjarninn í öllu þessu félagsstarfi hvílir á herðum sjálfboðaliða, sem löngum hefur skipað veglegan sess í öllu okkar félagsstarfi. Starfsemin skilar miklum almannagæðum til okkar samfélags og þá er hægt að vitna til fjölmargra rannsókna sem staðfesta forvarnargildi íþrótta og að þátttaka barna og unglinga í skipulögðu íþróttastarfi dregur úr líkum á hvers konar frávikshegðun. Þannig hafa rannsóknir m.a. sýnt að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur jákvæð áhrif á námsárangur, sjálfsmynd, sjálfsvirðingu, líkamsmynd, heilsu og almenna líðan. Í nýlegri rannsókn sem sem unnin var af Rannsóknum og Greiningu fyrir fræðslusvið ÍSÍ kemur m.a. fram að unglingar sem stunda íþróttir með viðurkenndu íþróttafélagi eru líklegri til að standa sig betur í íslensku og stærðfræði. Sjálfsmynd þeirra er sterkari og þessir krakkar eru almennt hamingjusamari og ánægðari með líf sitt. Við teljum því mikilvægt að verja sjálfboðaliðastarfið í íþróttahreyfingunni og efla mannvirkjagerð. Í þeim tilgangi lögðum við Framsóknarmenn, á liðnu þingi, fram þingsályktunartillögu sem felur fjármála- og efnahagsráðherra að taka til endurskoðunar virðisaukskattsumhverfi íþróttahreyfingarinnar. Tillagan er tvíþætt og felur í sér að íþrótta- og ungmennafélög verði undanþegin virðisaukaskatti að öllu leyti og að þau fái jafnframt heimild til að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af byggingu íþróttamannvirkja. Meginmarkmiðið er að ríkisstjórnin komi að því að efla skipulagða íþróttastarfsemi og þátttöku foreldra og annarra sjálfboðaliða í því starfi, verja sjálfboðaliðastarfið og efla mannvirkjagerð. Þannig viljum við Framsóknarmenn á báðum stjórnsýslustigum, ríkis og sveitarfélaga, halda áfram að vinna að uppbyggingu íþróttamannvirkja og efla skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Þá viljum við hjálpa fjölskyldum bæjarins við að styðja og hvetja börnin sín til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með betra frístundakorti til handa ungum sem öldnum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun