Fjölskyldubærinn Garðabær Björg Fenger skrifar 26. maí 2014 12:08 Fyrir rúmum tveimur árum ákváðum við fjölskyldan að flytja í Garðabæinn. Ástæðan fyrir því að Garðabær varð fyrir valinu var það mat okkar að í Garðabæ hefði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða skóla og traustan fjárhag en í þannig samfélagi viljum við ala upp strákana okkar. Fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf Í bænum fer fram blómlegt íþrótta- og æskulýðsstarf en mörg sjálfstæð félög eru starfandi í bænum, má þar meðal annars nefna skátafélögin Vífil og Svani. Hvað íþróttastarfið varðar má nefna Stjörnuna og UMFÁ þar sem er að finna öflugt barna- og unglingastarf auk þess sem Stjarnan teflir fram fleiri afreksliðum en flest önnur íþróttafélög. Ekki má heldur gleyma kröftugri starfsemi golfklúbbanna sem og hestamannafélaganna Spretti og Sóta. Garðabær hefur stutt vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum bæjarins enda hafa kannanir sýnt að öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er ein besta forvörnin. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarvert. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum, og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna eitthvað við sitt hæfi. Í skólunum er það haft að leiðarljósi að nemendur hafi verkefni við sitt hæfi t.d. með því að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda, sbr. niðurstöður samræmdra prófa og PISA-könnunar, enda framangreint nátengt. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum undanfarin ár og jafnvel áratugi. Niðurstaða ársreiknings Garðarbæjar fyrir árið 2013 ber skýrt merki þessa enda niðurstaðan mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta rekstrarári sameiginlegs sveitarfélags. Fjölskyldubærinn Garðabær hefur staðið undir væntingum minnar fjölskyldu en þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár við að skapa fjölskylduvænt samfélag má alls ekki láta hér staðar numið. Mikilvæg verkefni eru framundan t.d. uppbygging Urriðaholts, vinna að gerð framtíðarskipulags íþróttasvæða ásamt því að tryggja foreldrum dagvistun fyrir börn sín frá eins árs aldri. Ég hef mikinn metnað fyrir að Garðabær skipi sér áfram í fremstu röð og er tilbúin að leggja mitt að mörkum til að svo verði. Björg Fenger Lögfræðingur, skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Fenger Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum ákváðum við fjölskyldan að flytja í Garðabæinn. Ástæðan fyrir því að Garðabær varð fyrir valinu var það mat okkar að í Garðabæ hefði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða skóla og traustan fjárhag en í þannig samfélagi viljum við ala upp strákana okkar. Fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf Í bænum fer fram blómlegt íþrótta- og æskulýðsstarf en mörg sjálfstæð félög eru starfandi í bænum, má þar meðal annars nefna skátafélögin Vífil og Svani. Hvað íþróttastarfið varðar má nefna Stjörnuna og UMFÁ þar sem er að finna öflugt barna- og unglingastarf auk þess sem Stjarnan teflir fram fleiri afreksliðum en flest önnur íþróttafélög. Ekki má heldur gleyma kröftugri starfsemi golfklúbbanna sem og hestamannafélaganna Spretti og Sóta. Garðabær hefur stutt vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum bæjarins enda hafa kannanir sýnt að öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er ein besta forvörnin. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarvert. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum, og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna eitthvað við sitt hæfi. Í skólunum er það haft að leiðarljósi að nemendur hafi verkefni við sitt hæfi t.d. með því að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda, sbr. niðurstöður samræmdra prófa og PISA-könnunar, enda framangreint nátengt. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum undanfarin ár og jafnvel áratugi. Niðurstaða ársreiknings Garðarbæjar fyrir árið 2013 ber skýrt merki þessa enda niðurstaðan mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta rekstrarári sameiginlegs sveitarfélags. Fjölskyldubærinn Garðabær hefur staðið undir væntingum minnar fjölskyldu en þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár við að skapa fjölskylduvænt samfélag má alls ekki láta hér staðar numið. Mikilvæg verkefni eru framundan t.d. uppbygging Urriðaholts, vinna að gerð framtíðarskipulags íþróttasvæða ásamt því að tryggja foreldrum dagvistun fyrir börn sín frá eins árs aldri. Ég hef mikinn metnað fyrir að Garðabær skipi sér áfram í fremstu röð og er tilbúin að leggja mitt að mörkum til að svo verði. Björg Fenger Lögfræðingur, skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar