Setjum umhverfismálin á dagskrá Kristín Sigurgeirsdóttir og Kristinn Pétursson skrifar 24. maí 2014 15:47 Við Skagafólk erum svo vel í sveit sett að búa í bæ sem einkennist af dágóðu undirlendi sem undurfögur og fjölbreytt strönd rammar inn annars vegar og Akrafjall hins vegar. Hér er stutt í náttúruna og alla útivist. Hestafólk hefur góða aðstöðu steinsnar frá bænum og golfarar í jaðri hans. Við eigum baðströnd sem á enga sína líka á landinu, skjólsælan og fallegan skóg og fjörur sem endalaust gaman er að ganga um.Umhverfisstefnu í gagnið Björt framtíð á Akranesi er grænn og vænn flokkur sem leggur áherslu á ábyrga stjórnun í umhverfismálum. Skýr stefna í umhverfismálum er nauðsynleg nútíma bæjarfélagi. Staðardagskrá 21 er sú umhverfisstefna sem nú er í gildi hjá kaupstaðnum. Stefnan var samþykkt 13. desember 2001 og var áætlað að hún yrði í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og er nú orðið mjög aðkallandi að stefnan verði endurskoðuð og henni fylgt eftir í reynd. Bærinn þarf að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu og vera öðrum til eftirbreytni. Umhverfisstefnur eru ekki gerðar til þess að safna ryki uppi í hillu.Hjólum meira, mengum minna Björt framtíð á Akranesi vill gera veg vistvænni ferðamáta meiri í uppbyggingu samgangna í bænum. Fáir bæir á Íslandi henta betur til hjólreiða en Akranes. Með því að bæta göngu- og hjólastíga verður auðveldara fyrir alla að draga úr notkun á einkabílum og þá um leið taka upp vistvænni ferðamáta. Það er ávinningur fyrir okkur öll; bætt lýðheilsa, minni mengun, hættuminni umferð. Bílar eru nauðsynlegir en þurfa ekki endilega að menga. Bærinn mætti kalla eftir því að á Akranesi verði settar upp stöðvar fyrir vistvænni bíla, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eða metangasstöðvar. Í nánustu framtíð mun þeim bílum fjölga sem knúnir eru vistvænni orku og því tímabært að huga að því. Á Akranesi höfum við náttúruperlur allt um kring. Skógræktin í Garðalundi er skjólsæll unaðsstaður. Upp og niður Akrafjallið trítlar Skagafólk reglulega og strandlengjan á marga staði sem eru í uppáhaldi hjá okkur öllum. Fjörurnar eru á þrjá vegu, hver með sínum sérkennum; Langisandur, Breiðin, Krókalón, Kalmansvík, Elínarhöfði, Leynir - og svo mætti áfram telja. Sjávarsíðuna þarf að gera sem aðgengilegasta öllum íbúum og ferðafólki til heilnæmrar útivistar og hreyfingar.Alla á græna grein Allir skólar Akraneskaupstaðar ættu að flagga Grænfánanum. Nú eru það einungis Brekkubæjarskóli og leikskólinn Akrasel sem uppfylla skilyrði þau sem umhverfisstefnan sem við fánann er kennd setur. Við ættum að kappkosta að börnin okkar læri sem fyrst að flokka sorp, endurvinna og að minnka sóun. Það er mikilvægt að við, sem eldri erum, séum góðar fyrirmyndir bæði heima og á vinnustöðum. Horfum í kringum okkur, hvort sem er heima eða í vinnunni og skoðum hvað betur má fara í flokkun á sorpi. Flokkum ánægjunnar vegna. Flokkum framtíðarinnar vegna.Umhverfisvottun Það er ekki nóg að íbúar Akraness séu almennt vistvænt þenkjandi, duglegir að flokka sorp og gangi vel um bæ og náttúru. Kaupstaðurinn sjálfur, með allri sinni starfsemi og stofnunum, þarf líka að sýna ábyrgð og gera slíkt hið sama. Við megum sýna meira hugrekki þegar kemur að framtíðarsýn í umhverfismálum. Hugsum stórt og hugsum til framtíðar. Tökum önnur sveitarfélög til fyrirmyndar, eins og t.d. Snæfellsbæ sem hefur fengið umhverfisvottun og er nú tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Akranes á að sækjast eftir að fá umhverfisvottun við hæfi sem vistvænt bæjarfélag. Það myndi án efa verða til þess að bærinn yrði eftirsóttari til búsetu og fyrir ferðamenn að sækja hann heim. Nú sækjast erlendar ferðaskrifstofur í auknum mæli eftir því að skipta við fyrirtæki sem hafa umhverfisvottun og bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu. Náttúruna verðum við að umgangast af virðingu og hugsa til framtíðar. Við verðum að huga að velferð komandi kynslóða. Það kostar sameiginlegt átak. Skagafólk! Eigum við ekki að hafa allt okkar á hreinu, því það er jú bæði betra og það borgar sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Við Skagafólk erum svo vel í sveit sett að búa í bæ sem einkennist af dágóðu undirlendi sem undurfögur og fjölbreytt strönd rammar inn annars vegar og Akrafjall hins vegar. Hér er stutt í náttúruna og alla útivist. Hestafólk hefur góða aðstöðu steinsnar frá bænum og golfarar í jaðri hans. Við eigum baðströnd sem á enga sína líka á landinu, skjólsælan og fallegan skóg og fjörur sem endalaust gaman er að ganga um.Umhverfisstefnu í gagnið Björt framtíð á Akranesi er grænn og vænn flokkur sem leggur áherslu á ábyrga stjórnun í umhverfismálum. Skýr stefna í umhverfismálum er nauðsynleg nútíma bæjarfélagi. Staðardagskrá 21 er sú umhverfisstefna sem nú er í gildi hjá kaupstaðnum. Stefnan var samþykkt 13. desember 2001 og var áætlað að hún yrði í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og er nú orðið mjög aðkallandi að stefnan verði endurskoðuð og henni fylgt eftir í reynd. Bærinn þarf að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu og vera öðrum til eftirbreytni. Umhverfisstefnur eru ekki gerðar til þess að safna ryki uppi í hillu.Hjólum meira, mengum minna Björt framtíð á Akranesi vill gera veg vistvænni ferðamáta meiri í uppbyggingu samgangna í bænum. Fáir bæir á Íslandi henta betur til hjólreiða en Akranes. Með því að bæta göngu- og hjólastíga verður auðveldara fyrir alla að draga úr notkun á einkabílum og þá um leið taka upp vistvænni ferðamáta. Það er ávinningur fyrir okkur öll; bætt lýðheilsa, minni mengun, hættuminni umferð. Bílar eru nauðsynlegir en þurfa ekki endilega að menga. Bærinn mætti kalla eftir því að á Akranesi verði settar upp stöðvar fyrir vistvænni bíla, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eða metangasstöðvar. Í nánustu framtíð mun þeim bílum fjölga sem knúnir eru vistvænni orku og því tímabært að huga að því. Á Akranesi höfum við náttúruperlur allt um kring. Skógræktin í Garðalundi er skjólsæll unaðsstaður. Upp og niður Akrafjallið trítlar Skagafólk reglulega og strandlengjan á marga staði sem eru í uppáhaldi hjá okkur öllum. Fjörurnar eru á þrjá vegu, hver með sínum sérkennum; Langisandur, Breiðin, Krókalón, Kalmansvík, Elínarhöfði, Leynir - og svo mætti áfram telja. Sjávarsíðuna þarf að gera sem aðgengilegasta öllum íbúum og ferðafólki til heilnæmrar útivistar og hreyfingar.Alla á græna grein Allir skólar Akraneskaupstaðar ættu að flagga Grænfánanum. Nú eru það einungis Brekkubæjarskóli og leikskólinn Akrasel sem uppfylla skilyrði þau sem umhverfisstefnan sem við fánann er kennd setur. Við ættum að kappkosta að börnin okkar læri sem fyrst að flokka sorp, endurvinna og að minnka sóun. Það er mikilvægt að við, sem eldri erum, séum góðar fyrirmyndir bæði heima og á vinnustöðum. Horfum í kringum okkur, hvort sem er heima eða í vinnunni og skoðum hvað betur má fara í flokkun á sorpi. Flokkum ánægjunnar vegna. Flokkum framtíðarinnar vegna.Umhverfisvottun Það er ekki nóg að íbúar Akraness séu almennt vistvænt þenkjandi, duglegir að flokka sorp og gangi vel um bæ og náttúru. Kaupstaðurinn sjálfur, með allri sinni starfsemi og stofnunum, þarf líka að sýna ábyrgð og gera slíkt hið sama. Við megum sýna meira hugrekki þegar kemur að framtíðarsýn í umhverfismálum. Hugsum stórt og hugsum til framtíðar. Tökum önnur sveitarfélög til fyrirmyndar, eins og t.d. Snæfellsbæ sem hefur fengið umhverfisvottun og er nú tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Akranes á að sækjast eftir að fá umhverfisvottun við hæfi sem vistvænt bæjarfélag. Það myndi án efa verða til þess að bærinn yrði eftirsóttari til búsetu og fyrir ferðamenn að sækja hann heim. Nú sækjast erlendar ferðaskrifstofur í auknum mæli eftir því að skipta við fyrirtæki sem hafa umhverfisvottun og bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu. Náttúruna verðum við að umgangast af virðingu og hugsa til framtíðar. Við verðum að huga að velferð komandi kynslóða. Það kostar sameiginlegt átak. Skagafólk! Eigum við ekki að hafa allt okkar á hreinu, því það er jú bæði betra og það borgar sig?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun