
Er þetta einmitt sú veröld sem ég vil?
Ég vil búa í veröld þar sem konur þurfa ekki að fara í lengra fæðingarorlof til þess að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þar til barnið fer á leikskóla. Ég vil búa í veröld þar sem 3,25% kynbundinn launamunnur hjá starfsmönnum bæjarins míns verður að engu. Ég vil búa í veröld þar sem sterkar fyrmyndir af báðum kynjum eru leiðandi í íþrótta- og menningarstarfsemi, í skólakefinu og stjórnsýslu. Ég vil búa í veröld þar sem klám er ekki viðmið unglinga um hvernig kynlíf á að vera. En er þetta sú veröld sem ég bý í?
Nei augljóslega ekki EN við getum gert eitthvað í þessu. Við getum útrýmt kynbundum launamun ef við ætlum okkur það og við getum komið upp kerfi sem brúar bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég er ekki að segja að það verði gert í dag og á morgun, en við þurfum að þora að breya hugsunarhætti okkar.
Lykilatriðið til þess að breyta þessum hugsunarhætti er að kenna kynjafræði allan grunnskólann. Eins og staðan er núna þá er hún kennd í nokkrum framhaldsskólum sem er ein stærsta framför sem átt hefur sér stað í jafnréttisfræðslu lengi að mínu mati. En þó svo að þessu marki sé náð þá megum við ekki láta staðar numið og gleyma okkur. Við megum ekki detta í þá gryfju sem margir af minni kynslóð eru dottnir í og halda að jafnrétti sé náð. Því staðan er ekki þannig.
Að hefja kynjafræðikennslu í grunnskóla áður en að börnin komast á unglinsárin er mikilvægt. Við verðum að kenna börnunum að strákar eigi ekki endilega að vera stórir og sterkir, vera riddarinn á hvíta hestinum og að þeir megi eða jafnvel eigi að tala niður til stelpna. Við verðum líka að kenna stelpunum að við getum alveg gert allskonar sjálfar og þurfum ekki riddara á hvítum hesti, að þær megi segja skoðun sína, og að við eigum ekki að vera sætar og fínar og undirgefnar. Við verðum að koma þessum skilaboðum til skila áður en klámið kemur sínum boðskap kirfilega fyrir í hugum unglinga. Við megum ekki láta klámmenninguna verða að útbreiddustu þekkingarfærði unglinga um hlutverk kynjanna og ýta undir það að klámkynslóðin verði að klámkynslóðunum í fleirtölu.
Í haust fór ég á fyrirlestur á menntaviku Háskóla Íslands hjá Andreu Hjálmsdóttur lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Eftir fyrirlesturinn leið mér eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku. Í fyrirlestrinum kynnti Andrea rannsókn á hugmyndum krakka í 10. bekk um hefðbundin karla- og kvennastörf og niðurstaðan var sláandi. Frá árinu 1992, þegar sambærileg rannsókn var gerð, hafa íslenskir unglingar tekið skref aftur á bak og þá sérstaklega stelpur. Árið 2006 gerðu Andrea Hjálmsdóttir og Þóroddur Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, framhald af rannsókninni frá 1992. Niðurstöðurnar voru verri árið 2006 en árið 1992 og þá voru stelpurnar að verða íhaldssamari og komust nær strákunum sem voru íhaldssamari árin 1992 og 2006. Andrea lagði svo aðra samanburðarkönnun fyrir sama aldurshóp árið 2011og þá var niðurstaðan enn verri. Stelpurnar eru sífellt að færast nær strákunum í íhaldsömum hugmyndum um hlutverk kynjanna.
Þetta er sláandi en því miður endurspeglar þetta raunveruleikann. Mín kynslóð heldur að jafnrétti kynjanna sé náð. Ef þróunin heldur áfram svona er spurning hvenær börnin segja „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil”
Þess vegna tel ég það mikilvægt að Kópavogsbær sýni frumkvæði í því að innleiða kynjafræðikennslu inn í grunnskóla bæjarins og sýni þannig gott fordæmi sem önnur sveitarfélög geta horft til. Ég vil ekki að börnin mín þurfi að spyrja sig „hvenær verða allir menn taldir menn, með sömu störf og líka sömu laun” heldur geti þau sungið hátt og skýrt: „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil”!
Skoðun

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar