Fyrir okkur og ykkur Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 27. maí 2014 10:08 Fyrir okkur, sem stöndum að framboði Dögunar í Reykjavík, er það mikils virði að geta komið baráttumálum og áherslum á framfæri við öll ykkar sem fylgjast með fjölmiðlum og vilja kynna sér þá valkosti sem bjóðast í kosningunum sem fram fara á laugardag. Fyrir okkur sem eigum á brattann að sækja, skiptir þetta sköpum og því getur það reynst afdrifaríkt ef útbreiddustu prentmiðlar landsins kjósa að hunsa Dögun í Reykjavík. Þetta gerir Fréttablaðið nú, dag eftir dag og hefur reyndar gert nánast frá að við kynntum framboðið. Þetta er að sjálfsögðu ekki bara slæmt fyrir okkur heldur líka ykkur, lesendur og væntanlegir kjósendur á laugardag. Dögun hefur lagt mikla vinnu í að móta málefanaáherslur sínar og útfæra tillögur um framkvæmd. Þetta á ekki síst við um það málefni sem Fréttabaðið ynnir velþóknanleg framboð eftir í blaðinu í dag, en það er afstaðan til fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar.Skyldur samfélagsins Lagaleg skylda samfélagsins til að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir, er skýr. Í 76. gr. Stjórnarskrár Íslands segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika“ Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/2007 segir: „Skylt er að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar“Tillögur Dögunar Dögun í Reykjavík hefur lagt fram lausnarmiðaðar tillögur í húsnæðismálum og samgöngumálum, sem ekki síst varða þann hóp sem hér um ræðir. Hvað fjárhagsaðstoð og framfærslu varðar, má hér líta helstu áherslur framboðsins:Að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði jafn há atvinnuleysisbótum. Framboðið sér engin rök fyrir því að þeir sem eru atvinnulausir, lækki verulega í tekjum eða missi þær jafnvel alveg þegar 3ja ára bótatímabili lýkur. Heimildagreiðslur (t.d styrkur vegna barna, útfara og tannlækninga) verði hækkaðar, en fæstar þeirra hafa hækkað síðan árið 2004.Framboðið er alfarið gegn skilyrðingum á fjárhagsaðstoð þar sem um er að ræða öryggisnet og ekkert tekur við ef það bregst.Framboðið vill tekjutengja allar gjaldskrár sem viðkoma börnum svo sem leikskóla, frístundaheimili og skólamáltíðir. Þetta er svar við þeirri alvarlegu stöðu að fjöldi barna býr við fátækt. Við viljum að þeir sem hafa lægstu tekjurnar borgi ekkert, millitekjufólk borgi lítið og niðurgreiðslur, til þeirra sem hafa hæstu tekjurnar, verði minnstar. Að frístundakortið verði tekjutengt þannig að börn frá efnaminnstu heimilunum fái mestan styrk og hafi þannig möguleika á að stunda tómstundir og íþróttir á við önnur börn.Ömurleg staða Samkvæmt nýlegri skýrslu ASÍ þáðu 6200 manns fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum á síðasta ári. Einhleypir karlar og einstæðar mæður eru þar fjölmennustu hóparnir. Rétt rúmlega 3000 manns þáðu fjárhagsaðstoð árið 2007. Fólk sem dettur af atvinnuleysisbótum og þarf að leita sér fjárhagaðstoðar hjá sveitarfélögum verður fyrir miklum tekjumissi þar sem fjárhagsaðstoðin er mun lægri en bæturnar eða jafnvel engin ef makinn er með tekjur sem samsvara tvöfaldri fjárhagsaðstoð eða meiri. Þeir sem þiggja atvinnuleysisbætur fá þær án tillits til fjölskyldugerðar eða sambúðarforms, en full fjárhagsaðstoð er eingöngu til handa þeim sem búa einir og fer svo stiglækkandi. Í hruninu jókst atvinnuleysið á örfáum mánuðum úr 1,5% í 10,5% eða um 700%. Stórir hópar vinnufúsra Íslendinga urðu allt í einu að reiða sig á atvinnuleysisbætur og þeir sem ekki áttu rétt á þeim, fjárhagsaðstoð. Samúðarbylgja reið yfir samfélagið, hjálparstofnanir spruttu upp og allir vildu hjálpa. Þetta varði þó í skamman tíma og engu er líkar en fjölmiðlar og yfirvöld hafi farið í afneitun á ástandinu og umræðan er oftar um bótasvindl en raunverulega, vaxandi fátækt í samfélaginu. Núverandi meirihluti í Reykjavík tók við í maí árið 2010. Hann einsetti sér að færa fólk sem þiggur fjárhagsaðstoð, yfir fátækramörk sem þá voru 160.400 kr í ráðstöfunartekjur eða um 184.000 kr fyrir skatt. Þetta er eitt af því sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur ekki staðið við.Villandi upplýsingar Í Fréttablaðinu í gær er sagt að fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjavík sé 164.000 kr. og 245.000 kr. fyrir hjón. Þetta eru villandi upplýsingar. Eftir að meirihlutinn í Reykjavík fór höndum um reglurnar er staðan þessi:Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings, 18 ára eða eldri, sem rekur eigið heimili, getur numið allt að 163.635 kr. á mánuði. Viðkomandi verður þá að leggja fram þinglýstan húsaleigusamning. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til hjóna/sambúðarfólks getur numið allt að 245.453 kr. sem er ein og hálf fjárhagsaðstoð. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem „býr með öðrum“, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði er 137.871 kr. Þessi hópur, sem áður fékk fulla fjárhagsaðstoð, var lækkaður í tekjum af núverandi meirihluta. Undirritaður hefur ítrekað bent á það að með þessari breytingu verður til hvati til „skilnaða“ eða „sambúðarslita“ þar sem fólk sem býr saman getur við „skilnað“ hagnast um rúmar 56.000 kr án þess að brjóta neinar reglur. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem býr hjá foreldrum er 81.818 kr. Þarna skiptir aldur viðkomandi engu máli.Hafi einstaklingur, sem fellur undir framangreint, forsjá barns, skal viðkomandi reiknuð grunnfjárhæð sem nemur 137.871 kr. á mánuði. Áður hafði viðkomandi, fulla fjárhagsaðstoð en núverandi meirihluti breytti því. Af þessu sést að fullyrðing Fréttablaðsins þess efnis að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar sé 164.000 kr. er vægast sagt vafasöm og raunar gildir hún aðeins fyrri minnihluta þeirra sem njóta aðstoðarinnar. Eins og sést á þessum reglum, er allt gert til að fátækasta fólkið geti ekki leitað hagræðis með því að búa saman. Dögun í Reykjavík telur það til grundvallarmannréttinda, að allir hafi í sig og á, þak yfir höfuðið og að öll börn fái að þroskast á eðlilegan hátt. Það gefur augaleið að þær upphæðir sem hér eru nefndar duga ekki til eðlilegrar framfærslu, en samkvæmt Fréttablaðinu er neysluviðmið stjórnvalda 235.000 kr. á mánuði fyrir einstakling. Tillögur Dögunar í Reykjavík, Þess efnis að grunupphæð fjárhagsaðstoð verði jafn há atvinuleysisbótum (178.000 kr) er því aðeins skref í rétta átt. Að sjálfsögðu vill framboðið að allt sé gert til að koma fólki úr þessari ömurlegu stöðu, bæði með vinnumarkaðsúrræðum og faglegri aðstoð til þeirra sem lengi hafa verið án atvinnu. Það verður hins vegar að hafa í huga að atvinnuleysið er enn mikið og flestir í hópi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð eru sjúklingar, fólk sem hefur litla sem enga vinnusögu og einstaklingar sem ekki fá vinnu sökum aldurs. Réttlátari Reykjavík verður betri borg fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur, sem stöndum að framboði Dögunar í Reykjavík, er það mikils virði að geta komið baráttumálum og áherslum á framfæri við öll ykkar sem fylgjast með fjölmiðlum og vilja kynna sér þá valkosti sem bjóðast í kosningunum sem fram fara á laugardag. Fyrir okkur sem eigum á brattann að sækja, skiptir þetta sköpum og því getur það reynst afdrifaríkt ef útbreiddustu prentmiðlar landsins kjósa að hunsa Dögun í Reykjavík. Þetta gerir Fréttablaðið nú, dag eftir dag og hefur reyndar gert nánast frá að við kynntum framboðið. Þetta er að sjálfsögðu ekki bara slæmt fyrir okkur heldur líka ykkur, lesendur og væntanlegir kjósendur á laugardag. Dögun hefur lagt mikla vinnu í að móta málefanaáherslur sínar og útfæra tillögur um framkvæmd. Þetta á ekki síst við um það málefni sem Fréttabaðið ynnir velþóknanleg framboð eftir í blaðinu í dag, en það er afstaðan til fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar.Skyldur samfélagsins Lagaleg skylda samfélagsins til að sjá þeim farborða sem ekki geta gert það sjálfir, er skýr. Í 76. gr. Stjórnarskrár Íslands segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika“ Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/2007 segir: „Skylt er að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar“Tillögur Dögunar Dögun í Reykjavík hefur lagt fram lausnarmiðaðar tillögur í húsnæðismálum og samgöngumálum, sem ekki síst varða þann hóp sem hér um ræðir. Hvað fjárhagsaðstoð og framfærslu varðar, má hér líta helstu áherslur framboðsins:Að Reykjavíkurborg uppfylli þær lagalegu skyldur sínar að framfleyta þeim sem ekki geta framfleytt sér sjálfir. Að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði jafn há atvinnuleysisbótum. Framboðið sér engin rök fyrir því að þeir sem eru atvinnulausir, lækki verulega í tekjum eða missi þær jafnvel alveg þegar 3ja ára bótatímabili lýkur. Heimildagreiðslur (t.d styrkur vegna barna, útfara og tannlækninga) verði hækkaðar, en fæstar þeirra hafa hækkað síðan árið 2004.Framboðið er alfarið gegn skilyrðingum á fjárhagsaðstoð þar sem um er að ræða öryggisnet og ekkert tekur við ef það bregst.Framboðið vill tekjutengja allar gjaldskrár sem viðkoma börnum svo sem leikskóla, frístundaheimili og skólamáltíðir. Þetta er svar við þeirri alvarlegu stöðu að fjöldi barna býr við fátækt. Við viljum að þeir sem hafa lægstu tekjurnar borgi ekkert, millitekjufólk borgi lítið og niðurgreiðslur, til þeirra sem hafa hæstu tekjurnar, verði minnstar. Að frístundakortið verði tekjutengt þannig að börn frá efnaminnstu heimilunum fái mestan styrk og hafi þannig möguleika á að stunda tómstundir og íþróttir á við önnur börn.Ömurleg staða Samkvæmt nýlegri skýrslu ASÍ þáðu 6200 manns fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum á síðasta ári. Einhleypir karlar og einstæðar mæður eru þar fjölmennustu hóparnir. Rétt rúmlega 3000 manns þáðu fjárhagsaðstoð árið 2007. Fólk sem dettur af atvinnuleysisbótum og þarf að leita sér fjárhagaðstoðar hjá sveitarfélögum verður fyrir miklum tekjumissi þar sem fjárhagsaðstoðin er mun lægri en bæturnar eða jafnvel engin ef makinn er með tekjur sem samsvara tvöfaldri fjárhagsaðstoð eða meiri. Þeir sem þiggja atvinnuleysisbætur fá þær án tillits til fjölskyldugerðar eða sambúðarforms, en full fjárhagsaðstoð er eingöngu til handa þeim sem búa einir og fer svo stiglækkandi. Í hruninu jókst atvinnuleysið á örfáum mánuðum úr 1,5% í 10,5% eða um 700%. Stórir hópar vinnufúsra Íslendinga urðu allt í einu að reiða sig á atvinnuleysisbætur og þeir sem ekki áttu rétt á þeim, fjárhagsaðstoð. Samúðarbylgja reið yfir samfélagið, hjálparstofnanir spruttu upp og allir vildu hjálpa. Þetta varði þó í skamman tíma og engu er líkar en fjölmiðlar og yfirvöld hafi farið í afneitun á ástandinu og umræðan er oftar um bótasvindl en raunverulega, vaxandi fátækt í samfélaginu. Núverandi meirihluti í Reykjavík tók við í maí árið 2010. Hann einsetti sér að færa fólk sem þiggur fjárhagsaðstoð, yfir fátækramörk sem þá voru 160.400 kr í ráðstöfunartekjur eða um 184.000 kr fyrir skatt. Þetta er eitt af því sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur ekki staðið við.Villandi upplýsingar Í Fréttablaðinu í gær er sagt að fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Reykjavík sé 164.000 kr. og 245.000 kr. fyrir hjón. Þetta eru villandi upplýsingar. Eftir að meirihlutinn í Reykjavík fór höndum um reglurnar er staðan þessi:Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings, 18 ára eða eldri, sem rekur eigið heimili, getur numið allt að 163.635 kr. á mánuði. Viðkomandi verður þá að leggja fram þinglýstan húsaleigusamning. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til hjóna/sambúðarfólks getur numið allt að 245.453 kr. sem er ein og hálf fjárhagsaðstoð. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem „býr með öðrum“, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði er 137.871 kr. Þessi hópur, sem áður fékk fulla fjárhagsaðstoð, var lækkaður í tekjum af núverandi meirihluta. Undirritaður hefur ítrekað bent á það að með þessari breytingu verður til hvati til „skilnaða“ eða „sambúðarslita“ þar sem fólk sem býr saman getur við „skilnað“ hagnast um rúmar 56.000 kr án þess að brjóta neinar reglur. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings sem býr hjá foreldrum er 81.818 kr. Þarna skiptir aldur viðkomandi engu máli.Hafi einstaklingur, sem fellur undir framangreint, forsjá barns, skal viðkomandi reiknuð grunnfjárhæð sem nemur 137.871 kr. á mánuði. Áður hafði viðkomandi, fulla fjárhagsaðstoð en núverandi meirihluti breytti því. Af þessu sést að fullyrðing Fréttablaðsins þess efnis að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar sé 164.000 kr. er vægast sagt vafasöm og raunar gildir hún aðeins fyrri minnihluta þeirra sem njóta aðstoðarinnar. Eins og sést á þessum reglum, er allt gert til að fátækasta fólkið geti ekki leitað hagræðis með því að búa saman. Dögun í Reykjavík telur það til grundvallarmannréttinda, að allir hafi í sig og á, þak yfir höfuðið og að öll börn fái að þroskast á eðlilegan hátt. Það gefur augaleið að þær upphæðir sem hér eru nefndar duga ekki til eðlilegrar framfærslu, en samkvæmt Fréttablaðinu er neysluviðmið stjórnvalda 235.000 kr. á mánuði fyrir einstakling. Tillögur Dögunar í Reykjavík, Þess efnis að grunupphæð fjárhagsaðstoð verði jafn há atvinuleysisbótum (178.000 kr) er því aðeins skref í rétta átt. Að sjálfsögðu vill framboðið að allt sé gert til að koma fólki úr þessari ömurlegu stöðu, bæði með vinnumarkaðsúrræðum og faglegri aðstoð til þeirra sem lengi hafa verið án atvinnu. Það verður hins vegar að hafa í huga að atvinnuleysið er enn mikið og flestir í hópi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð eru sjúklingar, fólk sem hefur litla sem enga vinnusögu og einstaklingar sem ekki fá vinnu sökum aldurs. Réttlátari Reykjavík verður betri borg fyrir alla.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun